1.7.2007 | 02:10
Rakstur
Mikil umræða hefur átt sér stað bæði í bloggheimum , dagblöðum, tímaritum, póstlistum og Vefritinu um svokallað Brasilíuvax eða rökuð/vaxað klof, fyrst og fremst á kvenfólki. En líkamsrakstur og vax er líka til staðar fyrir karlmenn.
Það sem vekur athygli mína í þessum efnum er að píkurakstur þótti fyrir nokkrum árum argasti viðbjóður og þurftu konur að berjast fyrir því að verða ekki alrakaðar þegar þær fæddu börn, svo kom hálfrakstur og að lokum voru þær ekkert rakaðar. Þetta hef ég allt upplifað í gegn um mínar barnsfæðingar frá árinu 1969 til 1988.
Í dag er í tísku vaxað klof eða rakstur og er svolítið mismunandi hvort það er hálfrakað eða vaxað frá lærum eða alrakað. Hárleysi á píku virðist þó vera í vöxt. Snyrtifræðingur sem ég var hjá fyrir ca tveimur árum sagði mér að þegar hún lærði fræðin (hún var í eldri kantinum eða komin yfir þrítugt) að þá hafi samnemendur hennar sem flestar voru kornungar ekki þolað að sjá eða hafa nokkur líkamshár á fólki, ojuðu og veinuðu og kveinkuðu sér undan þeirri skyldu að þurfa læra að taka nefhár úr karlmönnum sem gengu út úr nösuunum.
Margir hafa líka bent á að þessi tíska eigi sér rætur í kláminu og eins og með margt annað sem kemur í tísku að þá sé algjört meðvitundarleysi hvaðan tískan er sprottinn þegar frá líður og ný og ný kynslóð kemur og telur þetta vana eða sjálfsagt.
Sitt sýnist hverjum og séð hef ég á prenti að þetta sé hluti menningar og spurningum beint að fólki um rakstur leggja og handakrika, hvaðan kemur það og afhverju byrjaði það hjá konum en ekki körlum?
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Athyglisvert
Getur verið að þessi skrif tengist því hvað klukkan er orðin margt?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 1.7.2007 kl. 02:17
Góður pistill Edda og tímabær. Ég er viss um að þetta Brasilíuvax tengist klámiðnaðinum og þeirri fantasíu karlmanna að hafa konur eins og litlar telpur í útliti. Og alltaf hlaupa konur til. Ég held að leggir og armkrikar hafi verið byrjunin á því sama. Við erum eins og hlýðin vélmenni þegar kemur að svona "tísku". Reyndar set ég "þroskaðar" konur ekki í þann hóp en sem ung kona er maður ansi hallur undir tískustraumana.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 02:18
Eiithvað hefði verið sagt ef ég eða annar karl hefði skrifað svona pistil
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 1.7.2007 kl. 02:51
Sumum finnst fínt að vera loðinn og öðrum ekki....
Skafti Elíasson, 1.7.2007 kl. 04:38
Athyglisverður pistill. Ég tel að hver og einn verði að stjórna því sjálfur hversu hárugur hann er hér og þar á líkamanum. Ég t.a.m. hef verið með svokallað 3.-4. daga al skegg s.l. 25 ár - þó í góðri sátt við konuna mína.
Ég á man eftir því fyrir c.a. 20 árum að hárgreiðslukona sem klippti mig reglulega þá spurði ,,Palli má ég ekki snyrta á þér augabrýnnar, þú ert að verða eins og Bjarni Fel". Síðan þá hef ég séð um þá hlið reglulega um leið og ég snyrti skeggið mitt.
En ég hugsa oft þegar fullyrt er að það sé krafa okkur karlmanna um að konur raki sig að neðan til að líkjast smá stelpum hvaðan þessi fullyrðing sé sprottin. Mér er nú bara spurn ,,hvers konar karlmenn eru það sem vilja láta KONU líta út eins og smá stelpur?". Ef kona vill raka sig að neðan , mikið, lítið eða allt af, á hún fyrst og síðast að gera það af því að hún vill það sjálf en ekki fyrir neina aðra.
Með vel snyrtum kveðjum skegg og augabrúnum
Páll Jóhannesson, 1.7.2007 kl. 13:43
Já athyglisverð umræða hérna hjá þér á blogginu núna Edda. Þessi hárleysisíska kemur upphaflega frá Brasilíu , þegar konurnar voru að klæða sig upp fyrir sýningarnar á kjötkveðjuhátíðunum Sem er kannski skiljanlegt miðað við klæðaleysi þeirra. En er þetta ekki spurning um smekk hvers og eins án þess að vera að höfða til einhverra óeðlilegra kynhvata. Sumir vilja vera loðnir aðrir ekki. Ég til dæmis þoli ekki að vera með skegg þó ég hafi reynt nokkrum sinnum. Finnst það asskoti óþægilegt. Að maður tali ekki um ef maður stundar skíðagöngu.
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 14:23
Edda mín.
Ég ætla ekki að vera 7. karlinn til að kommentera á þetta hjá þér.
En ég óska ykkur Bigga og fjölskyldunni allri til hamingju með tengdaóttur ykkar sem er nú orðin konunglegur hirðljósmyndari í Danmörku. (Flott greinin í fréttablaðinu)
Bið að heilsa og takk fyrir síðast, þetta var dásamleg veisla heima á Miðhrauni.
Kalli Matt
Karl V. Matthíasson, 1.7.2007 kl. 23:31
Takk fyrir prýðis innlegg. Eitt vissi ég ekki, en það er uppruni Brasilíuvaxins, enda gefur það auga leið eftir á, hvaðan það kemur s.b. nafnið. Engin hefur samt komið með sögu þess hvernig og hvenær konur fóru að fjarlægja handarkrikahár og á fótleggjum. Ég er alin upp við þetta, en á hippaárunum og uppúr þeim var hallærislegt að fjarlægja líkamshár.
Kalli takk fyrir kveðjuna.
Edda Agnarsdóttir, 1.7.2007 kl. 23:46
Þegar ég þurfti að horfa á klámmyndir í ákveðnum kúrs í háskólanum fyrir nokkrum árum kom í ljós að í nýrri klámmyndunum voru allar konurnar rakaðar að neðan. Þær hljóta að hafa apað þetta upp eftir Brasilíutískunni ... eins og allar hinar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.7.2007 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.