Leita í fréttum mbl.is

Íbúð í Kaupmannahöfn.

Í Kaupmannahöfn er erfitt að finna íbúð á leigu, hins vegar er nóg framboð á íbúðum til sölu. Þær íbúðir sem seljast fyrst eru svokallaðar kaupleiguíbúðir eða eitthvað í líkingu við það. Er ekki kunnug reglunum, en það er t.a.m. Andels bolig. Það eru margir sem neyðast til, eða reikna það út, að kaupa íbúð sé jafnvel hagstæðara, en ekki eingöngu vegna leiguverðs heldur meira vegna þess hve erfitt er að fá leiguíbúð.

Sonur minn er 27 ára og býr í Kaupmannahöfn á stúdentagörðum ásamt kærustu sem er jafngömul honum og dóttur sem er hálfsannars árs. Hann kláraði námið sitt s.l. vor og kærastan fékk svo góða vinnu að þau vilja vera áfram í Kaupmannahöfn um sinn. Þau hafa leitað mikið að íbúð undanfarið í gegn um netið og auglýsingar og hafa fengið lítil viðbrögð. Danir eru orðlagðir fyrir það að svara ekki tölvupósti þótt beðið sé um samband í gegn um tölvupóst.

Er einhver sem veit af íbúð til leigu í Kaupmannahöfn, annaðhvort í eigu Íslendings eða Dana?

Leiguverð sem þau geta borgað er frá 6000 - 8000 þús danskar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vildi að ég vissi um eitthvað en því er nú ekki að fagna.  En bið  Einar um að tala við vin okkar búsettan til fjölda ára í Köben.  Sá gæti haft eitthvað uppi í handraðanum ef ég þekki hann rétt.  Læt þig vita.

Smjúts á þig

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2007 kl. 21:25

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk elskurnar Jenný og Kristjana að bregðast við þessu. Þau áttu að yfirgefa íbúðina 1. október og eru með einhverja framlengingu.

Ef þið heyrið eitthvað eða verði einhvers vísari að þá er ég líka í símaskránni. Allt er gott!

Edda Agnarsdóttir, 27.10.2007 kl. 22:30

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sonur minn er í leiguíbúð með kærustunni sinni þau eru svona ca. 10 min frá Strikinu, búin að vera þarna í ár og líkar vel, viltu að ég spurji hann, if so komdu þá inn á mína síðu og láttu mig vita. 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 00:52

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Mikið vildi ég að ég gæti orðið að liði, annars gangi ykkur vel í leitinni.

Páll Jóhannesson, 28.10.2007 kl. 10:53

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Því miður Edda, hef engin sambönd til að níðast á þarna

Velkomin heim sjálf.

Vonandi gengur þeim að finna hentugt húsnæði, það er alveg rétt sem þú ert að gera, það hefst með því að hafa allar klær úti, myndi gera það sama.   

Marta B Helgadóttir, 28.10.2007 kl. 15:47

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég veit ekki um neitt til lengri tíma. En mig minnir að vinkona mín ein hafi verið að tala um einhvern sem vildi leigja íbúðina sína í Köben til styttri tíma. Viltu að ég athugi hvort ég muni þetta rétt?

Jóna Á. Gísladóttir, 28.10.2007 kl. 22:56

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Edda sendu mér línu á jonag@icelandair.is

svo ég geti sent þér upplýsingar til baka. Ég er ekki viss um að þetta henti.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.10.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband