Leita í fréttum mbl.is

Páskadagur

Málsháttur minn úr litla egginu frá Nóa Síríusi er: "Svo má góðu venjast að gæðalaust þyki"

Mér finnst það vera páskar að lesa málshætti úr eggjunum en eggið læt ég vera og piltarnir á heimilinu fá því meira að maula.

Í gær fór ég á spítalann til pabba, hann var í þreyttara lagi í gær og dvaldi í rúminu meira og minna í gær. Samt var hann kátur eins og oftast að sjá okkur. Alexandra og Fylkir voru með mér og hann var kátur að sjá okkur öll. En það er erfiðra  og erfiðara að horfa á pabba minn í þessu ásigkomulagi. Hann var plástraður á lömuðu hendinni hafið fest hana í hjólastólnum og var með sár á handarbakinu og fyrir nokkru helti hann sjóðheitu kaffi á lamaða fótinn og brann dáldið en hann finnur ekki fyrir og þess vegna er oft erfitt að átta sig á þessu.

Pabbi er samt æðrulaus og hefur gert sig skiljanlegri með hljóðum sem eru farin að skiljast sem ákveðin orð.

En ég fór líka í Kringluna og keypti mér gullskó og ég er alsæl með skóna. Jenný, þú ættir bara að vita og sjá!Whistling

Á föstudaginn voru Inga og Helgi hjá mér í mat en gistu ekki og komu ekki með Vask - Helgi þurfti náttla að mæta í vinnu morguninn eftir, hann er ekki framkvæmdastjóri fyrir ekki neitt!

Heiða mín var hérna líka og ég Inga og Heiða skelltum okkur í pottinn í myrkrinu og stillunni með kertaljós og alles. Það var yndislegt. Ég held að Inga ætli að kaupa hús við hliðina á mér!

Svo kemur Jenný kannski líka?Undecided Þá verður fjör, já afhverju ekki? Það ætti að vera sollis að þeir sem eru komnir yfir fimmtugt of þekkjast eiga bara að kaupa sér eina götu, ha hvað finnst ykkur?

Mannurinn minn fékk málshátt úr Njálssögu, sem er svona: "Fár bregður hinu betra ef hann veit hinu verra"

Þekki ekki þennan málshátt og langar að vita skýringuna

Gleðilega páska öll elskurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er til í að búa við sömu götu og þið.  Mikið rosalega gæti það verið gaman.

Skil ekki Njálumálsháttinn, er ekki búin að þjófstarta heilabúinu.

Tókstu ekki mynd af skónum og Ingu og Helga?

Plís segðu að þú hafir gert það.

Knús og páskakveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2008 kl. 11:13

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Nei var einmitt að hugsa það meðan ég bloggaði, ég er auli í myndavélum og líka minnislaus!

Edda Agnarsdóttir, 23.3.2008 kl. 11:16

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ok mannurinn minn er að verða fimmtugur þá kem ég í götuna til ykkar!!

Gleðilega páska elskan mín, og taktu mynd af skónum....mig dreymir um gullskó... 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.3.2008 kl. 12:21

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Gleðilega páska Edda

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.3.2008 kl. 13:21

5 identicon

fann engan málshátt í mínu páskaeggi

svo ég ætla að búa til minn eigin málshátt.  " gott er að sofa út um helgar,  nema ætlunin sé að fara í  Bláa lónið"

Páskakveðjur .

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 13:23

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona að pabba þínum líði vel.  Easter Bonnet  Innilega gleðilega páska til þín og þinna.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 13:56

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Yndisleg færsla Edda. Nákvæmlega eins og lífið, þar sem skiptast á skin og skúrir. Skúrirnir mikilvægir til að kenna okkur að meta skinið, ekki satt?

Ég dáist að pabba þínum. Eigðu góðan dag snúllan mín.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.3.2008 kl. 15:22

8 identicon

Gleðilega páska, Edda og þið öll.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 16:10

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Æi yndislega Jóna þakka þér fyrir kveðjuna.

Erla, er Sigga búandi í Kaupmannahöfn núna?  Þetta er kannski danskur málsháttur með "fjöllin" og músina? Allavega bið ég að heilsa Siggu ef hún býr þarna. Ertu ekki að meina vötnin á Austurbrú? Nú fer maður að vera svolítið nastý - nei annars mér finnst þau falleg og það var gaman að hjóla á hverjum degi meðfram þegar ég var að vinna þarna í hitteðfyrra! Ég bjó á Rothesgade við Kirkepladsen.

Já Krumma mín þú kemur í götuna mína!

Takk fyrir allar kveðjurnar.

Þorsteinn er Bláa Lónið opið? Þú ert nú meiri lúxuskarlinn! segi sonna.

Þakka þér fyrir Ásdís - ég veit ekki hvernig er hægt að hafa það öðruvísi, það er hugsað um hann eins og hægt er.

Edda Agnarsdóttir, 23.3.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband