6.10.2007 | 20:52
Í fyrsta lagi skil ég ekki nafnið Reykjavík
Energy Invest, afhverju enska? Í öðru lagi hvað þýðir "allt að 300 þúsund krónur að nafnverði á genginu 1,28" hver skilur þetta? Og í þriðja og síðasta lagi, afhverju samþykktu stjórnarmenn ekki 250% launalækkun fyrir stjórnarstörf?
Svar óskast.
Samþykkt að endurskoða sölu á hlutabréfum í REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Þeir ná ekki kúlinu nema þeir séu með útlent nafn, gengið 1.28 í dag vonandi 5.7 eftir x langan tíma þá selur liðið og græðir mismuninn. 250% com on þeir sem eru nú svo hógværir eða þannig.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.10.2007 kl. 21:05
Þeir stefna að heimsyfirráðum eða dauða, hvorki meira né minn. Hamra og hamra járnið meðan það er heitt.
Kveðjur,
Græðgisvæðingarnefndin
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 21:42
Leit við hjá þér Edda
Þetta er hið furðulegasta mál í alla staði og margir reiðir sem eðlilegt er
Marta B Helgadóttir, 6.10.2007 kl. 23:01
Edda, ef þú átt eitthvað erfitt með að skilja þetta, skaltu spyrja hann Halldór, hann er sérfræðingur klúbbsins í svona málum
Arnfinnur Bragason, 6.10.2007 kl. 23:04
Þakka þér fyrir Anna. Ef ég skil rétt þá þýðir nafnverð sinnum 1,28 og þá er sú uppæð komin sem má kaupa fyrir? Og það eru þeir sem vinna hjá fyrirtækinu sem mega kaupa?
Vinnur þú þar?
Edda Agnarsdóttir, 6.10.2007 kl. 23:22
Já þetta er stórlega brenglað en líka karllægt þ.e.a.s. kúltúr karla er staðreynd sem verður að endurskoða - konur komast hvergi nálægt þessu! Spurningin er þá afhverju? Jú - ég segi af því að þetta er ekki kvennakúltúr og þess vegna eru þ´r ekki með sem betur fer.
Edda Agnarsdóttir, 7.10.2007 kl. 00:53
Auðvitað hefur þetta ekkert með kyn að gera. Þetta eru einfaldlega þeir einstaklingar sem hafa verið að leiða þessi alþjóðlegu verkefni undanfarin ár og þeir sem þegar hafa verið ráðnir til REI til að leiða verkefnin næstu árin. Það er verið að reyna að vinna að því að samkeppnisaðilar bjóði ekki í þá á næstu tveimur árum og þeir segi já. Líkurnar á því að erlendir samkeppnisaðilar bjóði í þessa tilteknu einstaklinga á næstu tveimur árum myndi ég telja næstum því 100%. Við skulum vona að þessi heimskulega umræða og sú ákvörðun sem tekin var í dag leiði ekki til þess að við missum þetta fólk til erlendra fyrirtækja sem ekki er haldið niðri af stjórnmálamönnum sem hugsa bara um fjölmiðlatímann sinn þá og þá vikuna.
Reykjavik Energy Invest er á ensku vegna þess að þetta er fyrirtæki sem á að starfa á erlendum mörkuðum en ekki á Íslandi. Reykjavik Energy er enska heiti Orkuveitu Reykjavíkur. Það heiti er mjög þekkt í jarðvarmabransanum víða um heim og þess vegna hafa þeir ákveðið að nýta þann orðstýr sem þessir tilteknu menn hafa byggt upp í kringum nafnið á alþjóðavettvangi undanfarin ár.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 7.10.2007 kl. 02:01
Edda, af þessum 18 manna lista sem var gerður upphaflega , þar á meðal Rúnari Hreinssyni sem starfar sem skemmtanastjóri hjá OR , þar var ein kona!!!!
Sigurður, hver heldurðu að koma til með að bjóða í Sigurð Hreinsson?? heldurðu virkilega að það sé eftirspurn eftir honum í orkugeiranum eða þá Eiríki Hjálmarssyni ef við nefnum dæmi. Þekkingin hjá OR sem auðmennirnir ásælast liggja ekki hjá þessum mönnum sem hefur verið hampað eins og fjármálastjóranum og Guðmundi Þóroddssyni, það geta allir leyst þá af. Þekkingin liggur í liðsheildinni og það verður ekkert boðið í hana alla.
Þetta mál er framsóknarflór frá a-ö með villa volga ívafi. Sem með sama áframhaldi í klúðri kemur til með að verða verzti borgarstjóri ever og þó víða væri leitað.
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 02:17
Sæl Edda:
Er sammála öllu sem hér hefur komið fram og það sem mér sýnist vera málið er að ef þú ert Sjálfstæðismaður þá færðu að kaupa annars ekki.
Magnús Paul Korntop, 7.10.2007 kl. 04:14
En finnst engum einkennilegt að borgarstjóri sé yfirleitt í erlendum fjárfestingum í gegnum eitt af félögum borgarinnar, burtséð frá öllu öðru? Er það virkilega hlutverk hans?
Kolgrima, 7.10.2007 kl. 04:34
Skamm á almenning sem ekki hefur vit á viðskiptum, með sínum lágkúrulegu athugasemdum um þessi réttindi valinna manna til að fjárfesta á hagstæðu gengi, þannig hefur fyrirtækið skaðast.
Já barasta skamm á okkur fyrir að skemmileggja þetta fyrir þeim!!!!! Ef við værum ekki svona vond og vitlaus hefðu þeir grætt meira.
Ég segi bara: hvers konar fjármálastjórn er það að sjá ekki fyrir að almenningur lætur ekki bjóða sér svona vitleysu? Er það ekki hlutverk stjórnenda að sjá þetta allt fyrir?
Kristjana Bjarnadóttir, 7.10.2007 kl. 11:01
Það er bara fjör hér. Því miður get ekki tekið þátt er að fara hitta konur sem sinna ýmsum viðskiptum í nútímasamfélagi og hafa gert athugasemdir í sínum stofnununum og fyrirtækjum með þetta svokallað alþjóðaviðskiptamál sem er verið a´lauma lúmskt inn á ýmsa vegu m.a. vill Versló fá að kenna á ensku!
Ég veit ekki betur en að fullt af fyrirtækjum ef ekki öll sem heita íslenskum nöfnum hafi líka enskt heiti vegna viðskipta á alþjóðavettvangi, hvaða kjaftæði er þetta að vera skýra ensk nöfn á íslensk fyrirtæki? Orkuveitan er alíslenskt fyrirbrigði og á að heita íslenskunafni.
Svo þetta með að þetta hafi ekkert með konur að gera! Ég gæti nú hlegið mig máttlausa ef þessi athugasemd frá Sigurði hefði birst hjá öðrum, en af því að hún birtist hjá mér þá vekur það ugg í brjósti mínu hvað vitneskjan um kynbundin yfirráð eru í mikilli afneitun.
Edda Agnarsdóttir, 7.10.2007 kl. 12:52
Mér sýnist auðvelt að íslenska þetta. REI gæti t.d. staðið fyrir Rán og Eignaupptaka að hætti auðmanna Íslands.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 13:11
OMG hvað ég er lost.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2007 kl. 13:22
Sigurður, ég ætla ekki að gerast hér einhver óeirðaseggur á síðunni hennar Eddu en ég get ekki orða bundist yfir þessum ummmælum þínum:
"Auðvitað hefur þetta ekkert með kyn að gera. Þetta eru einfaldlega þeir einstaklingar sem hafa verið að leiða þessi alþjóðlegu verkefni undanfarin ár"
Þessi rök eru alveg rétt hjá þér svo langt sem þau ná, sem er bara svo örskammt.
Hvað er eðlilegra en að fólk og þá sérstaklega konur, gagnrýni það að einvörðungu karlmenn hafi fengið tækifæri til að leiða slík alþjóðleg verkefni á undanförnum árum?
Marta B Helgadóttir, 7.10.2007 kl. 13:56
Edda mín! ég skil svo vel pælingar þínar. Þetta er skítugt mál frá A-Ö. Þessi Villi góði sem er jú ekkert góður bara hallærislegur gaur sem rembist eins og rjúpan við staurinn við að reyna breyta ásýnd sinni - ómæ god.
ég segi enn og aftur þetta er svo hallærislegt að það hálfa væri miklu meira en alveg nóg.
Páll Jóhannesson, 7.10.2007 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.