Leita í fréttum mbl.is

STENDER AMAGER

Hágreiðslustofan  Stender í Amagercentret er stofa sem er ný endurgerð og breytt og þar þarf ekki endilega að panta tíma. Ég labbaði þangað spurði hvort ég gæti fengið hárþvott, háþurrkun og sléttað hárið, ég nennti ekkert að gera neitt fyrir hárið á mér áður en ég fór, ég hafði bara vöðlað því upp í teyju . Jú það var hægt hálftíma síðar.

Ég rölti niður á einn veitingastaðinn og fékk mér salat og vatn, þegar ég var búin var passlegt að rölta upp, þegar ég kom upp hugðist ég bara setjast, var snemma í því, en þá tók ég eftir því að það voru engin biðstofusæti svo ég stóð þarna, komin úr kápunni og vissi eiginlega ekki hvað ég átti að gera við mig, varð svona eins og hálfviti. Allt í einu sá ég fatasnaga og ákvað að fara þangað með kápuna og í því mætir mér stúlka og býður mér að setjast í einn stólinn við spegilinn sem var allur uppljómaður með perum á bakvið og er ég leit í spegilinn þekkti ég ekki sjálfa mig, ég var skorpin, hvít, með slit í húðinni öðrum megin við nefið og öll roðaleit á hökunni. Ég hugsaði að það væri bara best að halda áfram að vera hálfviti, ég er hvort sem er farin að heyra illa og hávaðinn inni var nægur til að afsaka enn betur heyrnaleysið. Stúlkan sagði mér að það kæmi til mín önnur til að sjá um mig og benti í áttina að gulrótarrauðhærðri stúlku (sko litað hár) og spurði hvort ég vildi kaffi. Stuttu síðar var stúlkan að tala við þá gultótarrauðhærðu og sú síðarnefnda var að þurrka hár á einum kúnnanum og kallaði eitthvað yfir til mín sem ég heyrði ekki, en ég bara kinkaði kolli.

Gulrótarrauðhærða stúlkan kom nú yfir og skoðaði hárið á mér og sagði mér að stúlkan myndi þvo á mér hárið og svo kæmi hún á eftir og sagði að hárið á mér þarfnaðist djúpnæringu það væri svo slitið og þurrt og það væri líka gott að klippa spíssana aðeins! Ég sagði bara já já allt í fína, það má líka alveg klippa meir ef þú hefur tíma, jú hún hafði tíma í það.

Þannig varð nú það að ég fór alsherjar yfirhalningu á mettíma, hárið þvegið með sérstöku höfuðnuddi, djúpnæringin sett í með enn meira nuddi alveg niður á herðar og síðan þvegið og skolað aftur. Þá kom gulrótarrauðhærða og tók til við skærin, þurrkuna og sléttujárnið, útkoman var fín og hún lofaði að hárið mundi haldast svona í fjóra daga og bætti við að þau hefðu notað þessi efni og kom með tvær flöskur til mín af shampói og næringu og sagði það henta mínu hári. Ég var í skýjunum með hárið og sagði bara já takk ég var hvort sem er nýbúin að taka út úr bankanum 1000 kr. danskar og bara búin að eyða 60 kr af því í salatið og það væri nú í góðu lagi að vera svolítið grand, það væri nú ekki svo oft sem ég færi á hárgreiðslustofu!

Reikningurinn varð 1136 kr. og auðvitað varð ég þá að nota Visa kortið og lét á engu bera. Ég hef ekki þorað að taka upp strimilinn fyrr en í dag aftur, en þessi gjörningur var framin í fyrradag.

Klip og Fon                                             498,00 kr

Kurbehandling SP med massage            198,00 kr

CLEAR MOISTURE Shampoo 300ml.        210.00 kr

CLEAR MOISTURE Conditioner 250          230.00 kr

ialt                                                         1.136,00 kr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki verið að skafa utan af því hjá þeim í hársnyrtibransanum í Danaveldi. Þarftu ekki áfallahjálp?  EN mikið svakalega hlýtur þú að vera flott og fín - hafðu það gott mín kæra

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:36

2 identicon

úfff hehe, kannski aðeins í dýrari kantinum eða hvað? en er þetta ekki allt í lagi á maður ekki að láta eitthvað eftir sér.  nuddið hlýtur að hafa verið fínt

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:45

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Du kan sige tak skal du har til konen

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 25.10.2007 kl. 21:39

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Þú hlýtur að vera svakalega fín. Það kostar nú sitt að halda sér til. Léstu ekki taka mynd af þér til að setja hér inn ?

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 25.10.2007 kl. 21:48

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rip of? nei örugglega ekki, ef þú ert ánægð þá er þetta bara æðislegt, en samt soldið í dýrari kantinum. Ef þú hefðir sleppt sjampó og næringu þá hefði þetta bara verið mjög eðlileg tala.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 22:16

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tony and Guy eru á útsölu sýnist mér eftir þetta.  Fer og knúsa þá fyrir að reka góðgerðarhárgreiðslustofu næst þegar ég kíki til þeirra og bið þá afsökunar á að hafa kallað þá okrara

En þú hlýtur að vera sæt og fín,

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2007 kl. 22:24

7 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ja hérna og déskotinn danskur.......Haltu samt áfram að njóta lífsins , og ef þú hittir Möggu þá bið ég að heilsa.....

Páll Jóhannesson, 25.10.2007 kl. 22:53

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Edda.: Ekki fór hálfur líter af sámpói og næringu í þetta allt saman? Ekki hissa þó þær rukki vel. Hljóta að hafa verið vel þreyttar af að freyða úr þessu öllu saman.

Halldór Egill Guðnason, 26.10.2007 kl. 08:53

9 identicon

Eins gott að sjampóið verði svo ekki tekið af þér í tollinum eins og ég lenti í... Þetta hlýtur að hafa verið Redken, náttúrulega rosalega gott.

kv. Signý

Signý Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 09:59

10 Smámynd: Arna Lára Jónsdóttir

Í þau þrjú ár sem ég bjó í Kaupmannahöfn þá notaði ég Íslandsferðirnar til þess að fara í klippingu. Þetta jaðrar við að vera rán. Njóttu dvalarinnar í Kaupmannahöfn.

Arna Lára Jónsdóttir, 26.10.2007 kl. 13:30

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

KRISTJANA, það er ég alveg viss um!

ARNA LÁRA, ég man líka eftir þessu þegar ég bjó í Árósum, annað hvort Ísland eða heimaklippingar.

SIGNÝ ég held að þetta sé eimitt Redken - en fyrr má nú vera. En ég set það í ferðatöskuna.

HALLDÓR þetta freyddi vel en nuddið var betra. PÁLL, ég hitti Möggu og skilaði kveðjunni

Edda Agnarsdóttir, 26.10.2007 kl. 21:55

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

JENNÝ stofurnar mínar á Skaganum er eins og Hjálpræðisherinn eftir þetta.

ÁSDÍS ég er ekki frá því að talan hefði nálgast því eðlilega ef ég sleppi að þvo hárið úr einhverjum dýrindis vökvum. Nei  ÓLÖF það var engin mynd tekin í tilefni af þessu! Gísli det har jeg sagt til henne smukke gulrodepige!

Edda Agnarsdóttir, 26.10.2007 kl. 22:05

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

BETA ég hef sko alveg notið þess að vera svona fín, vakna bara morgnana og þarf ekkert að gera! ÞORSTEINN jú ég held að það sé í lagi að dekra sjálfan sig eistaka sinnum ANNA, ég er allavega ánægð með mig og það er fyrir bestu, haðu gott um helgina

Edda Agnarsdóttir, 26.10.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband