Leita í fréttum mbl.is

Forréttindi hverra? (Grein af Vefritinu birt með leyfi höfundar)

Set þessa grein hér inn af vefritinu. Leyfið fékk ég hjá Steinunni. Fegin er ég að einhver í fjölskyldunni skuli halda áfram að berjast fyrir jafnrétti kvenna og karla í fjölskyldunni, Steinunn er nefnilega systurdóttir mín. Hér kemur greinin hennar af Vefritinu.

Ef ég sagði eitthvað vitlaust þá biðst ég vægðar og vona að mér sé fyrirgefið”, segir hvítur, miðaldra, millistéttar karlmaðurfeministaherkona.jpg í góðri stöðu í þjóðfélaginu. Hann er einn þeirra sem telur femínista stjórna allri umræðu í samfélaginu. Hann er einn þeirra fjölmörgu sem telur pólitíska rétthugsun hafa keyrt úr hófi fram. Hann telur sig varla geta opnað munninn án þess að vera skotinn niður af femínista í herklæðnaði sem skýtur úr jákvæðri mismununarbyssu, varpar kynjafræðisprengjum, notar strategíska jafnréttisáætlun í sókn sinni og verst með jafnréttislögum. Hin úthugsaða “operation heimsyfirráð” sem femínistar hafa planað síðan á seventís er greinilega á fúllsving.

Femínistar virðast samkvæmt umræðunni vera búnir að banna hitt og þetta og svo er fólk voða pirrað yfir að málfrelsi þeirra sé heft (af femínistum náttúrulega) þegar sleggjudómar þeirra um hópa fólks eru gagnrýndir. Ef það er málfrelsi að fullyrða að útlendingar séu nauðgarar upp til hópa, af hverju er það þá árás femínista á karlmenn að benda á það að yfir 90% naugðara eru karlmenn? Hið fyrrnefnda er vanalega rökstutt með tilfinningu og hið seinna með rannsóknum. Og hvað er það annað en alvarleg aðför að tjáningarfrelsi kvenna að hóta þeim konum kynferðislegu ofbeldi sem tjá sig opinskátt um jafnréttismál á opinberum vettvangi. Við höfum dæmi um þetta frá því nú íreversed-roles.jpg vikunni á bloggi Gillzeneggers og á fleiri bloggum frá því í kringum klámráðstefnumálið hið mikla. Kenna kjellingunum smá lexíu, þær eru orðnar aaaaðeins of valdamiklar.

Orðnar of valdamiklar? Klassískt dæmi, viðsnúin hlutverk: Ef konur væru 70% þingmanna, karlmaður hefði aldrei verið bankastjóri, forsætisráðherra né biskup. Allir bankastjórar og seðlabankastjórar væru konur, enginn karl væri kvótakóngur, karlar fengju greitt minna en konur fyrir sömu störf og þau störf sem titluð væru karlastörf væru lítt metin og illa borguð. Karlar væru innan við 8% stjórnarmanna í 100 stærstu fyrirtækjum landsins. Það sem karlar gerðu væri lítið fréttnæmt. Fréttatímar væru yfirfullir af því sem konur eru að gera af því að það væri merkilegt en það sem karlar gerðu væru í ansi mörgum tilfellum kallað “fótboltafréttir” og ekki vert að minnast á. Helstu birtingamyndir karla væru að birtast hálfnaktir, sólbrúnir og stæltir í kynferðislegum stellingum og það sem konum fyndist skemmtilegast að pæla í varðandi karla væri hversu stórt typpi þeir væru með. Karlar væru seldir svo hundruðum þúsundum skipti á milli landa í þeim tilgangi að neyða þá í vændi. Ef að karlar síðan svo mikið sem voguðu sér að setja út á þetta ástand þá væri þeim bent á að jafnrétti væri löngu náð og sannast sagna væru þeir frekir vælukjóar sem hefðu of hátt.

Það er mjög merkilegt að komin sé upp sú staða að internetið er fullt af “forréttindafemínistum” og hvítum, karlkyns,reversed-roles2.jpg millistéttar, gagnkynhneigðum píslarvottum þess að hafa fæðst inn í heim þar sem þeim sé “bannað” að tjá sig vegna þess að þeir tilheyri ekki minnihlutahóp. Hvernig gerðist það að femínismi er allt í einu tengdur við forréttindi og jakkafatakarl við píslarvotta? Ef femínistar hefðu raunverulega þau völd sem þeim eru eignuð í þessari orðræðu þá liti samfélagið svolítið öðruvísi út. Að gefnu tilefni vil ég benda á að staða kvenna í samfélaginu verður aldrei leiðrétt nema staða karla sé líka leiðrétt. Til dæmis tel ég það raunverulegt baráttumál fyrir karla að fá rými til að ræða tilfinningar sínar án þess að hæðst sé að þeim. Þegar stelpustrákur er ekki lengur niðrandi orð er takmarkinu náð. En þegar málefni karla eru rædd á þann hátt að kvennabarátta síðustu áratuga hafi gert drengjum þessa lands ljótan grikk þá erum við á villigötum. Að lokum: “Operation heimsyfirráð” er auðvitað algjört bull og hefur aldrei verið til, femínistar eru ekki gjarnir á að klæða sig í hermannabúning og væri þá til of mikils mælst ef hætt væri að stilla jafnréttisbaráttu upp sem skotgrafarhernaði milli karla og kvenna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mjög góð greinn með miklum sannindum.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.12.2007 kl. 14:37

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með þessa flottu stelpu.  Ég er einhvernveginn ekki hissa á skyldleikanum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2007 kl. 15:02

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mjög góð grein og takk kærlega fyrir að koma henni fyrir okkar sjónir. Kær kveðja og eigðu góða helgi   Christmas Lights 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2007 kl. 15:28

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Frábær grein! Takk fyrir að birta hana !

Sunna Dóra Möller, 7.12.2007 kl. 18:43

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Er ég karlremba ef ég tek undir það sem einhverjir hafa sagt, em það er að jafnréttisbarátta einkennist af kvenréttisbaráttu?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 8.12.2007 kl. 00:33

6 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Nei Gísli.  Karlremba er ekki að hafa skoðanir. Karlremba er maður sem heldur í sínum rembing að karlmenn séu æðra kynið og sýnir það með hegðunum og orðum.  Það er eflaust líka til kvennrembur.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.12.2007 kl. 02:05

7 identicon

Mikið svakalega er þetta flott grein. Ég er sjálf búin að vera í þeirri stöðu undanfarið að vera of reið út af þessum viðbrögðum öllum í bloggheimum undanfarið (Gilzenegger o.fl) til að treysta mér til að blogga um þessi mál. Frænka þín segir eiginlega allt sem mig langar til að segja - Takk fyrir mig

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 15:51

8 identicon

Hef ekki fengið mail. Sendirðu á rétt netfang??

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 18:40

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð grein.

Marta B Helgadóttir, 8.12.2007 kl. 23:00

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mjög góð grein. Flott stelpa þarna á ferð með miklar meiningar. Eigum án efa eftir að sjá meira af henni í framtíðinni.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.12.2007 kl. 23:22

11 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er jafnréttissinni, en finnst voða gott að karlinn min fari út á morgnanna, skafi rúðurnar á bílnum, moki snjóinn af tröppunum, hengi upp jólaseríurnar á þakskeggið, skipti um dekk, ef með þarf, og geri öll þau störf sem ég tel henta honum betur.  Hann á bleikia skyrtu og stákurinn minn líka.  En, ég vil ekki kenna mig við feminista, jafnréttissinna. Mér finnst þær (feministarnir) oft fara yfir strikið í málflutningi sínum.  Auðvitað erum við jafnfærar um að stjórna landinu, eða næstum hverju sem er.  En við erum ekki eins, og ég er fastheldin á ýmsar hefðir. BLEIK OG BLÁ RÚMTEPPI Á FÆÐINGARDEILDINNI TAKK! 

Mér finnst Hjallastefnan frábær!  Þar fá einsaklingar meira að njóta sín, en hvað með litlu ofvirku stelpurnar?  Hvers eiga þær að gjalda og hvað með litlu mjúku drengina sem hræðast hefðbundna strákaleiki?  Þetta er auðvitað ekki allt svart og hvítt.  Við eigum að njóta jafnra réttinda, en ekki fara offari, við viljum flestar fá að vera konur.  Konur sem eiga karla, sem detta einstaka sinnum í herramennskuna.

Greinin er góð, en mér finnst vanta að sagt sé frá, hvaða forréttinda við viljum halda eftir fyrir okkur konur. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 10.12.2007 kl. 10:02

12 identicon

já...
Krúttlegt!

Sindri (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 10:23

13 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hæ Edda og takk fyrir að vilja vera bloggvinur, greinin er frábær hef lesið hana 3 sinnum, annars kem ég suður í jan og meiningin er að kalla saman þær sömu kjéddlur og hittust um síðustu helgi, er friðlaus eftir að hitta ykkur.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.12.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband