28.2.2008 | 15:46
Átárátta og ferming
Nú er ég komin í ekki aðhald heldur fráhald - gafst upp á að temja átfíknina og leitaði hjálpar hjá GSA - 12 spora kerfið og einn dagur í einu. Svakalega er ég glöð að hafa stigið skrefið. En það er ekki allt - nú er það dagurinn á morgun sem ég þarf helst að hugsa um. Sem betur fer er ég í ágætu formi líkamlega, en sykurfíknin er ógnvænleg. Þetta snýst heldur ekki bara um átið heldur hvað þú setur ofan í þig og nú horfi ég fram á við og hugsa góðar hugsanir um betri líðan í kroppnum.
Ég er að fara í fermingu elsta barnabarns míns þann 6. apríl n.k. í Vejle og ég hlakka til fararinnar. Hvað er skemmtilegt núna í fermingargjöf fyrir stelpu?
Ef þið hafið hugmyndir þá vil ég endilega sjá þær í kommentunum!
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Myndi glaður gefa þér ráð ef ég byggi svo vel. En fjandakornið mér finnst ég alltaf svangur og allur matur svo andsk... góður. Mér skilst að breytt hugarfar þurfi til að þessir hlutir gangi upp - því reyni ég að vinna hægt og bítandi á því á hverjum degi... koma svo stelpa
Páll Jóhannesson, 28.2.2008 kl. 16:39
Fyrirgefðu mín kæra vinkona, af hverju talar þú um þig eins og fíl? Þú ert svo flott kona. En 12 spora kerfið er frábært tæki og megirðu ná þessu markmiði sem og öðrum sem þú setur þér.
Varðandi fermingargjöf þá er ég blankó. Ég er gjörsamlega tóm í höfðinu vegna þess að ég veit ekkert hvað ég á að gefa honum Jökli mínum þegar hann fermist á Pálmasunnudag.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.2.2008 kl. 17:45
Ég bjó einu sinni í Vejle í heilt sumar.... þegar ég var ung og vitlaus.
Passaðu mest af öllu að borða reglulega Edda. Borða í hádeginu og borða í kvöldmatnum. Venjulegan góðan heimilismat. Mitt ráð til þín.
Fermingagjöf .... Ipod eða steriogræjur eða myndavél eða kannski fallegt rúmteppi og púða ?
Anna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 17:46
Hálsmen(kross) er voða vinsælt að gefa dömum..eða fallegt teppi og púða eins og Anna bendir á...úff mér finnst svo margt fallegt skart til handa stelpum..erfiðara að gefa gaurunum
En ég þarf að fylgjast með þessu spora kerfi hjá þér..kannski mar bara skelli sér ......ég er bara ekki nógu sterk í baráttunni við sjálfa mig hehe
Gangi þér rosalega vel
Ásta Björk Hermannsdóttir, 28.2.2008 kl. 18:24
Hef sjálf tekið 17 daga í gsa og þetta svínvirkar. maður er aldrei svangur og líður vel. Ég er aftur á móti búin að skrópa á allan hátt í veikindunum og næsta skref er að taka upp símann aftur og hringja í sponsorinn minn. Það mun gerast í kvöld eða á morgun.
Þetta með fermingargjöfina: erfitt að segja nema að fá að vita hversu mikið þetta má kosta. En les hún ekki bloggið þitt? Kannski ekki sniðugt að ræða málið hér.
Jóna Á. Gísladóttir, 28.2.2008 kl. 18:47
Seigi nú bara eins og Jenný, þú ert flott kona Edda,, Borðaðu bara mat ekki aspartam og svoleiðis eitur. Sykurþörfinni má fullnægja með döðlum, apríkósum og öðrum þurrkuðum ávöxtum og súkkulaðiþörfinni með 70% + súkkulaði sem hefur þá náttúru að ekki er hægt að éta það endalaust. Mín tillaga er ferðalag með fermingabarninu, amma fararstjóri
Fríða Eyland, 28.2.2008 kl. 19:53
Vonandi gagnast 12 spora kerfið þér. Öll barnabörnin mín búa erlendis, svo ég stofnaði framtíðarbók handa þeim, kalla bækurnar ömmubæn, Ég set pening inn á þær á jólum og afmæli, í stað þess að senda þeim pakka, sem er dýrt og aldrei getur maður verið viss um að hitta í mark.
Elsta barnabarnið mitt, fædd '94, fermist á næsta ári, og þá set ég, vonandi dágóða upphæð inná ömmubænina. Barnabörnin mín eru 6 talsins, og ég vona að þau eigi digran ´sjóð þegar þau mega taka út af bókinni, átján ára.
Ég semsagt Edda mín, er að ráðleggja þér að gefa henni aur.
God tur til Danmark! eða er það Noregur
Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.2.2008 kl. 20:01
Ég mundir líka gefa pening. Hef gert það við min börn og frændsystkini, einmitt stofnað svona bækur sem bundnar eru til 18 ára. Ég á fjögur barnabörn og þau eiga öll bækur hjá mér og fá inn á þær um jól og afmæli. Góð aðferð til að spara.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.2.2008 kl. 20:10
5 spora GG lífstílskerfið er svona:
Ekkert brauð
Ekkert gos
Ekkert nammi
Ekkert kaffi
Borða reglulega allan venjulegan mat, en ekki á kvöldin
Ekki flóknara en þetta; svínvirkar...
Brattur, 28.2.2008 kl. 21:04
Hef sjálf verið í mikilli vinnutörn og þá verð ég vitlaus í sætindi...Plís segja meira um gsa...mér veitir ekki af að vera með í fráhaldi
Varðandi gjafir þá er ég tóm...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.2.2008 kl. 22:54
Hvað er þetta GSA?
Fermingargjöf handa stelpu hmmmm...
D
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 28.2.2008 kl. 23:17
'Gleym' mér ei' íslensku sængurverin sem þú gefst Veru í fyrra hittu í mark - gjafabréf hjá flugfélagi eða bara ferðalag til/með ömmu líst mér líka vel á í þessu tilfelli. Kv. Signý sem á með þér Magneu
Borða morgunmat - held það sé góð regla og svo bara venjulegan sem minnst unninn mat - ekki mikið að hella úr krukkum og dósum í matseldinni.
Kveðjur til foreldra þinna
Signý Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 09:58
Góða skemmtun um helgina, elsku Edda, bið að heilsa vitanum, smábátahöfninni, Vatnajökli... það er svo fallegt á Höfn.
Kolgrima, 29.2.2008 kl. 12:29
Omg Brattur!!! Ekkert gos!!! fffff ég mundi skít falla á fyrstu sekúndunni.......ég er "kókisti"...forfallinn sko
Ásta Björk Hermannsdóttir, 1.3.2008 kl. 20:05
Tek undir með Bratti þarna.
Reyndar er ég alltof mikið fyrir gos sjálf og á rosalega erfitt með að neita mér um það, en reyni að drekka bara vatn með gosi, sódavatn...
Marta B Helgadóttir, 3.3.2008 kl. 00:10
Gangi þér alveg rosalega vel! Og góða ferð í ferminguna!!! Og til hamingju með hana. Úff púff en vilja börn dagsins í dag ekki bara pening í fermingargjafir?
Elisabet R (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 14:27
Takk fyrir allar ráðleggingarnar.
Signý, hef einmitt verið að hugsa um rúmfötin.
Þið sem vitið ekki hvað GSA er, getið gúglað því og lesið allt um það á Íslandi og líka út um allan heim!
Edda Agnarsdóttir, 3.3.2008 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.