Leita í fréttum mbl.is

Dýralíf

Hrund dóttir mín var að hringja frá Sverige og segja mér sögur af dýrunum. Það sem er svo yndislegt fyrir börnin er þetta fjölbreytta dýralíf.

Fyrir tveimur dögum gekk nágranni þeirra, ófrísk kona á sandölum fram á höggorm í garðinum sínum og hljóp inn og fór í stígvél og skipaði manninum að fara út í stígvél að koma kvikindinu burtu. Nú upphófst leit af höggormi í háu grasinu og Guðni maður Hrundar komin til hjálpar, höggormurinn var hansamaður og settur í háf og öll börnin í hverfinu kominn til sjá. Margir höfðu aldrei séð höggorm í návígi og Hrund var alveg hissa á því hað hann væri stór. Nú, svo hófst einhver rekistefna um það hvað ætti að gera við kvikindið, sumir vildu drepa hann  en þá mætti einn nágranni til viðbótar og sagði að þeir væru friðaðir í Svíþjóð. Guðni og nágranninn settu því orminn í stóra fötu og spítur yfir og gengu með orminn út í skóg og slepptu.

Umræðuefni heimilisins þessa dagana er mikið um dýr og lifnaðarhætti þeirra og búsetu. Jón Geir tvíburi 3 ára spurði mömmu sína hvar ormurinn ætti heima?

Úti í skógi sagði mamma hans.

Afhverju var hann ekki heima hjá sér ?

Annað dýr hafði komist í sjálfheldu í garðinum þeirra nokkru fyrir þennan atburð, það var broddgöltur. Guðni fór í hanska til að ná honum og hleypa honum út úr garðinum, þar var líka annað dýr skoðað í návígi börnunum til mikillar gleði, allavega tvíburunum Eddu og Jóni Geir en Ylfa Eir er ekki eins hrifin enda er hún orðin meiri dama sex ára. Hún hljóp bara til og náði í heimilishundinn og hélt á honum í bæði skiptin til að verja hann þessum ófögnuði.

En á meðan broddgeltir eru til  éta þeir höggorma svo það færi betur á því að bílar stoppi fyrir broddgöltum og hleypi þeim yfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ormarnir ógurlegu í Sverige voru stöðug uppspretta ótta og áhuga hjá dætrum mínum í denn.  Broddgeltir eru einfaldlega svakaleg krútt.  Mín yngsta skartar nafninu Sara Hrund.  Flottastar Hrundirnar okkar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 15:11

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ha átt þú Hrund? En gaman. Presturinn setti reynar út á nafnið hjá mér, hún heitir Hrund Ýr og honum fannst of mikill hrynjandi í nafninu!

Edda Agnarsdóttir, 16.7.2007 kl. 18:31

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Prestar eiga ekki að vera að skipta sér af nafngiftum.  Þegar Saran var skírð í Svíþjóð, tryllist söfnuðurinn af hlátri þegar presturinn sagði hátt og skýrt "Sara Rund" svíarnir geta ekki sagt hr..  Það hjálpaði upp á að Saran var með afskaplega miklar bollukinnar. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2007 kl. 09:51

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Je I now - þetta er viðstöðulaust vandamál með mína!

Edda Agnarsdóttir, 17.7.2007 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband