Leita í fréttum mbl.is

Sólin

Ég ligg í sólbaði og les blöð. Gæti ekki haft það betra.

Margt er samt ljótt í blöðunum í dag, eins og frásögn konu af linnulausi ofbeldi manns sem þóttist eiga konuna afþví hún fékk landvistarleyfi í gegn um hans fyrirtæki og vann hjá honum. Hafði bara ekki fantasíu fyrir því áður að hugsa um hvað vinnuveitendur getað ógnað fólki með þessum rétti eða lögum um landvistarleyfi til launþega hjá einkafyrirtækjum. ÖMURLEGT Devil Þetta verður að stoppa strax.

Viðtal við einn af þremennigunum sem voru í bílnum sem lenti á Hamborgarabúlluna, hann var eigandinn og sat frammí, þetta er eitt af þessu íslenska fyrirbrygði allir vinir og jolly jolly.... eigandinn fékk sér í glas og hitti svo bara strák sem hann fékk til að keyra bílinn heim og einhver stelpa greinilega fylgir með og situr í aftursætinu beltislaus þrátt fyrir athugasemd eigandans... svo bara gerist þetta...Crying 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff, fréttirnar ekki í neinu samræmi við veðurfarið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2007 kl. 14:48

2 identicon

Best að vera ekkert að elta fréttirnar meðan sólin skín

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 01:20

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er rétt Þorsteinn, en nú er engin sól eða sem næst og ég er búin að sytja við tölvuræksnið eins og ég fái borgað fyrir það.

Elísabet ég er alveg sammála þér, það er margt sem blöðin leggja fram sem orkar tvímælis.

Edda Agnarsdóttir, 27.6.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband