Leita í fréttum mbl.is

Sunnudagsmorgun, evran og konur.

Það er alltaf svolítið sérstakt að vera komin á kreik meðan aðrir í húsinu sofa. Það er allt svo kyrrt að ég get heyrt samlokuna mína mala og svei mér ef ég heyri ekki mismunandi mal, en þetta er nú samt bara viftan í henni blessaðri.

Fréttablaðið kom eldsnemma aldrei þessu vant og með niðurstöður úr símhringingakönnun gærdagsins, sem var spurning um inngöngu í Evrópubandalagið og upptöku evrunar. nú hafa skoðanir fólks breytst frá í janúar og mun fleiri vilja bæði evru og E-bandalag og í báðum tilfellum eru það konur í meirihluta. Þetta er bara vísbending um eitt og það er að við þurfum að fá konur til að stjórna þessu landi einu sinni.

Talandi um konur, dóttir mín vinnur þjónustustörf hjá flugfélagi um borð í flugvélum. Henni varð tíðrætt um svokallaðar "karlaferðir" til útlanda í boði fyritækja, svona eins og á fótboltaleiki, veiðiferðir, golfferðir og sitthvað fleira. Hún er oft hugsi yfir þessu, því það er eins og engar konur vinni hjá fyritækjunum. Hún á líka vinkonur sem vinna hjá sórfyrirtækjum og þær eiga það sammerkt að horfa upp á að fyrirtækin bjóði körlum í fyrirtækinu til útlanda í skemmtiferðir en konur fá ekkert.

Einhersstaðar sá ég nú nýlega frétt þess efnis að kannanir sýndu að karlar hefðu mun meira svigrúm í vinnu en konur, þeir segja bara; "þarf að aðeins að skreppa frá " á meðan konur þurfa að að útskýra sína fjarveru eða fá leyfi.

Niðurstaða: Karlar þurfa að leika sér og kunna það og því ekki að sleppa hendinni af þeim og leyfa þeim það í fullri alvöru en ekki að leyfa þeim að leika sér við stjórnvölinn hvorki í fyrirtækjum né ríki. Það er alltaf yndislegt að sjá karlanna setjast á gólfið í bílaleik eða að kubba á aðfangadagskvöldi eftir að börnin eru búin að taka upp pakkana með gjöfum sem karlinn valdi!

Konur eru ábyrgðarfyllri frá unga aldri og taka hlutunum með stóískri ró og eru löngu búnar að leggja leikföngunum - vitið þið annars um konur sem setjast eða leggjast á gólfið á aðfangadagskvöld og fara í Barbie eða dúkkulísuleik?

Kannski er þetta bara spurning um að viðhalda "leiknum" í okkur fullorðnum - skrýtið hvað karlar fá mikinn tíma og rými til þess!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Góðan daginn,

Ég var ein af þeim sem svaraði Fréttablaðinu, og það var já á línuna, og ef Óli gefur ekki kost á sér, þá vil ég fá Evu Maríu Jónsdóttir á Bessastaði.  Óskar yrði frábær forsetafrú þetta er frábært, vel gert og ágætlega menntað alþýðufólk, sem aldrei eru á forsíðum Séð og heyrt.

Ég vil að embættið verði góð landkynning, og þau hjónin eru frábærir húmoristar, og að mínu mati fyrirmyndar  og fjölskylduvænt fjölskyldufólk.  

Evruna: já

evrópubandalagið: já

kysi samfylkinunga, og er sammála þér Edda mín,

KONUR TIL VALDA!

vildi bara koma þessu á framfæri svona á sunnudegi, því hann merkir

Til sigurs!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.9.2007 kl. 12:16

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ætli þeir hafi hringt í alla í tattó klúbbnum? Þeir hringdu í mig. Smjúts.

Edda Agnarsdóttir, 30.9.2007 kl. 12:20

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Eitthvað samsæri??????????????, Við verðum að hafa varan á,

SMJÚTS!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.9.2007 kl. 12:23

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Edda þú ert frábær.  Svo satt hjá þér með "drengina" og leikina.  Við eru sko ekki í dúkkuleik á aðfangadagskvöld enda búnar að vera að læra umönnunarstörf frá því í vöggu.  Í minnu fjölskyldu hanga stelpurnar (systur mínar) inni í eldhúsi með mömmu og "drengirnir" þessi fulltíða sko, eru með playmo, járnbrautalesti og sollis á gólfinu.  Mismunun milli kynja frá blautu barnsbeini.  Arg.

Takk enn og aftur fyrir mergjaðan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2007 kl. 12:53

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Flottur pistill Edda. Þetta er mikið rétt með allar ferðir karlmanna á vegum fyrirtækja. að hitta kúnna erlendis í golfi eða slíku... allt til að byggja um góðan móral við kúnnana.

Svo eigum við konur erfitt með að ''réttlæta'' það fyrir okkur og reyndar mökum líka, að við séum að fara í sukkferð á vegum vinnunnar með fullt af karlmönnum.. æi veit ekki.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 14:46

6 identicon

Hef heyrt að þessar karlaferðir séu orðnar all svakalegar. það var einmitt frétt um þetta í Blaðinu í vetur og þá fjallað um þær ferðir sem Iceland Xpress markaðsdeildin var að bjóða í .  Þær voru víst þannig að giftir menn báðuzt undan því að fara með. Ef þeir ætluðu að vera giftir áfram, fyrir utan það að gestirnir tóku þurftu aldrei að taka upp veskið.

Þá fer maður að velta fyrir sér, hvað verðið hefur hækkað hjá Iceland Xpress og þjónustan versnað. Er ekki lággjaldaflugfélagið á rangri leið?

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 14:58

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jenný mín, takk fyrir komment.

Jóna, það er ótrúlega mikið um að starfsmannastaðir haldi partý án maka - það er minnsta kosti vel þekkt hér á Skaga. Og svo eru árshátiðir í útlöndum , en þá er makinn venjulega með.

Þorsteinn, ég hef verulega hugsað um þetta með lággjaldaferðirnar, ég kýs t.d. að fara fekar með Icelandair en Express, það munar svo litlu og þjónustan í við skárri hjá Iair.

Edda Agnarsdóttir, 30.9.2007 kl. 15:04

8 identicon

Ég fer alltaf með Icelandair ef það munar ekki þeim mun meira í verði. Bæði vegna þjónustunnar og svo er það plássið milli sæta. Þó það geti verið þröngt hjá Icelandair ,þá er að hálfu verrrrrra hjá Xpressinu. Svo það liggi við dónaskap.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 16:05

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er ekki sammála þessu með Icelandair og Expressinu,  Síðustu ferðir með Express, eru miklu betri en með gömlu Flugleiðavélunum, bæði betra pláss og betri þjónusta með Express. Express eru með miklu nýrri vélar, þú þarft bara að greiða fyrir matinn, en þú átt fyrir matnum og miklu meira fyrir mismunin sem það kostar að fara með gamla félaginu.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.9.2007 kl. 18:15

10 Smámynd: Páll Jóhannesson

Vona að skoðanakannanir af þessu tagi verði ekki leiðandi fyrir stjórnvöld. Meirihluti þjóðarinnar hefur ekki vit á því frekar enn stórhluti þingheims hvort þetta sé skynsamlegt eður ei. Ef eitthvert vit væri í stjórnmálamönnum landans þá fengju þeir óháða sérfræðinga sem hafa vit á þessum málum til þess að gera alvöru úttekt á því hvað landinn ætti að gera. Kynna niðurstöður fyrir þjóðinni og spyrja svo. Það væri fúlt ef við myndum annað hvort hafna að taka inn eitthvað bara vegna þess að við höldum eitthvað eða höldum ekki eitthvað.

Sunnudagskveðja frá Akureyri

Páll Jóhannesson, 30.9.2007 kl. 22:27

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður pistill Edda.

Marta B Helgadóttir, 1.10.2007 kl. 00:30

12 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Ja sko ég er ein af þeim sem "leggst" á gólfið á aðfangadagskvöld ef þess er óskað...mér finnst svo gaman að gleðja stelpurnar mínar með því að leika við þær..

Annars er ég svo skrítin haha 

Ásta Björk Hermannsdóttir, 2.10.2007 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband