Leita í fréttum mbl.is

DK í dag. Hjólreiðakeppni og Feminismi.

Hér hefur vart verið talað og skrifað um annað síðustu daga en brottrekstur Michael Rasmussen hjólreiðakappa úr Tour de France. Dönsku blöðin sitja fyrir honum við heimili hans á Ítalíu og kveður svo ramt að, að hann er á flótta frá blaðamönnum og ljósmyndurum. Heimabær hans í Danmörku var búin að undirbúa heimkomu hans með stæl, bara svona eins og ein af okkar bæjarhátíðum, allir voru sigurvissir með hann og fólk á þessum slóðum er arga vitlaust eða mjög reitt hvernig farið var með hann. Hjólaklúbbur hans í Holbæk stendur með honum eins og einn maður og bíða eftir að hann jafni sig á áfallinu svo þeir geti festað með honum. Það sama gildir um hans nágrannabyggð á Ítalíu í Lazise við Gardavatnið.

Feministi er orð sem virðist vera orðið ein alsherjar ógn við stóran hluta fólks og sér í lagi margra karlmanna sem blogga hér og eins margra sem eru virkir í kommentakerfinu. Það sem mér finnst svo merkilegt við það er; að jafnrétti er ekki eins ógnandi þótt að orðin segi það sama eða alltént kvenréttindi.

Hér í Danmörku eru feminismi ekki lengur bundin við okkar vesturlensku menningu heldur hafa muslimakonur skorið upp herör gegn fordómum vesturlanda á klæðaburði þeirra og siðum í nafni feminista.

Asmaa Abdol-Hamid er ung kona sem vinnur sem þáttastjórnandi á danska sjónvarpinu. Hún er innflytjandi frá Palestínu og kom hingað 1986 þá fimm ára ásmt fjölskuldu sinni. Þegar hún var 14 ára byrjaði hún að ganga með slæðu og í fötum sem hylja nær allan kroppinn. Hún er menntaður félagsráðgjafi og samfélagsrýnir og er fyrsti muslimski þáttastjórnandinn í danska sjónvarpinu. Hún hefur setið í bæjarráði Óðinsvéa fyrir flokk sem kallast Enhedslisten og nú er hún komin inn á þing fyrir sama flokk og þar blæs hressilega um hana eins og annars staðar. Hún hefur sett sig upp á móti stefnu Dana varðandi Írakstríðið og líkt andstæðingum stríðsins í DK við andspyrnuhreyfingu Dana í síðasta stríði. Danir eru ákaflega viðkvæmir fyrir þessu og hún hefur fengið harða gagnrýni til baka. Hún var talsmaður 11 muslimskra samtaka í tengslum við niðurlægingu vegna birtingu skrípamyndar af Muhammed í Jyllands-Posten. Kvennasamtökin "Kvinder for Frihed" mótmæltu til danska sjónvarpsins þegar hún birtist á skjánum í muslimafötum með því að senda inn 500 undirskriftir þar sem þær töldu að klæðaburðurinn eða fyrst fremst höfuðbúnaðurinnn væri ógn og kúgun á rétti kvenna. En Asmaa Abdol-Hamid svarar fullum hálsi og segir að trúabrögð geti bæði verið muslimsk og femenísk.

Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir frábæran, fræðandi pistil. Auðvitað þrífst feminismi allsstaðar þar sem misrétti er fyrir hendi.  Hann er bara ekki alltaf á sömu forsendum og hjá okkur vestrænu konunum.  Mjög fróðlegt að fylgjast með kvennabaráttu muslimskra kvenna enda marg sem brennur á þeim.

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2007 kl. 13:53

2 identicon

Segi eins og Jenný, þetta er þvílíkt góður og fræðandi pistill. Bíð spennt eftir að lesa meira.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 19:43

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður pistill Edda. Hlakka til að lesa meira.

Marta B Helgadóttir, 29.7.2007 kl. 21:14

4 identicon

Hæ Edda mín, öfunda þig af því að vera í Köben þrátt fyrir leiðinlegt veður.  Hér er bara yndislegt veður áfram.  Allir slegnir hérna heima yfir atburðum helgarinnar.  Morði, ofbeldi og umferðarslysi sem endaði í dauða.

Veit ekki hvað skal segja um þennan pistil.  Mér finnst nú ansi margir í veröldinni vera að þjóna eigin lund.  Trúi ekki svo mikið lengur á hugsjónir.  Við vorum einmitt að ræða það hjónin hvort að Alverksmiðjurnar gætu ekki verið með þessa mótmælendur á sínum vegum til að eyðileggja ímynd mótmælenda, hvað veit maður lengur.

Við erum núna að horfa á þátt um Kennedy, um sjúkdóma hans og lyfjaát.  Ég er líka lasin og þá verður maður kannski frekar svartsýnn.  Eftir þennan þátt held ég að Kennedy hafi verið drepin vegna lyfjaáts og sjúdóms sem hefði dregið hann til dauða frekar en nokkuð annað.  Hað veit maður.

 Kveðja af Skaganum

Borghildur

Borghildur Jósúadóttir (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 21:39

5 identicon

Rasmussen fékk það sem hann átti skilið, enda var hann einstaklega mikill klaufi. Varðandi Asmaa Abdol-Hamid, þá er maður alveg á báðum áttum varðandi þennan slæðu og kuflaklæðnað. Fyrir mér er þetta kúgunartæki en það getur verið misskilningur. Æsingurinn varðandi skopmyndirnar var múslimum í Danmörku ekki til framdráttar. Persónulega fannst mér sumar ansi fyndnar og mín vegna megi múslimar  alveg grínast með vestræna guði ef þeim sýnist svo , ég held áfram að kaupa bensínið af þeim.  En fer ekki að hætta að rigna þarna í Danmörku?

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 23:32

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já Jenný, þessi kona neitar líka að taka í hönd karlmann, þannig að hún heilsar ekki körlum með handabandi.

Borghildur mín þetta er ekki ábætandi þessar sorgarfregnir ofan í lasleikann hjá þér. Batnið þér sem fyrst.

Þorsteinn, þessi klæðnaður er orðið meiriháttar mál fyrir vesturlönd og er skemmst að minnast þess að í Frakklandi voru sett lög við banni á trúartáknum fyrir ca tveimur árum í skólum. innifalið í því var gyðingakollan, slæður múslima og stórir krossar hjá kristnum.

Takk fyrir kommentin Anna og Marta.

Edda Agnarsdóttir, 30.7.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband