Leita í fréttum mbl.is

Dagur kvenna á Íslandi í sólskini allan daginn og himininn á heimleiðinni bleikur.

Mikið ósköp er ég fegin að hafa drifið mig til Reykjavíkur og málað daginn bleikann.

Þegar ég var komin á stefnumótið við dóttur mína og vinkonu hennar sem máluðu með mér bæinn fannst mér ég ekki nógu bleik og fann pappaspjald í töskunni sem á stóð Sabrina og var skærbleikt með hárspennum og festi í barminn minnug þess að hafa séð einhversstaðar leiðbeiningar þess eðlis að nota hvað sem er til að minna á bleika litinn.

Ég, Heiða og Eydís lölluðum okkur frá Hellusundi niður í Kvennó á móts við konur sem fóru saman í göngu um Þingholtin undir styrkri leiðsögn Kristínar Ástgeirsdóttur. Við mættum full snemma og var engin komin nema dagskrárgerðamaðurinn Björn frá ruv sem tók viðtal við okkur í tilefni dagsins, það er hér  fyrir þá sem vilja hlusta.

Eftir þessa frábæru göngu var fundur og kaffi á Hallveigarstöðum, húsi Kvenréttindafélags Íslands, það var yndislegt að sjá og hitta gamlar Rauðsokkur, gamlar Kvennalistakonur og nýja Feminísta.

Ingibjörg Sólrún var ein af þremur sem flutti ræðu og fór með tvö erindi úr ljóði um fullveldi kvenna eftir Matthías Jockumson sem hún lagði út frá í sínu máli. Hún var glimrandi góð og vona að ræðan verði birt sem fyrst.

Nú fer ég upp í rúm með 19. júní undir hendinni og byrja að lesa, mikil tilhlökkun, góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir að deila með þér.  Beið tvo tíma hjá lækni og varð af gleðskapnum. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2007 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband