19.10.2007 | 20:16
Grunnskólakennarar eru orðnir lægstir í launum af öllum uppeldisstéttum.
Það er af sem áður var þegar Grunnskólakennarar fylgdu þingmönnum í launum og þá var líka oftast ein fyrirvinna á heimilum, en samt ÞINGMANNAKAUP.
Í dag eru laun kennara orðin að meðaltali 40 þúsund krónum lægri á mánuði en kaup leikskólakennara og ekki þykja þeir vel launaðir allavega hjá Reykjavíkurborg. En Leikskólakennarar eru vel að þessu komnir og mættu vera hærri þess vegna. Þroskaþjálfar eru hærri í launum en Leikskólakennarar og er það líka vel. Það sem er skrýtnast í þessu öllu er hvað kennarar hafa dregist aftur úr og miðað við samningagerðir í launamálum þá hef ég aldrei vitað til þess að hægt væri að semja um 40 þúsund á einu bretti, þannig að staðan er slæm.
Mér finnst að allar þessar uppeldisstéttir eigi að hafa sömu laun. Ég segi að grunnskólakennari eigi að hafa 490 þúsund í laun á mánuði.
Skólastjórar segja ekki lengur hægt að halda úti lögboðinni kennslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Ég er svo sammála þér! Það er löngu kominn tími til að gera vel við þau sem að sjá um menntun barnanna okkar frá leikskólastigi og áfram! Mér finnst þetta eitt að mikilvægustu störfum sem að unnin eru, því verið er að mennta börnin okkar sem að eru framtíð þessa lands.
Góða helgi !
Sunna Dóra Möller, 19.10.2007 kl. 21:46
Hvað skyldi það kosta á ársgrundvelli fyrir sveitafélögin að hækka laun kennara upp í svona 350þús? Þetta er með ólíkindum hvað stéttin lætur bjóða sér. En eins og meðferðarfulltrúin segir: Mér þykir leitt að þú skulir ekki meta mig að verðleikum, en ég ætla að bjóða þér að gera það áfram.
Góða nótt.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.10.2007 kl. 22:13
Hmm...hef unnið á leikskólum(7 ár-leiðbeinandi).Hef unnið í grunnskólum 7 ár,sem stuðningsfulltrúi og kennari.Er hætt í þessum geira og fer aldrei aftur þangað,ef Guð lofar.Launin...segi ekki meira um þau,en kröfurnar...ef launin væru jafnhá og kröfurnar sem gerðar eru til kennara væri gaman að lifa. Það ætti að gera eina önn í grunnskóla að þegnskyldu hér á landi.Kannski fólk myndi þá skilja við hvað er að eiga í þessu djobbi.
Guðrún Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 23:02
Frá upphafi til endis skólagöngu eiga kennarar barnanna okkar að hafa mannsæmandi laun fyrir ómissandi framlag sitt við að byggja upp framtíð hverrar þjóðar. Það er svo einfalt að ég skil ekki hvað stendur í veginum.
Takk fyrir þarfa færslu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 23:52
Ég er alveg sammála þér Edda Laun kennara eru alveg til skammar. Kennarar fara bara í önnur störf þar sem launin eru hærri. Ég á strák í grunnskóla og er hann í 6 bekk og er búinn að vera með 5 kennara á þessu tímabili mér finnst þetta öfug þróun. Sem foreldri þætti mér gott ef sami kennari gæti verið með bekkinn sinn allavega fyrstu 4 árin. það þarf að gera mikla breytingu í þessari stétt.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 20.10.2007 kl. 00:03
þetta er ótrúlega kvíðvænleg þróun. hvenær á að gera eitthvað í málunum? Ég bara spyr.
Jóna Á. Gísladóttir, 20.10.2007 kl. 00:45
Ég hef stundum velt fyrir mér hvort koma þurfi á því sem kallað var hér um árið „þjóðarsátt“ um að þurrka út gamlan forpokaðan þankagang gagnvart störfum kennara og þar með launum þeirra og þjóðin sammælist um að hækka laun þeirra margfalt, segi og skrifa margfalt. Það þýðir líka að fólk þarf að vera tilbúið til að líta á það sem séraðgerð sem ekki sé sjálfsagt að gangi í gegnum alla launaskala.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 11:33
Þetta endurspeglar svo vitlaust verðmætamat í samfélaginu, og samfélagið okkar er jú bara við - fólkið sjálft sem býr hérna.
Við erum tilbúin að borga svo og svo mikið fyrir ýmsan óþarfa, en ekki tilbúin að greiða þeim sem uppfræða börnin okkar mannsæmandi laun.
Marta B Helgadóttir, 20.10.2007 kl. 13:39
Mér finnst það algjör lágmarks krafa að þeir sem annast um og kenna börnum okkar séu á háum launum. Og fyrst ég er byrjuð þá er hjúkrunarfólk og þeir sem stunda umönnunarstörf á skítalaunum.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 21:48
Verdmætamatid er fokid ut i vedur og vind i allri grædgisvædingunni Er ekki alveg kominn timi a ad breyta thessari endaleysu? Thad eru nægir peningar til i ad laga thetta.
Halldór Egill Guðnason, 21.10.2007 kl. 20:34
Við bjóðum upp á þetta. Kvörtum en gerum þetta samt. Í fyrradag, var hent eggjum í stofugluggann minn, sennilega fyrir það eitt að reyna að hafa hemil á blessuðum nemendum mínum. Það er sennilega best að láta sér standa á sama um gengi nemenda sinna, leyfa þeim að vera með gos og nammi í tímum, teygja út úr sér tyggjóið og smella og blása framan í kennara, sýna Simpson annanhvern tíma og steinþegja, þegar þau taka köstin sín.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 21.10.2007 kl. 21:30
Sammála því að bæta laun kennara á öllum stigum.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 22.10.2007 kl. 13:00
Hækkum laun kennara og frystum launahækkanir hjá þeim tekjuhæstu.
Páll Jóhannesson, 22.10.2007 kl. 15:57
Það er tími komin á að endurskoða allt launakerfið. Það er til skammar þessi launamismunur sem orðinn er í landinu. Það virðast vera til nógir peningar, en ekki handa öllum stéttum. Þetta þarf að leiðrétta.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.10.2007 kl. 11:47
Sunna, ég er sammála því að þetta er mikilvægt starf. Í Kaupmannahöfn eru víða þessa dagana stórt hreyfi auglýsingaspjald með þremur manneskjum sem eiga að tákna kennara , hjúkrunarfræðing og leikskólakennara og fyrirsögnin er: Við stöndum saman eða við eigum samleið!
Ingibjörg, ég er kannski ekki alveg að ná þessu með meðferðarfulltrúann, er það eitthvað starfsheiti? 350 þús er of lágt! Ég ksnnast við svona eggjakast, það urðu nokkrir starfsmenn í öðrum skólanum á Skaga fyrir því fyrir nokkrum árum.
Guðrún, hef mjög sterkan skilning á þessu.
Jenný, hvað eru mannsæmandi laun eftir langt nám í skóla?
Ingigerður, já það væri draumur að hafa sama kennarann, en það er draiumur minn að það komi fleiri en rinn að umsjón bekkjar þannig að skörunin eða breyting verður ekki eins mikil fyrir börnin. Það sem er allra verst er nýr kennari - eða ö0lluheldur óþekkt andlit fyrir yngri börnin.
Jóna, kennarar sömdu af sér, finnst mér, í síðustu kjarasamningum og samningar verða ekki lausir fyrr en um áramótin og þá byrjar þjarkið og ég hef ekki trú á því að kennarar fari í verkfall þeir segja bara upp og eru þegar byrjaðir á því. Við misstum marga kennara í fyrra og þeir eru byrjaðir að segja upp núna.
Anna, ég hef nú ekki heyrt þessa hugmynd núna en hún er athyglisverð, ég hef verið þeirra skoðunar að kennurum vanti ímyndafræðing fyrir stéttina svo þeir nái betur til fjöldans, eitthvað hefur verið reynt og fór misjafnlega í kennara, þeir eru kannski líka dáldið erfiðir, láta ekki af stjórn.
Marta og það versta er að foreldrar yngstu barnana verða oftar en ekki uppvæg vegna fría í skólanum eða svokallaðra starfsdaga kennara en finnst jafnframt sjálfsagt að fara með börnin í frí á skólatíma. Það er mjög gjarnan litið til skólans sem geymslu eða pössunarstað fyrir börnin.
skoðaðu það sem ég skrifaði til Sunnu!
Já Halldór, það er til skítnóg af peningum!
Kristjana, ég vona að í framtíðinn verði þessi störf lögð að jöfnu!
Gísli, hvað finnst þér um að það fylgu þingmannalaunum?
Páll ég er ekki alveg inni á þessari frystingu, því venjulega er þetta hálaunaða fólk fyrir utan opinber störf, en sjáum til!
Elísabet, það er akkúrat það að yfirvaldið hefur engan áhuga á kennurum og þvílík niðurlæging sem síðasta verkfall var, algjör hunsun og ekki til vottur af virðingu fyrir réttindabaráttunni og eða starfsheitinu kennari.
Sveinn ekki veit ég hvernig svara á þessuöðruvísi en þannig að hjá því opinbera eru það lykilmenn og toppstöður eins og ráðherra, sendiherra,ráðuneytisstjórar, lögmenn í hæstarétti sem dæmi. Annars er það fólk sem vinnur hjá einkafyrirtækjum sem semur um laun og allir mennaðir eru ívið hærri en hjá því opinbera.
Ólöf, gott að sjá þig aftur. Ef þetta leiðréttist ekki í vetur verður mikill flótti úr stéttinni. Ég sé meira segja fyrir mér konur í kennarastétt já og karla fara heim og sinna heimili, því á þessum launum borgar sig varla að vinna ef það eru tvær fyrirvinnur.
Edda Agnarsdóttir, 24.10.2007 kl. 15:42
Takk fyrir að benda mér á þetta Edda mín. Kær kveðja í baráttuna
Ásdís Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.