Leita í fréttum mbl.is

Brúðkaupsdagur minn!

Í dag á ég brúðkaupsafmæli og á tvö ár í Perlubrúðkaup. Ef ég hefði haldið áfram með hjónaband nr. 1 þá væru árin átta árum fleiri og komin hátt í gullið! HahahaLoL

Ég man þegar við giftum okkur hjá borgadómara í Reykjavík, systir mín og sameiginleg vinkona okkar voru svaramenn. Eftir það var haldið út á Seltjarnanes til foreldra minna til að tilkynna þeim að við værum gift. Maðurinn minn hringdi í foreldra sína vesur á Snæfellsnes og svo systkini sín sem ekki voru en heima í foreldrahúsum.

Ég var komin sjö mánuði á leið af frumburði okkar og giftist í víðum þunnum lérefts/bómullarkjól svona off white með blómvönd úr þurrkuðum blómum (það var í tísku þá) sem Binni bjó til.

Um kvöldið fórum við í samkvæmi hjá vinkonu okkar, sem var svaramaður og þegar leið á kvöldið var ég orðin dáldið þreytt og vildi heim - en maðurinn minn vildi vera lengur og mér fannst það nú í góðu lagi. Systir vinkonu minnar var þarna með eitt hjónaband á bakinu og fannst þetta ekki sérlega smekklegt af brúðgumanum að fara ekki heim með brúðinni!GetLost

Ég hef oft hugsað um þetta til baka og reynt að setja mig í systur vinkonu minnar spor og get vel séð að þetta hefur ekki litið vel út, en við vorum í sæluvímu, með gjörólíkan lífsstíl systurinnar sem var dama, en við í hippaútlitinu og lifðum eftir því þangað til barnið kom.Smile

Heart Whistling Wizard Gleðilegt ár öll sömul!Wizard Whistling Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir elskurnar og sömuleiðis.

Það er verst hvað mér er meinilla orðið við allar þessar sprengjur og hvellettur - skríð helst undir rúm!

Edda Agnarsdóttir, 31.12.2007 kl. 17:39

2 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Til hamingju með daginn og gleðilegt nýtt ár!

Guðrún Helgadóttir, 31.12.2007 kl. 19:11

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir Guðrún. Óska þér sömuleiðis gæfuríks komandi árs.

Edda Agnarsdóttir, 31.12.2007 kl. 19:51

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gleðilegt ár Edda mín og fjölskylda.

Til hamingju með daginn líka ! 

Anna Einarsdóttir, 31.12.2007 kl. 19:52

5 Smámynd: Brattur

... já, til hamingju með daginn Edda hippi ... og gleðilegt ár!

Brattur, 31.12.2007 kl. 21:59

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Bestu hamingjuóskir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.12.2007 kl. 22:06

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðilegt ár Edda og til hamingju með daginn.

Marta B Helgadóttir, 31.12.2007 kl. 22:08

8 identicon

Elsku Edda, mín kæra bloggvinkona. Til hamingju með þennan merkilega dag  Óska þér og þínum gleðilegs árs og alls hins besta á nýju ári. Þakka þér yndisleg kynni á árinu sem er að líða.  Vonandi næ ég kaffispjalli með ykkur bloggvinkonunum áður en langt er liðið á nýja árið

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 23:32

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn elskan mín.  Megi nýjar árið færa þér hamingju og gleði.   Kveðja  Happy New Year 2008 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 01:43

10 identicon

Til hamingju með daginn fagra mey og takk fyrir frábær kynni á árinu sem er liðið

Björg F (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 02:38

11 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Blessuð og sæl, gleðilegt nýtt ár og til hamingju með daginn í gær. Þakka ánægjuleg samskipti á liðnu ári og takk fyrir samúðina. Nú hef ég verið hér á höfuðborgarsvæðinu frá 21. des. og er orðin full tilhlökkunar að fara heima aftur. Skrepp svo suður í einn dag til að vera við jarðarför. Eigðu góða daga á nýju ári. Elma

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 1.1.2008 kl. 10:27

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, krúttleg saga með heimförina á brúðkaupsdaginn.  Skil þetta vel, gamli hippinn.

Til hamingju með daginn í gær Edda mín og svo óska ég þér gæfuríks árs og ég þakka fyrir þetta nýliðna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2008 kl. 14:02

13 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Gleðilegt ár Edda mín,  ég óska þér og þínum gæfu og blessunar á nýju ári.

Til hamingju með daginn í gær. 

Takk fyrir kveðjuna á blogginu mínu.

Bestu kveðjur Ingigerður. 

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 1.1.2008 kl. 14:26

14 Smámynd: Páll Jóhannesson

Gleðilegt ár og til hamingju með allt, brúðkaupsafmæli og allan pakkann. Hef notið þess að hafa þig sem bloggvin, takk fyrir það. En spurningin er ,,hver er Þorsteinn?".

Nýárskveðjur frá Akureyri

Páll Jóhannesson, 1.1.2008 kl. 16:19

15 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Innilega til hamingju með gærdaginn.

Gleðilegt ár og takk kærlega fyrir samskiptin á liðnu ári.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 1.1.2008 kl. 16:20

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Til hamingju með daginn í gær mín kæra. Og gleðilegt nýtt ár

Jóna Á. Gísladóttir, 1.1.2008 kl. 16:35

17 identicon

Tíl hamingju með gærdaginn, 

Óska ykkur gleðilegs nýs árs og þakka samfylgdina á árinu sem leið. Hittumzt eftir 11 daga.

kv.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 17:05

18 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir Jóna mín, ég er á leiðinni að taka út breytingarnar, eða þú getur kannski komið til mín?

Gísli, Ingigerður, Elma, Ásdís, Marta, Heimir, Brattur og Anna Einars. Takk fyrir kveðjurnar - þið eruð náttúrulegar álfar og huldufólk ef það er til! Kannski svona um áramótin.

Edda Agnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 17:06

19 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Björg þú ætlar að koma á ROMMÝ mótið er það ekki?

Já Hallgerður, gamlársdagur er dáldið vinsæll giftingadagur. En ég heyrði af fernum brúðkaupum s.l. laugardag og er það allt sem ég þekki til.

Edda Agnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 17:10

20 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jenný, ég var með það á hreinu að þú myndir skilja þetta - það er ekkert öðruvísi.

Anna ég hlakka alveg rosa mikið til að hitta ykkur allar aftur og líka þær sem ég ekki hitti - það verður sprell!

Edda Agnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 17:12

21 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já Þorsteinn, ég er með á nótunum, hittumst eftir 11 daga!

Edda Agnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 17:33

22 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Til hamingju með Brúðkaupsdaginn. Og gleðilegt nýtt ár.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 1.1.2008 kl. 17:58

23 Smámynd: Fríða Eyland

Til hamingju með daginn og gæfuríkar 2008 kveðjur, takk fyrir innlitið hjá mér sjáumst bráðum

Fríða Eyland, 1.1.2008 kl. 20:41

24 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Gleðilegt ár   og takk fyrir góð bloggkynni á liðnu ári, megi nýtt ár verða þér og þínum gæfuríkt..já og til hamingju með brúðkaupsdaginn.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.1.2008 kl. 23:57

25 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gleðilegt ár og til hamingju með brúðkaupsdaginn um daginn !

Sunna Dóra Möller, 2.1.2008 kl. 12:28

26 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Til haaaaaaaaaaaaaaaaamingju, heldur þú að þáð sé ekki munur að geta haldið upp á tvo brúðkaupsdaga á ári.  Gleðilegt ár Edda mín og takk fyrir frábæra viðkynningu


Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.1.2008 kl. 14:54

27 Smámynd: Hlynur Hallsson

Gleðilegt ár kæra Edda og til hamingju með þetta allt! Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.1.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband