Leita í fréttum mbl.is

Siðareglur

Þetta snýst ekki bara um glæpamenn eins fram hefur komið hjá einhverjum í bloggheimum, heldur almennt siðgæði og mér finnst að það ætti að gilda líka fyrir kennara í fullorðinsfræðslu þ. e. háskólstig og fleira. Nemendur hafa þurft að flýja eða hætta námi vegna ástarsambands við kennara.

Þetta er ekkert minna mál fyrir kennara frekar en lækna og sálfræðinga og ætti að gilda um allar starfsstéttir sem hafa skjólstæðinga eða börn/fólk í sinni umsjá.

Ég er á því að taka eigi umræðuna innan kennarasamtakanna á öllum skólastigum. 


mbl.is Vill siðareglur fyrir starfsstéttir sem vinna með börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er sammála þér og tel að þörf sé á þessu nú til dags.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 16:55

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eg skil ekki að þetta skuli ekki fyrir löngu síðan hafa verið gert, þ.e. að semja siðareglur fyrir kennarastéttina.

Svo finnst mér Eiríkur svona frekar góður með sig að ætla að kennarar séu hafnir yfir mannlega bresti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.12.2007 kl. 17:17

3 identicon

Mjög sammála því sem hér kemur fram - það er hollt og gott að hafa umræðu um þessa hluti á öllum skólastigum.

Jenný, það eru reyndar til siðareglur fyrir kennara - http://ki.is/pages/1365.  Þar kemur fram í annarri grein: "Kennurum ber að virða réttindi nemenda og hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi, efla sjálfsmynd þeirra og sýna sérhverjum einstaklingi virðingu, áhuga og umhyggju."

Þarna myndi ég til dæmis (sem kennari) túlka greinina sem svo að "ástar"/kynferðissamband væri algjörlega út úr myndinni, enda væri þá ekki verið að virða réttindi nemandans eða hafa hagsmuni hans að leiðarljósi.

Aldan (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 17:56

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tek undir þetta, það er full þörf á þessu.

Marta B Helgadóttir, 19.12.2007 kl. 18:23

5 identicon

Þessi umræða hefur farið fram þing eftir þing, bæði hjá gamla Kennarasambandsins og þess nýja. Við erum bara ekki komin lengra. Sumar stéttir innan KÍ hafna siðareglum, því miður.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 20:18

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Tek undir þetta

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.12.2007 kl. 21:40

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Verð að viðurkenna að ég hélt að svona reglur væru til (og ætti að vita það!)

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.12.2007 kl. 09:50

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Tek undir þetta líka! Siðareglur eru nauðsynlegar í hverri stétt og sérstaklega hjá þeim sem að vinna með börnum!

Sunna Dóra Möller, 20.12.2007 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband