Leita í fréttum mbl.is

Edinborgarhús, Bolafjall, Skálavík og Ísafjörður.

Í Edinborgarhúsi er flottasta kaffihús á Íslandi í dag, við viljum helst bara vera hér, nú sit ég hér með tölvuna og blogga en það er ekki hægt á Hótel Eddu nema staðsetja sig í lobbíinu í sófa og ég nenni því ekki. Edinborgarkaffihúsið er rekið af Helgu Völu f.v. bloggvinkonu en hún er farin yfir á Eyjuna. Snúran á myndavélinni gleymdist heima og get ég því miður ekki sett myndir inn en kannski seinna.

Upp á Bolafjall fórum við í morgun, bara ótrúlegt hvað gert er í þágu hernaðar - en við njótum góðs af veginum og útsýnið er óþægilega ægifagurt. Stundum verð ég hrædd við náttúruna. Þaðan fórum við til Skálavíkur, sögusvið Heimsljóss.

Halldór Egill, það er hægt að fara þangað á venjulegum fólksbíl, þetta er bara eins og gömlu sveitavegirnir!

Bærinn Ísafjörður er ótrúlega sundurleitur í byggingastíl en ekki í skipulagi, samt svo stabilseraður og fallegur. Það er stanslaust hægt að finna hús frá 1780 til dagsins í dag

Á morgun förum við frá Ísafirði áleiðis til Tálknafjarðar og tökum einhverja fleiri firði í leiðinni.

SKJÁUMST


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég hef einu sinni komið til Ísafjarðar. Ægifagurt en ég held mér þætti ég ansi innilokuð á veturna.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.7.2007 kl. 22:36

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef aldrei á vestfirðina komið.  Á það eftir.  1000 kossar og góða skemmtun á ferðalaginu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2007 kl. 00:06

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góða ferð áfram. Taktu vel eftir gróðursældinni í Dýrafirði, þar er skjólsælla en víða annarsstaðar á fjörðunum. Í botni Dýrafjarðar eru ræktaðar plöntur sem almennt ekki þrífast á okkar breiddargráðu og það er vegna þess að vindurinn fær ekki að drepa niður gróðurinn. Það hefur aldrei fallið snjóflóð í Dýrafirði!

Marta B Helgadóttir, 20.7.2007 kl. 01:13

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hlakka til að sjá myndir frá þér - þó síðar verði.

Marta B Helgadóttir, 21.7.2007 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband