27.7.2007 | 11:56
Kaupmannahöfn
Fríið er búið að vera góður tími til að átta sig á þeirri stresslosun sem ábyrgðarleysið er. Fríið heima er aldrei frí, þú ert heima hjá þér og þarft að hafa augun á hinu og þessu.
Ég er búin að gera ótrúlega skemmtilega hluti. Fyrst fór ég á tónleika með Steely Dan (var boðið) þeir voru ótrúlega góðir og samhæfingin þar í lagi. Þeir voru dáldið jazzaðri en á plötunum - en það var bara betra fyrir mig. Þeir voru með örfá lög á prógramminu sem ég þekkti eins og; Peg, Bad Sneakers, Boodisattva, My Old School og Dirty Work en þeir tóku ekki Babylion Sisters.
Christania er alltaf jafnvinsæl, ég hef komið nokkrum sinnum þangað en mannurinn minn hafði aldrei komið svo ég fór að sýna honum. Honum fannst þatta það merkilegt að hann fór einn daginn eftir í nánari rannsóknarleiðangur.Eftir Christaniuleiðangurinn fórum við að borða á RizRaz, það er tveir staðir til í miðbænum og alltaf jafn gott að fá sér mat þar, ódýr og góður.
Louisiana safnið var skoðað á miðvikudaginn, þangað hafði ég aldrei komið en mannurinn minn hafði komið þangað áður. Þetta er svo gríðalega stórt svæði bæði úti og inni að við við komumst mismikið yfir allt. Þar eru margar sýningar í gangi og bar hæst sýningin frá Kína "MADE IN CHINA" sem samanstóð af málverkum, ljósmyndum, vídeóverkum, skúlptúrum, innsetningum og bíómyndum. Margt annað hreif mig eins og ung listakona frá USA Julie Mehretu sem hefur gert sérstakar myndir um sögu arkitektúrs eins og skipulag bæja, landlagsskipulag og ákveðna staði í hennar hugarheimi. Richard Avedon ljósmyndari (1923-2004) er sagður einn stærsti ljósmyndari Bandaríkjanna í dag. Hans myndir voru fyrst og fremst portret en hann hefur líka unnið sem tískuljósmyndari. Margar myndanna hans komu óþægilega við mann, sérstaklega ein sem er af þroskaheftum fullorðnum karl tvíburum sem ég hef séð áður líklega í blaði. Ég ætla þangað aftur.
Í gær fórum við á smá ráb í miðbænum. Eins og margir sem hafa verið nokkrum sinnum í Kaupmannahöfn þá fær maður nóg af strikinu og vill helst ekki vera þar. Lætin og hávaðinn er ótrúlegur miðað við það að um leið og þú ert komin smá til hliðar við það eru rólegheitin dásamleg. Við fundum sund af strikinu sem við höfðum ekki ratað í áður og vorum allt í einu komin í Pistolstræde settumst þar á verönd í kaffihúsi og fengum okkur kaffi og kökur. Þaðan löbbuðum við í áttina að Grönnegade og fundum búð sem er tileinkuð listakonunni Frida Karlo þar var allt í skærum litum og mikið í minjagripadúr um hana, mjög skemmtileg lítil hola. Í Grönnegade sáum við nokkrar "Kisubúðir" þær voru svo skemmtilegar en jafnframt dýrar, ein skóbúðin var með þvílikar gersemir að það hálfa væri nóg (fyrir Jenný) en verðið var eftir því, ballerínuskór á 25 þús. og stígvel á 70 - 110 þús., svo voru líka til fullt af veskjum og töskum. Mér sýndist þetta vera allt konungbornar konur þarna inni að versla. Ég er alltaf mjög seig við að ramba á svona staði og láta mig dreyma.
Meira seinna elskurnar - er á leiðinni út í Amagercentred að láta taka saum (nagla) úr skó eiginmannsins!
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Ég elska svona ferðasögur. Ekki verra ef þær eru frá minni elskulegu Köben. Ég er svo sammála þér með Strikið, svo þreytandi og fyrirsjáanlegt. Það er heilan fjársjóð að finna í götunum útfrá því. Hvað heitir skóbúðin? Hehe ef ég ætti marga seðla þá færi ég. Leiðinlegt að karlinn skyldi ekki komast í Christianiu meða hún var og hét. Merkileg tilraun og enn betri ef ekki hefði verið allt þetta dóp. Bíð spennt eftir framhaldi.
Smjúts (og takk fyrir kortið frá Ísó, ég hló mig máttlausa af fyrirsætunum).
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2007 kl. 13:21
það var ekkert annað !
Skafti Elíasson, 28.7.2007 kl. 01:49
Æðisleg ferðasaga - takk! Ég elska Steely Dan - hlustaði mikið á hann en það er oðrðið nokkuð langt síðan. Hefði sko alveg viljað vera þar með ykkur hjónakornum.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 02:04
Jenný ég man ekki nafnið á skóbúðinni. Fyrirsæturnar eru óborganlegar en því miður fann ég enga konur.
Nei ekkert annað Skafti minn, það kemur meira bráðum - rólex, eins og strákarnir mínir segja stundum við mig.
Anna ég held að ég hafi aldrei elskað Steely Dan, en þegar mannurinn var á sínum sokkabandsárum í hljómsveitum (m.a. með manninum þínum) þá tóku þeir Steely Dan lög, þannig þið hefðuð bara bæði átt að vera!
Edda Agnarsdóttir, 28.7.2007 kl. 16:31
Ballerínuskór á 25 þús???!! Skil hvað þú meinar með að ramba inn á svona staði. Ég held þetta þýði bara að við séum smekkkonur miklar.
Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 18:48
Já Jóna mín, svo er mar í mikilli afneitun því það má ekkert kaupa, een... ég varð að fara aftur til að vita hvað búðin heitir fyrir Jenný!
Edda Agnarsdóttir, 29.7.2007 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.