26.11.2007 | 20:37
Ég er leið yfir því að standa í þessu veseni með tölvuna mína , ég fékk hana fyrir tæpu ári og hún hefur aldrei verið alminnileg.
Hvað á maður þá að gera?
Nú er ég í tölvu sonar míns sem er sama tegund og hefur alltaf verið í lagi frá því hann fékk hana, en ég verð að segja að ég varð ekki par hrifin þegar hann fjárfesti í sinni eftir allt umstangið sem ég var búin að ganga í gegn um með mína.
Tölvan mín er einfaldlega gallað eintak og er ónýt, en þeir þráuðust við og sendu hana í viðgerð og eftir viðgerðina hefur tölvan ekki verið hreyfð úr stað af hræðslu við að eitthvað klikki!
Á morgun fer ég með tölvuna og það verður spennandi að sjá hvað þeir segja núna! Þetta er samlokutölva og ég fór með hana í fyrsta skipti út úr húsi í dag til að fara vinna á hana heima hjá dóttur minni í Rvk en ég þurfti ekk að taka hana upp úr töskunni því hún var með báðar sínar uppi við. Þegar ég kom heim neitar hún að kveikja á skjánum.
Hún er oftar en ekki lengi að vinna á netinu þótt allt sé í lagi hjá öðrum heimilismeðlimum í þeirra tölvum.
Vaá hvað ég get orðið fúl!
Eru ekki fleiri í fýlu út af tölvum?
Er ekki hægt að sameinast í eina fýlubombu hér á blogginu og setja upp neytendakönnun á tölvum?
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Hér á bæ eru tvær tölvur, báðar svo til nýjar. Lappinn og borðtölvan klikka ekki, sjö-níu-þrettán. Þú átt auðvitað að fá endurgreitt eða nýja í staðinn. Ekkert annað er boðlegt.
Knús á þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2007 kl. 21:19
Við erum með tvo lappa, sama merki, hafa ekki klikkað og erum bara hæst ánægð með gæðin. Maðurinn minn búin að eiga sína á fjórða ár og hún er enn í fínu standi eftir tvær straujanir og ég hef átt mína styttra og er mjög sátt!
Það er ekkert gremjulegra en þegar tölvan manns virkar ekki !
Baráttukveðjur
Sunna Dóra Möller, 26.11.2007 kl. 22:13
Ég fæ fráhvarf við tilhugsunina um að tölvan mín klikki. Um daginn slökknaði allt í einu á skjánum án þess að það væri á því eðlileg skýring. Ég fékk hjartslátt og alles, ekki með backup og sá fyrir mér margra mánaða vinnu farna út um gluggann. Sem betur fer var ekkert að (allavega hefur þetta ekki gerst síðan). ég tek undir með Jennýu, skila og fá nýja eða endurgreiðslu, ekki spurning!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 22:19
það vantar svolítið nöfn á þessar tölvur sem þið talið um. Ég er með 7 ára dell borð tölvu sem ég var að láta stækka virkar vel, síðan er ég með HP fartölvu síðan í júní og virkar vel. Ég er líka ánægð með þjónustuna hjá báðum þessum fyrirtækjum EJS og Opin Kerfi.Vona að þú fáir góða lausn með þína tölvu. Bestu kveðjur Ingigerður.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 26.11.2007 kl. 23:16
Ég er með tvo Dell lapptoppa ...svo ég bæti því við!
Sunna Dóra Möller, 26.11.2007 kl. 23:28
Fá endurgreitt eða aðra í staðinn. Ekkert raus með það. á að vera 2 ára abýrgð á þessu, nema hún hafi verið keypt gegnum fyrirtæki eða stofnun. Þá er bara eins árs ábyrgð.
Halldór Egill Guðnason, 27.11.2007 kl. 00:43
Um leið og maður getur varla verið án þessara verkfæra, drottinn minn hvað þær geta svo í aðra röndina farið í taugarnar á manni. Þegar þær bila er með ólíkindum hvað þjónustu aðilunum tekst að sneiða fram hjá ábyrgðinni, nei sko ábyrgðin nær ekki yfir...... ,,hva var rigning út, já, nei sko ef það hefði verið sól þá hefðum við".....ogsfrv.... Er nema von að það geti fokið í fólk?
Páll Jóhannesson, 27.11.2007 kl. 08:36
Æ , Edda mín, þvílíkt vesen og á þessum tíma árs. Vona bara að þessi mál lagist sem fyrst. Mér finnst að þú eigir bara að fá nýja og það strax.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.11.2007 kl. 11:20
Jæja elskurnar - ég er svo fegin að heyra hvatningarorðin og meðumkun því þá eflist ég tvöfallt! Takk fyrir allt peppið. Ég er búin að fara með hana og fæ að öllum líkindum nýja tölvu!
Maður ætti annars ekki að segja þetta því allt getur gerst!
ps. já mín tölva er hp! Sunna ég veit að Dell eru góðar!
sama
Edda Agnarsdóttir, 27.11.2007 kl. 13:30
Annars er einfaldast að vera með "Makka" frá Apple. Ekki vandræðin á þeim bænum get ég sagt þér Edda mín. Bilar bara ekki og nánast vírusfrítt. Get barasta svariða!
Halldór Egill Guðnason, 27.11.2007 kl. 14:23
Ég vann við HP í svíþjóð í mörg ár, ef þú byggir á norðurlöndum væri löngu búið að redda þér almennilegri viðgerð eða nýrri tölvu. HP er með þannig þjónustu allstaðar í heiminum.. nema á klakanum virðist vera. HP laptoppar eru í raun compaq lappar og eru fínar tölvur. en shit happens stundum.
Óskar Þorkelsson, 1.12.2007 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.