3.12.2007 | 16:16
Bleikur og bleikur litur í teppum, í orkugeislum, í klámi og ungbörnum!
Bleikur vann töltið á hestamannamóti Fáks.
Bleikur litur hefur tákn eins og aðrir litir, í hnýttum teppum er bleiki liturinn skilgreindur sem tákn umhyggju, kærleika og skilyrðislausrar ástar. En almennt er hann táknaður fyrir umhyggju.
Orkugeislar hafa líka liti og eru oft bland af tveimur, bleikur litur með gulum geisla sem ber með sér skilning í gegnum umhyggju og samúð. Þessi geisli þykir góður til að brjóta niður vanabindandi munstur sem hver og einn hefur komið sér í.
Orkugeisli sem hefur bleikan og grænan lit hreinsar út tilfinningar í hærri orkustöðvum fyrst og fremst og færir inn kærleik í staðinn, til dæmis hreinsar hann út neikvæðar hugsanir og færir inn kærleika.
Nú er þessi litur inn í Thailandi afþví konungur landsins mætti í bleikum fötum opinberlega. Margir karlar eru hrædddir við bleika litinn og þola hann ekki fyrir sjálfan sig. Einn karlmann veit ég um sem er nýbúin er að eiga stúlkubarn og kveið mest fyrir bleika farginu sem fylgir ungbörnum af kvenkyni. Ég sjálf er mjög hrifin af bleikum lit og hef bæði troðið eiginmönnum mínum í bleikar skyrtur, slaufur, bindi og peysur, við mismikla hrifningu þeirraog gengið sjálf töluvert í bleiku. Sævar Karl klæðskeri hefur viljað eigna sér þann heiður að hafa komið íslenskum karlmönnum í bleikar skyrtur, sel það ekki dýrara en ...Hann ku hafa sagt að viðskipti gengu betur ef karlmenn væru í bleikum skyrtum.
Svo eru sumir sem segja að þetta sé klámlitur! Ég sé ekkert klámlegt við bleikt en vera má að það sé eitthvað sem hefur þróast með kvenfólki og bleiku?
Það er ekki skrýtið að Kolbrún Halldórsdóttir vekji máls á þessum hallærislegri venju Landspítalans með aðgreiningu á kynjum í bleikt og blátt! Burtu með þessa liti og klæðið drengi í svart og stúlkur í hvítt....
Blár litur hvíldar, friðar og öryggis. Einnig er hann tákn tjáningar, krafts, hraða, stefnu og ákveðni.
Allir í bleikum skyrtum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Beta góð, sammála með Jesú og bleikt, allir ungar í bleikt og það á stundunni. Farin að stofna þrýstihóp um málefnið
Takk fyrir fróðlegan pistil Edda mín, ekki vissi ég að Bleikur hafi unnið
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.12.2007 kl. 17:18
Bleikt er fallegt. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 3.12.2007 kl. 17:27
Bleikur litur er sérdeilis fallegur en því miður klæðir mig hvorki bleikt né blátt, ég er meira rauð, græn og grá. Pistillinn er góður og minnir mig á bleikálóttan hest sem hét Snjall. (held að hann hljóti að vera dauður) það er svo langt síðað hann gerði garðinn frægan bæði hér og í útlöndum.
Takk Edda fyrir góðan pistil, næst heldur þú erindi um bleikt og blátt.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 3.12.2007 kl. 21:34
Mér líst vel á að öll börnin á fæðingadeildinni verði klædd í bleikt
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 21:42
Bleikur er fallegur litur, mig hefur alltaf langað til að geta verið í bleiku, en get það ekki vegna háralitar , ég er of hégómleg til að blanda rautt við bleikt !
En dætur mína elska bleikt og eru mikið í bleiku þó að sú eldri sé að komast yfir bleika tímabilið að þá er sú yngri alveg á hátindi þess núna ! Ég hef þó aldrei stýrt þessu, þær hafa fengið að velja sína liti sjálfar og niðurstaðan er sú, þær velja bara það sem þeim finnst fallegt, hvort sem að það er rautt, blátt eða bleikt!
Takk fyrir pistil og góða nótt
Sunna Dóra Möller, 3.12.2007 kl. 22:18
Takk fyrir góðan og fróðlegan pistil. Bleikur litur er fallegur litur og blár er það líka. Sjálf klæðist ég ekki þessum bleika beibí lit, hann klæðir mig ekki. Fólk á að klæða sig í þá liti sem þeim sýnist hvort það eru kvenfólk eða karlar, það á bara að vera þeirra val. Svo finnst mér allt í lagi að klæða börnin á fæðingardeildunum í blátt eða bleikt.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 3.12.2007 kl. 22:44
Fróðlegur pistill.
Marta B Helgadóttir, 4.12.2007 kl. 21:06
Bleikt er fallegt og blátt lík, umburðarlyndi plís.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 21:30
Þetta endar með því að það verða allir orðnir allsberir, svei mér þá. Það þorir enginn að klæðast neinu af ótta við að gefa eitthvað í skyn sem gæti misskilist.
Halldór Egill Guðnason, 5.12.2007 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.