Leita í fréttum mbl.is

Kanar og karlmannaþrif.

Þegar ég sá þessa frétt datt mér hug í rannsókn sem gerð var fyrir einhverjum árum í USA á tíðni krabbameina í leghálsi kvenna eftir því hvort þær ættu umskorin mann eða óumskorin. Niðurstaða rannsóknarinnar var þannig að konur sem áttu óumskorna karlmenn var hættara á að fá krabbamein í  leghálsi en konur umskorinna karla. Ástæðan ku vera húðfita sem safnast fyrir undir forhúð karlmanna og nefnist "smegam" sem er krabbameinsvaldandi. Ekki síst vegna þess er ástæða til að benda körlum eða öllu karlkyni á að þrifnaður hefur nokk mikið að segja bæði um hendur og undir forhúð svona almennt.

Fyrst kanarnir koma svona illa út úr þessu, sem eru annálaðir snyrtipinnar, hvernig ætli þetta sé þá með íslenska karlkynið?


mbl.is Bandaríkjamenn latir við handþvottinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Maður lærir nú eitt og annað af þér Edda mín. 

Anna Einarsdóttir, 17.9.2007 kl. 20:58

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er þetta ekki sjálfsagður hlutur?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.9.2007 kl. 21:13

3 identicon

Held ég hefði nú ekki áhyggjur af okkur, alla veganna ekki miðað við þessa jólasveina ;)

Karl (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 23:28

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Oj Edda, langar ekki að hugsa um skítuga karla.  Hehe.  Takk fyrir fróðleik.  Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 23:55

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ok, OK Edda. Got your point! Ma...ma...ma....bara ...Edda mín! Erum við samlandar þínir bara sóðabullur upp til hópa? Á maður kannski ekki að nota hendurnar til að þvo undir........ hummm.......annars hvaða húð er þetta sem þú ert að tala um?

Halldór Egill Guðnason, 18.9.2007 kl. 00:05

6 identicon

Halldór Egill góður  Segi bara: Hvort sem það eru mataruppskriftir eða uppskriftir að hreinni kynfærum karla fer kona alltaf fróðari héðan  - knús

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 00:55

7 Smámynd: Páll Jóhannesson

Atgygli verð pæling - já hér kemur maður ekki að tómum kofanum frekar enn fyrri daginn

Páll Jóhannesson, 18.9.2007 kl. 09:45

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Anna. Það er svosem ágætt að læra eitthvað nýtt ef maður getur nýtt sér það!

Heimir. Ég er ekki svo viss um að þetta sé sjálfsagður hlutur, ég hef aldrei heyrt mömmur eða þaðan af síður pabba segja við drenginn sinn, Nonni minn mundu svo að þvo þér undir forhúðinni!

Karl. Hvaða jólasveina?

Jenný. Sumum finnst víst skítugir karlar sexý - sel það ekki dýrara... (ein mýtan um þá blessaða)

Halldór minn. Enga viðkvæmni og ekki taka þetta persónulega! Margir íslenskir karlmenn eru sóðar en ekki nærri allir. Jú jú notaðu bara og aðrir líka hendurnar til að þvo þarna undir...

Anno. Ég er ekki kenna heimilisfræði fyrir ekki neitt!

Páll. Kofarnir mega aldrei vera tómir í Heimilisfræðikennslu.

Beta. Ég held bara að það væri þjóðþrif - aráð að taka skurk í þessum málum. Ætlum við feminístarnir verðum ekki að taka af skarið með þessar elskur eins og í öðru viðvíkjandi jafnrétti og þá jafnrétti í sjúkdómum líka?

Edda Agnarsdóttir, 18.9.2007 kl. 17:00

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég kenndi báðum mínum strákum að þvo sér undir for húðinni og fannst það lítið mál, þeir höfðu ekki pabba á þeim tíma ævinnar sem þeir þurftu að læra það.  Við erum heldur ekki með neinn tepruskap hér á bæ.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 21:15

10 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Misjöfn eru áhugamálin

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 18.9.2007 kl. 21:18

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sérkennileg rannsókn, ætli hún hafi verið kostuð af umskornum ??  Allt dettur mönnum í hug að rannsaka í henni Ameríku.

Marta B Helgadóttir, 18.9.2007 kl. 23:17

12 identicon

Heimilisfræði hefur greinilega miklu víðari merkingu en ég, gamli kennarinn, gerði mér grein fyrir - tíhíhíhíhí

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband