Leita í fréttum mbl.is

Laugavegur

Skrapp aðeins á Laugaveginn í fyrradag með systur minni. Fór í tvær þrjár skóbúðir því það var mitt erindi. Í leiðinni var upplagt að skoða eitthvað að þessum nýju búðum við Laugaveginn og rákum við nefið inn í Marimekko og Þrjár hæðir.

Í fyrri búðinni eru þekktar finnskar vörur og eru ekki ódýrar en vandaðar, sem dæmi kostar ein samfella á bleijubarn á 3. þúsund krónur, gullfallegt og sterklegt.

 Á þremur hæðum var hægt að kaupa kjól á 105 þús. og ein buxnadrakt, algjört gull í útliti, hægt að kaupa jakkann og buxurnar í sitt hvoru lagi, jakkinn kostar 75 þús. og ég leit ekki á verð buxunnar því þá var þetta orðið heldur óþægilegt.GetLost

Á laugardaginn í síðustu viku var ég líka á Laugaveginum, Bara á neðsta partinum og fór inn í búðina Kisu, sá þar fallega leðurtösku eða handveski og spurði um verðið? 110 þús svaraði afgreiðslukonan og bætti við að þetta væri ný country lína frá Sonju Rykiel!

Þá veit mar það og ég maðurinn minn fórum í Tiger og keyptum nokkra hluti á 800 kr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þegar maður les um þess konar verð sem þú ert að lýsa þá kemur upp í huga mér ,,ekki er allt gull sem glóir"

Páll Jóhannesson, 24.6.2007 kl. 13:07

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er nú lámark að kaupa ekki barnasamfellu sem er ÓDÝRARI en 3.000 kr.  Er allt að verða vitlaust í verðlagningunni?

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.6.2007 kl. 13:38

3 identicon

Sonja Rykiel WHO???  - mér finnst merkjasnobb svo skrýtið fyrirbæri - sé á þessari færslu að við verðum sennilega doltið líkar á svipinn, ég og þú þegar við heyrum svona skýringar á verði   - fór í búð þegar ég var í höfuðborginni síðast og verslaði flottar gallabuxur á þrjúþúsund og níu hundruð - svoleiðis merki ætti líklega frekar að leggja á minnið

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband