Leita í fréttum mbl.is

Föstudagur

Bara mjög þreytt í dag, eitthvað svona sloj, vonandi bara svefnleysi. Ég er orðin ansi súr yfir þessari rigningu daginn út og daginn inn, það er ekkert lát á þessu. Er að bræða það með mér hvort ég eigi að hundskast af stað til Reykjavíkur í leikfimi, langar mest upp í rúm að sofa. Get svo sem líka farið á morgun. það er líka alltaf nóg að gera hérna heima, fara í bankann, fara til sýsló til að sækja um nýtt vegabréf, kaupa í matinn, taka út úr uppþvottavélinni, taka út úr þurrkaranum, hringja í börnin, hringja í mömmu og pabba, hringja í systur mína, elda matinn, taka til og hafa áhyggjur af yngsta syninum sem er næturgöltur og er að slaufa skólanum, kom ekkert heim í nótt og er að ranka við sér núna eftir að hafa komið heim kl. 9 í morgun!

Hann er 19 ára, á mar annars að hafa áhyggjur? Errm Eru fimmtudagar kannski orðnir að föstudögum í dag?GetLost

Bara að hugsa jafnóðum í stílinn en ekki upphátt því það heyrir engin í mér.Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert ekki ein um að vera sloj.  Er ekki klædd enn þó skömm sé frá að segja og klukkan langt gengin í fjögur.  Fylgi ekki fötum eins og húsbandið kallar það.

Verkefnin eru ærin hjá þér Edda mín.  Hvað varðar soninn þá veit ég ekki svo vel hvað telst eðlilegt í djammálunum nú til dags, en ég var eins og varðhundur á mínum stelpum meðan þær gengu í skóla og þær voru ekki heima nema ærin ástæða væri til, hiti og flensur og þá var nánast allt upp talið.

En það var þá.  Hver veit.  Ég er amk. viss um að þú höndlar pilt alveg ljómandi vel.

Smjúts á þig dúllan mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 16:01

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég á verulega erfitt að gera eitthvað af viti á föstudagseftirmiðdögum. Best finnst mér að vera búin að versla og fara bara beint heim. Gott að leggja sig aðeins, fá sér bjór eða rauðvín og elda síðan. Ekkert merkilegra. Hundrað viltir hestar geta ekki dregið mig út á föstudögum!

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 5.10.2007 kl. 16:04

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hafðu það bara huggulegt Edda mín.... verkin fara ekkert frá þér. 

Anna Einarsdóttir, 5.10.2007 kl. 16:54

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk Anna mín, get ég sent strákinn í sveit til þín?

Kristín, það er einmitt það sem ég var að kaupa, fór út í vínbúð og keypti einn vefjargigtarbjór, lite Egils sem er aðeins 28 hitaeiningar og svo gaukaði afgreiðslustúlkan að mér Corona Extra sem ku vera góður með sítrónubáti eða sneið út í!  Sel það ekki dýrara...

Já Jenný, Svoleiðis regla ætti að vera nr. eitt tvö og þrjú - ég segi bara ef þetta væri mín einkaeign þá væri þetta öðruvísi.

Edda Agnarsdóttir, 5.10.2007 kl. 17:31

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara að vera löt, mjög næs í svona veðri, draslið sem bóndinn nennir ekki að laga til meðan ég er veik, bíður bara betri tíma. Eigðu ljúfa helgi.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 19:02

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Á föstudögum á maður bara að "hleypa úr" sér. Svona eins og jeppakallarnir gera við stóru dekkin til að komast lengra í snjónum. Minnka þrystinginn í svona 2 pund og fljóta þannig inn í helgina, slakur og fínn. Svo lengi sem 19 áringurinn gerir þetta ekki að vana að drattast heim klukkan 9 á morgnana, er ekki mikil ástæða til að hafa miklar áhyggjur, en ....er það ekki hluti af uppeldinu að hafa smá áhyggjur? Það sýnir, svo ekki verður um villst, að manni stendur ekki á sama. Þetta eru nú engin smá verkefni, þessar elskur.  

Halldór Egill Guðnason, 5.10.2007 kl. 20:25

7 Smámynd: Kolgrima

Þú hefur nóg að gera! Ég sé á þessari upptalningu að ég á eitt og annað eftir og ég sem hélt að ég gæti bara lagst fyrir!

Kolgrima, 5.10.2007 kl. 21:07

8 identicon

Mæli með sæng, kertaljósi og góðri bók við svona tækifæri. Farðu vel með þig. Ætla ekki að fara neitt að hrella þig en mín hálfsmánaðarflensa byrjaði frekar sakleysislega. Betra allavega að hafa vaðið fyrir neðan sig og vera bara heima. Knús til þín

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 00:11

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Farðu vel með þig Edda.

Marta B Helgadóttir, 6.10.2007 kl. 01:48

10 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það er svo skrítið með þessi börn að sama hversu stór og gömul þau verða, maður lítur alltaf á þau eins og lítil börn, er það í lagi, eða hvað veit ég? hafðu það sem allra best 

Páll Jóhannesson, 6.10.2007 kl. 11:01

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já það er satt Páll, þetta er eilífðarvandamál.

Takk öll fyrir innlitið!

Edda Agnarsdóttir, 6.10.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband