Leita í fréttum mbl.is

Við erum greinilega ekki lengur lítil eyja norður í ballarhafi.

Með auknum tengingum og samgöngum verður að horfast í augu við það neikvæða sem fylgir því að ná því að vera eftirsóttur blettur á heimskortinu. Það er sem betur fer fullt af jákvæðum hlutum sem fylgir því að vera í hnattrænu sambandi en það sorglegast af öllu er VÆNDIÐ. Shocking

Hver tekur á þessu  lögreglan eða er hægt að fela þetta eins og ýmislegt annað innan ramma laganna?


mbl.is Rússnesk vændiskona send til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú er þetta löglegt að því er virðist.  Þvílíkar framfarir á Íslandi.  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2007 kl. 21:09

2 identicon

Það sem fólk gerir við sinn eigin líkama kemur okkur ekki við. Að banna fólki að gera eitthvað við eigin líkama (sama hvort það sé fíkniefnaneysla, vændi eða eitthvað annað) er skerðing á eignarrétti þeirra yfir eigin líkama. Það er sjálfsagt að berjast gegn mannsali enda er það augljós frelsisskerðing, en staðreyndin er sú að það er fólk þarna úti sem kýs að gera þetta.

Annars hefur vændi alltaf verið til og mun aldrei verða útrýmt, lög hafa mjög takmörkuð áhrif á það. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 21:22

3 identicon

kannski er hún líka að fjármagna píanónám dótturinnar og gerir þetta af ánægju, er það ekki viðkvæðið í  dag.  Æji þetta er svo brenglað eitthvað.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 23:28

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það er svo skrýtið að margir karlmenn virðast halda að þegar kvenfólk sé á móti vændi sé það vegna þess að við séum hræddar um kallana okkar eða eitthvað slíkt. Afhverju skilja þeir ekki að þegar einstaklingur selur líkama sinn er hann hægt og sígandi að fremja eigið sálarmorð. Viðar og Geir. Setjið ykkur í þessi spor. Þið mynduð hitta 5-10 karlmenn yfir daginn, klst í senn, og þiggja peninga fyrir. Haldiði að þetta væri atvinna sem þið mynduð velja ykkur?

Jóna Á. Gísladóttir, 11.7.2007 kl. 01:02

5 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Jóna.

Þú meinar 5-10 kvennmenn...

Svo ég tali fyrir sjálfan mig, þá myndi ég frekar kjósa þá vinnu sem ég er í.

En það þýðir samt ekki að allir karlmenn hugsa eins og ég.

Þið konur hafi kannski einhverja svona taug á milli ykkar, einhverja samvitund þar sem þið deilið tilfinningum og löngunum.

Þið eruð flóknar, þannig að ég gæti alveg trúað því hehe...

Það eru nú sumir karlmenn sem fíla að láta konur píska sig til.

Það er eitthvað sem ég get ekki skilið og myndi aldrei stunda, það er sálarmorð og dregur úr sjálfsímynd manna... eða hvað?

"Það eru ekki allir fullkomnir eins og ÞÚ"

Baldvin Mar Smárason, 11.7.2007 kl. 01:23

6 identicon

"Setjið ykkur í þessi spor."

Been there done that elskan mín.

Annars er fleira en bara vændi sem fólk neyðist til þess að vinna við. Ég þekki fólk sem gat ekki klárað framhaldsnám vegna erfiðleika í lífinu og er fast í matvöruverslunum, sumir hreinlega hata vinnuna sína en neyðast til þess. Eigum við ekki að bjarga fleira fólki en bara vændiskonum? Helst bara öllum sem eru ekki með háskólagráðu og í fínu skrifstofustarfi. Hvernig eigum við að redda öllu þessu fólki hundruðir þúsunda á mánuði án menntunar?

Kannski bara að sleppa því að þvinga siðferði yfir annað fólk og hafa frjálst val þegar kemur að atvinnu? Ef fólk vill taka áhættu fyrir sig sjálft að verða fyrir sálarmorði þá verður bara að hafa það.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 02:19

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Geir og Viðar. Vændi fylgir mansal, eiturlyf, barnaklám, ofbeldi sem snýst fyrst og fremst gegn konum og börnum. Út frá þessu vil ég ræða þessi mál við þá sem áhuga og getu hafa til þess. Ég er hér á blogginu til að hafa ÁHRIF. Þess vegna vek ég athygli á þessu máli og set jafnframt fram mínar skoðanir á því.

Ég hef takmakaða þolinmæði að eiga í rökræðum við menn sem ekki hafa sett sig inn í málin öðruvísi en að hafa slefað yfir klámblöðum á unglingsárum sínum eins og innlegg ykkar ber með sér.

Edda Agnarsdóttir, 11.7.2007 kl. 12:34

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Baldvin. Nei, ég meina 5-10 karlmenn. Þetta sýnir bara hvað þú ert úr takti við raunveruleikann. Karlmenn sem selja blíðu sína, selja hana í langflestum tilfellum til karlmanna. Hugsaðu nú og gerðu þér grein fyrir því að tilhugsunin fyrir konu að selja sig karlmanni er alveg jafn fráhrindandi og þér þykir hún.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.7.2007 kl. 12:59

9 identicon

Bankastarfi fylgir peningaþvottur, skattasvik, hvítflibbaglæpir, þjófnaður og almenn græðgi sem snýst fyrst og fremst gegn verkamönnum og lágstéttarfólki. Út frá þessu vil ég ræða þessi mál við þá sem áhuga og getu hafa til þess. Ég er hér á blogginu til að hafa ÁHRIF. Þess vegna veg ég athygli á þessu máli og set jafnframt fram mínar skoðanir á því.

 Ég hef takmarkaða þolinmæði að eiga í rökræðum við fólk sem ekki hafa sett sig inn í málin öðruvísi en að hafa slefað yfir gullhringjum og bankabókum á unglingsárum sínum eins og innlegg þeirra ber með sér. 

Afsakið, ég bara stóðst ekki mátið. 

Mótsögn (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 13:02

10 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

til Jóna Á. Gísladótti

Ertu semsagt að segja mér að allar vændiskonur séu Samkynhneigðar :/

Leggja það að jöfnu að ég sofi hjá karlmanni og að gangkynhneigð kona sofi hjá karlmanni.

Þú ert sérstök kona...

Baldvin Mar Smárason, 11.7.2007 kl. 19:25

11 identicon

Svo má ekki gleyma skóframleiðslu...

Á fjölmörgum stöðum í heiminum er notað barnaþrælkun við slíka framleiðslu. Er það réttlæting fyrir því að banna skó almennt? Er ekki eðlilegra að berjast gegn því beint í stað þess að banna allt sem gæti hugsanlega tengst því?

"Ég hef takmakaða þolinmæði að eiga í rökræðum við menn sem ekki hafa sett sig inn í málin öðruvísi en að hafa slefað yfir klámblöðum á unglingsárum sínum eins og innlegg ykkar ber með sér."

Þegar ég sagði "been there done that"(afsakið slettuna) þá var ég að meina meira en að skoða klámblöð sem unglingur.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 19:26

12 identicon

Hnattvæðingin er orsök alls ills - án hennar væri engin fátækt og örbirgð, engin hungursneyð, engin stríð, engin mengun og hitastig á jörðinni væri alltaf nákvæmlega eins ár eftir ár. Nú hefur vændi bæst í safn þess sem varð til síðustu ár samhliða hnattvæðingunni. Vændið er síðan eina forsendan fyrir mannsali, án vændis væri ekki mannsal. Þar af leiðandi er vændi mannsal. Mannsal er samt ekki vændi einhverra hluta vegna.

Fyrir hverja er svo vændið? Jú, gamla, feita, sveitta, ógeðslega karla - enginn annar kaupir þjónustu mannseldra vændiskvenna. Hvað gerðu þessir menn fyrir hnattvæðinguna? Spiluðu lúdó?

Allir þeir sem telja að fólk (konur meðtaldar) eigi að fá að velja sjálft hvort það selur blíðu sína eru bara ógeðslegir, feitir, sveittir, gamlir karlar sem vita ekkert skemmtilegra en að systur þeirra og dætur selji sig fyrir smámuni í skítugu herbergi í ónýtu húsi í olíuflæðandi iðnaðarhverfi í Austur-Evrópu. Nei, hinn eini sanni sannleikur um vændi kemur frá pólitískt rétthugsandi fólki sem er betur fallið til að ákveða hvað fólk vill gera en fólkið sjálft, sérstaklega konur. Konur eru ekki færar um að taka sjálfstæðar ákvarðanir ef ákvarðanirnar eru gegn pólitísku rétthugsuninni, þá er nefnilega verið að þvinga þær eða búið að heilaþvo þær með misþyrmingum í æsku, eða að minnsta kosti pynta þær andlega með tískublöðum. Tískan er nefnilega ástæðan fyrir þessu öllu, hún er upphaf hnattvæðingarinnar. Hverjir stjórna svo tískunni? Ekki konurnar eða hommarnir sem ákveða hvað er í tísku, búa til fötin eða gefa út tískublöðin. Nei, á bak við tjöldin eru nefnilega gamlir, sveittir, feitir, ógeðslegir karlar sem vilja bara fá að sofa hjá systrum hvors annars gegn gjaldi.

Konur geta ekki hugsað sjálfstætt, nema í hjörð. Án hjarðarinnar getur kona ekki tekið ákvörðun um eigið líf eða eigin líkama. Hjörðin er forsenda pólitískrar rétthugsunar og án hennar er engin ákvörðun sjálfstæð. Án hjarðarinnar er konan eins og barið dýr, gerir bara það sem gamli, sveitti, feiti, ógeðslegi bróðir hennar segir henni að gera og ef það er að fara á milli landa og selja sig ódýrt gerir hún það möglunarlaust því hún hefur ekki hjörðina til að taka ákvörðun um að hún vilji það ekki.

Gulli (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband