19.8.2007 | 11:51
Reykjavíkurkoppurinn - Snæfellsnesið
Er á leiðinni á Snæfellsnesið. Skoða ber og fleira. Það er allavega gott að komast í þögnina eftir erilinn í þann stutta tíma sem ég dvaldi í Reykjavík í gær og pirraði mig yfir hlandlosun karlmanna á gangstéttum og auðvitað húsum. Karlmenn míga utan í hús eins og hundar og svo lekur hlandið niður á gangstéttir þar sem skórnir manns verða hlandblautir.
Þá vil ég frekar 20 hunda mígandi á móti einum karlmanni.
Annars eru til blómabeð og trjábeð þar sem hægt er að hafa mun snyrtilegri þvaglosun þótt ég sé ekki að mæla með því. Hvað gera konurnar? Afhverju í fjandanum er verið að segja og kenna litlum drengjum að þeir megi pissa næstum allsstaðar? Ég man eftir tveimur litlum drengjum (bræður) sem migu á tröppur og veggi í fjölbýlishúsinu sem þeir áttu heima í - þegar foreldrum var gert viðvart, þá var svarið eitthvað á þessa leið, "þetta eru nú bara litlir strákar" (svo kjut þessar elskur) eða þannig.
Þannig að nú ætla ég á Nesið þar sem dýrin pissa á sinn hátt í náttúrunni og engum til skaða.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Ég tek undir með þér í þessum pissupælingum - það er algerlega óþolandi að fullornir menn séu gangandi með þetta annar ágæta líffæri eins og garðúðara upp um allar trissur.
Páll Jóhannesson, 19.8.2007 kl. 12:36
haha Edda gastu ekki bara klippt á hjá köllunum, þá passa þeir sig í framtíðinni. Annars held ég að þetta hafi nú minnkað. Nema kannski hjá ofurölvaða liðinu sem er að undir morgunn. Varstu kannski lengi úti í gærkvöld/nótt?
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 15:55
Þetta hefur samt lagast með árunum, Edda. Þegar ég var unglingur, pissuðu sumir inn um bréfalúgur. Það má alveg hlægja að því núna.... löngu búið að þrífa það vonandi.
Anna Einarsdóttir, 19.8.2007 kl. 16:58
Ég fór í bæinn frá Akranesi kl. 15:30 cirka, það var sko málningarvinna hér á bæ og ég fór heim þegar Megas var að syngja Reykjavíkurdætur. Á þessum stutta tíma steig ég næstum í hlandpoll á gangstétt rétt fyrir neðan Hverfisgötuna við Klapparstíg svona ca kl. rétt fyrir átta og næst gengum við niður Laugaveg frá Klappastíg og upp Skólavörðustíginn og einn að míga utan í vegg á skóbúðinni Gull í Grjóti, (kannski þess vegna) þaðan lá leið mín upp úr og niður Leifsgötu í áttina að Klambratúni, á gangstéttinni hinum megin var hópur karlmanna (ð) einn tók sið út úr hópnum og hljóp upp að vegg gömlu Templarahallarinnar og meig, (kannski Þess vegna).
Edda Agnarsdóttir, 19.8.2007 kl. 19:55
Edda ég bjó í Þingholtunum um tíma í 80 ára gömlu gullfallegu timburhúsi sem eg hafði dundað við og dyttað að eins og það væri piparkökuhús. Menn LEYFÐU SÉR jafnvel að pissa utan í MITT hús og það þótti mér gróft
Marta B Helgadóttir, 19.8.2007 kl. 21:15
Sammála Edda.....óttalegur óþrifnaður kringum suma þessa karlmenn og reyndar hunda líka.......við kisurnar leggjum mikla áherslu á þrifnað ......ég er stoltur að tilheyra þeirri dýrategund...
kloi, 19.8.2007 kl. 22:13
Mér fannst ferlega gott hjá sjónvarpinu í fréttunum að sýna mynd af tveimur fullorðnum að pissa við húsvegg og svo þeim sem sleit upp blómin. Fínt innlegg í uppeldisumræðuna á heimilinu þeirra .
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 22:37
PS: Með fullorðnum átti ég við að þetta voru ekki smástrákar heldur strákar í kringum tvítugt.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 22:39
En hópurinn af körlunum á Leifsgötunni voru miðaldra og þar yfir.
Takk annars fyrir kommentin. Þett atvik er nóg fyrir mig til að eyðileggja þessa Menningarnæturtúra.
Edda Agnarsdóttir, 20.8.2007 kl. 00:01
Hey barnabarnið mitt býr á Leifsgötunni, andskotans. Í alvörunni þá finnst mér þetta svo lélegur stíll, svo mikill dónaskapur og skortur á velsæmi að mig langar að sparka í afturenda þegar ég sé svona.
Smjúts og takk fyrir fínan pistil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 00:30
LOL. Sorry ég er í kasti hérna. Almáttugur hvað þetta er ósmart. Ég hef einmitt passað upp á að kenna ekki þeim einhverfa að pissa í gras þó það hafi oft verið freistandi þegar klósett hefur ekki verið innan seilingar. Ég vil ekki sjá hann á fullorðinsaldri pissa út um allar trissur.
Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 01:05
Ég er sammála að þessi ljóti vani er pirrandi. Ég er svo vel staðsett að engin pissar utan í mína íbúð. Sögu heyrði ég af gamalli konu hér í bæ sem pissaði hvar sem hún var stödd og eitt sinn var hún að tala við yfirlögregluþjón hér í bæ. Lyfti hún þá upp pilsinu og pissaði yfir skóna hans. Þessi atburður mun hafa gerst um 1900 og eitthvað. En ég spyr er ekki bannað að pissa á almannafæri ?
olöf Pálsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 10:35
Ég er sammála þetta er meiri ósiðurinn hjá þessum blessuðu körlum. Ég er svo vel staðsett að ég hef aldrei orðið vör við að það sé pissað utan í húsið mitt. Eina góða sögu hef ég heyrt af gamalli konu hér í bæ sem tók upp pilsin og pissaði hvar sem var og eitt sinn er hún var að tala við yfir lögreglumanninn hér hafi hún lyft upp pilsinu sest á hækjur sér og pissað yfir blankskóna hans. Þessi kona var uppi fyrir mitt minni.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.8.2007 kl. 10:44
... sko, þetta má samt ekki vera þannig að blessuð borgarbörnin geti bara alls ekki pissað út í náttúrunni, því næst á eftir góðri brauðsneið með hunangi, þá er nú fátt betra en að pissa upp í hlýja sunnangoluna t.d. þegar maður er í veiði... ég var einu sinni með unglingi (strák) úr borginni að þvælast upp á fjöllum og hann þurfti að pissa... hann bara gat ekki hugsað sér að framkvæma þessa athöfn nema að hafa klósett undir... við keyrðum einhverja tugi kílómetra á næsta klósett til að bjarga málunum...
Brattur, 20.8.2007 kl. 15:44
Edda.... mig vantar emailið þitt ef þú ætlar á skákmót. Sendu mér póst á snilld007@hotmail.com. Takkes
Anna Einarsdóttir, 20.8.2007 kl. 15:48
Sammála þér Edda. Þetta er algerlega óþolandi. Ég danglaði aftan í þrjá á leið niður í miðbæ. Þeir bölvuðu mikið, en gátu náttúrulega lítið gert annað en klárað og ekki frá því að þeir hafi skammat sín oggulítið. Þeir voru ekki einu sinni drukknir og ekki neitt rosalega ungir heldur. Dóttursynir mínir hlógu rosalega og fannst afi sinn hetja dagsins.
Halldór Egill Guðnason, 20.8.2007 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.