Leita í fréttum mbl.is

Þjóðhátíðardagurinn

Nú er ég orðin svo gömul að ég horfi á sjónvarpið frá Austurvelli fyrir hádegi á þessum degi undanfarin ár! Glætan að maður hafi fundist eitthvað til um þetta ræðuhjal, söngvahjal og fjalldrottninguna áður fyrr - almmáttugur bara það hallærislegasta af öllu enda hef ég aldrei verið þjóðbúningamanneskja og hef átt í mestu vandræðum með að tala sjálfan mig inn á þá línu að þetta sé í lagi og þjóðlegt.

Svo mýkist maður með árunum kannski sem betur fer. Ég átti svo kallaðan upphlut þegar ég var lítil stelpa, hann kom ekki til að góðu, því mamma neyddist hálfpartin til að fullgera verkefnið eftir að mér voru gefnir gull balderaðir boðungar af einni flínkustu balderingakonu Íslands en hún bjó í sömu götu og ég og var engri lík í umgengni við börn götunnar. Þangað fór maður ef mann langaði í eitthvað, þá var maður settur niður við borð og gefið kókómalt þess tíma sem var kakó og sykur hrært saman með mjólk og svo rúgbrauð með sykri á. Þetta voru gulldagar og gestgjafinn setti stundum grammófónplötu á litla handtrekkta fóninn sinn og dansaði ballet í kringum borðstofuborðið fyrir okkur börnin í götunni sem var sporöskjulagað og alltaf með þykkum spæl flauelis dúk á. Já það eru margar góðar minningar úr húsinu, nú er balderingakonan dáin og blessuð sé minning hennar, hún eignaðist aldrei börn sjálf en var bara með börnin í hverfinu.

En með því að ganga í upphlut á 17. júní og að mig minnir á fleiri merkisdögum naut maður ýmissa forréttinda eins það, að það var ókeypis í Tívolí í Vatnsmýrinni, ókeypis í strætó og svo voru voða margir sem vildu taka mynd af mér í búningnum en ég á sjálf bara eina sem tekin var úti við grindverk í hverfinu mínu af þýskri konu skósmiðsins í hverfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var sjálf svona forréttindabarn á upphlut, öll gulli skreytt og naut athyglinnar í botn.  Það var alltaf verið að taka myndir og veita manni athygli.  Við vorum nottla stelpur svo stuttu eftir stofnun lýðveldisins, það var nýtt og ferskt og fólk upplifði svo mikla gleði yfir sjálfstæðinu.  Nú hafa fleiri kynslóðir vaxið upp án þess auðvitað að skynja frelsistilfinninguna.  17. júní var alltaf mikill hátíðisdagur á mínu heimili.

Those were the days

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2007 kl. 13:48

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

jebb eimmit og svo er Inga vinkona búin að fara á þjóðbúninganámskeið og sauma einn á eitt barnabarnið - alveg geggjað flott svona gamaldags eitthvað ekki upphlut og húfa með rauðu eða bláu skotti!

Edda Agnarsdóttir, 17.6.2007 kl. 19:34

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Mundir þú Ægir þá alltaf mæta með hatt í strætó? Svona eins og Hallgrímur Helga?

Edda Agnarsdóttir, 17.6.2007 kl. 21:42

4 identicon

Hef aldrei nokkurn tíma farið í upphlut, peysuföt eða neitt þvílíkt. Það spannst umræða í vinnunni um daginn um þennan sið að klæða sig í upphlut á hátíðis- og tyllidögum og ég fékk ekki miklar undirtektir þegar ég sagði að skotthúfan gerði ungar stúlkur minnst 20 árum eldri  - en ég gef mig ekki með það - þær eldast samt um 20 ár ... minnst!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 22:59

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það sagði eimitt einhver í athugasemdum annars staðar að henni fyndist allar konur verða að mig minnir að einhverskonar búbbulínum í öllu nema skautinu! Ég veit ekki hvort ég er alveg sammála en nálægt því

Ægir það væri nú bara glúrið ef hægt væri að innleiða fatatísku t.d. með klæðaburði á móti ´fríum samgöngum! Góð hugmynd, talaðu við Villa, krúttið og man ekki svipinn nafnið á honu Hafnarfirði? Hvað eru Garðbæingar alltaf strætólausir?

Svo legg ég til að við bloggvinkonur finni upp á nýjum sið í táknleik þjóðrækni!

Edda Agnarsdóttir, 18.6.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband