Leita í fréttum mbl.is

Afhverju þurfa konur að sæta því að ofbeldismenn gagnvart þeim og börnum þeirra gangi lausir?

Afhverju er ekki hægt að fá nálgunarbann á menn fyrr en sannað þykir að þeir hafi gert eitthvað saknæmt af sér?

Hvar eru forvarnirnnar?

Ég skil ekki það kerfi sem býður hættunni heim á þennan hátt. Fyrrverandi makar geta verið með áreiti síendurtekið og ekkert hægt að gera fyrr en þeir brjóta af sér, helst með líkamsmeiðingum.

Hvað ætli það séu margar konur á Íslandi sem sæta andlegu ofbeldi án þess að nokkuð er hægt að aðhafast?

Hver þekkir ekki til kvenna eða kvenmanns sem sætt hefur áreiti og eða ofsóknum á einn eða annan hátt frá karlmanni?

Fyrir nú utan það ofbeldi sem fjölskyldur fíkniefnaneytanda þarf að búa við, stöðuga hræðslu um ógnun og ofsóknir.

Ég fæ steinsmugu af þessum pælingum.

Bless á meðan.Sick

 


mbl.is Hæstiréttur staðfestir nálgunarbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég þekki dæmi þar sem kona hafði sætt andlegu og líkamlegu ofbeldi og eftir skilnað var henni sífellt hótað, hún elt osfrv.  Hún fór með sönnunargögn, hvað eftir annað á lögreglustöðina en fékk þó ekki nálgunarbann á manninn.  Það virðist þurfa ótrúlega mikið að ganga á, áður en það fæst.  Argggg. 

Anna Einarsdóttir, 20.12.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skelfilegt að það taki svona langan tíma að fá nálgunarbann. Vonandi verður hægt að verja konu og börn.´

Ásdís Sigurðardóttir, 20.12.2007 kl. 22:55

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tek undir þett Edda, skelfilegt hvernig samfélagið þ m t lögreglan virðist taka seint á slíkum vanda. 

Marta B Helgadóttir, 20.12.2007 kl. 23:29

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég skil ekki þennann dóm, hann er dæmdur í nálgunarbann svo segir maðurinn að að nálgunarbann hindri hann í að njóta umgengnisréttar við börn sín sem búi á heimili fyrrverandi konu hans. Bíddu ha, fær hann það eftir þennan dóm ? fær hann virkilega að njóta umgengnisréttar við börn sín ? maðurinn er dæmdur fyrir líkamsárás á sína fyrrverandi og líka dæmdur fyrir líkamsárás á hendur dóttur sinnar . Það þarf engann snilling til að sjá það að maðurinn er geðfatlaður og á að fá vistun á geðdeild því svona lagað er geðveiki og ekkert annað.

Sævar Einarsson, 21.12.2007 kl. 00:21

5 identicon

Já þetta er magnað.......

En stelpur, alltaf eru tvær hliðar á öllum málum.  Fólkið er að skilja, og ýmislegt gengur nú á!!  Við skulum sjá hvað verður.. líkamsárásarkærur hennar geta vel haft engan grundvöll.  Því þetta er "vopn" sem er ofnotað í okkar orðaforða.  Hver meiðir barnið sitt? Afhverju er málið fyrir hæstarétt?  Ok, ef maðurinn er sækópat, já........  en að sannfæra íslenskan lögfræðing um að flytja svona mál f. dómi er erfitt.  Leyfum fólki að ganga um saklausu, hættum sjálf að dæma.  Til þess er blessað réttarkerfið!

Vel getur verið að foreldrarnir standi í deilu, en börnin - sakleysingjarnir.  Þau elska mömmu, og pabba....... sú ást er ekki skilyrðislaus!!!

klaengur76 (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 01:59

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það er með öllu óskiljanlegt hvað þarf mikið að ganga á áður en hægt er að fá nálgunarbann, þekki það af eigin raun. Þegar elsta dóttir mín var 13 ára var henni nauðgað, við kærðum og í kjölfarið hófust ömurlegar ofsóknir frá vinum geranda, á hendur fjölskyldunni og dóttur minni. Það var hins vegar ekki fyrr en dóttir mín var lamin fyrir framan lögreglu sem við fengum nálgunarbann, samt var mörgum sinnum búið að misþyrma henni ef það sást til hennar úti á götu.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.12.2007 kl. 02:29

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ætla ekki að byrja á að tjá mig um þessi mál.  Sig uppi með um 20 ára uppsafnað óþol í greininni.  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.12.2007 kl. 02:41

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Klaengur: Það eru engir dómar sem fylgja þessum pistli, heldur spurningar! Málið er staðreynd en ekki tilbúningur. Þín athugasemd er ekki í samræmi við þennan pistil.

Hrafnhildur: Saga og þín reynsla er ótrúleg og óhugguleg. Það er ekki laust við að barið hafi verið á dyrnar í minni fjölskyldu gagnvart kynferðislegri misnotkun á barni. Málið er að mörg þessara dómsmála sem ofbeldismenn fá og kynferðisglæpamenn eru allt of vægt dæmd ef ekki flest. Ég vil sjá þyngri dóma og meðferðarlausnir til handa karlmönnum almennt um kynferðislega hegðun. Þjóðfélagið ætti að taka upp dyggðir. Virðingin ætti að vera dyggðardagur tvisvar á ári. Við eigum líka langt í land með að geta uppfrætt börnin okkar í skólunum, það er mikill teprugangur og hræðsla við mörkin.

Edda Agnarsdóttir, 21.12.2007 kl. 12:16

9 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Það er svo erfitt með svona mál. Þolendur eru svo oft brotnir og eig erfitt að standa með sjálfum sér og bara krefjast þess að fá frið.

Svo hjálpar ekki undirmönnun lögreglunar.  Hvað á maður að gera?  Það er svo létt að vinna geng svona málum.  

"Ég vil sjá þyngri dóma og meðferðarlausnir til handa karlmönnum almennt um kynferðislega hegðun. "

 Þú væntanlega meinar meðferðalausnir og dóma handa kynferðisafbrotafólki almennt? ekki bara körlum eða...?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 21.12.2007 kl. 13:12

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Langar til að óska þér gleðilegra jóla Edda. Takk fyrir góða "viðkynningu" á blogginu.

Marta B Helgadóttir, 21.12.2007 kl. 18:11

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég er algerlega sammála þér Edda og sérstaklega með dyggðirnar. Ég óskaði eftir því þegar mál dóttur minnar var tekið fyrir að fá geranda dæmdan í meðferð en það er bara ekki hægt nema gerandi óski eftir því sjálfur.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.12.2007 kl. 19:26

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Nanna, skoðun mín er sú að það vantar opnari og meiri umræðu um jákvætt kynlíf fyrir bæði kynin en sérstaklega fyrir karla. Það þarf að vera möguleiki á að ræða jákvætt kynlíf við börn og unglinga. Það er hryllingur að börn og unglingar fái mest að vita um kynlíf í gegn um hörmungar eins og misnotkun og ofbeldi. Þau þurfa jafn mikið að vita þetta eins og hvernig börnin eru búin til og hvernig þau fæðast, það er að segja að manneskjan lifir kynlífi sér til ánægju en ekki til fjölgunar eingöngu  eins og dýr.

Marta, takk sömuleiðis fyrir viðkynninguna og gleðileg jól!

Já Hrafnhildur stundum verður manni hugsað um sviftingar á sjálfræði, því er nú ver og miður.

Edda Agnarsdóttir, 22.12.2007 kl. 00:25

13 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég er sammála því.  Börn eiga að fá kynfræðslu(sem hentar hverju þroskastigi) helst í leikskóla um leið og þau byrja tala.  Þau eiga að læra að þau eigi sinn eigin líkama og ef einhver fer inn á þeirra svæði hafi þau einhvern öruggan til leita til.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.12.2007 kl. 01:08

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þakka ykkur fyrir allar umræðurnar hérna sem mér finnast góðar og nauðsynlegar.

Edda Agnarsdóttir, 22.12.2007 kl. 01:39

15 Smámynd: Páll Jóhannesson

Edda mín! það á engin að sætta sig við ofbelti, skiptir engu máli í hvað formi það birtist. Öll umræða er af hinu góða og hjálpar til.

kv frá Akureyri.

Páll Jóhannesson, 22.12.2007 kl. 10:38

16 identicon

Það er einföld skýring á því.Yfirmenn dómsmála og þeirra sem koma að  þessum málum eru að meirihluta  karlmenn og hafa engan skilning á þessum málum.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband