24.3.2008 | 10:20
Annar í Páskum
Á þessu heimili hefur verið mikið kjöt á boðstólum yfir hátíðarnar. Fyrst var einiberja kryddlegið lambalæri á Skýrdag, kálfakjöt á Föstudaginn langa og loks fyllt lambalæri á Páskadag með ávöxtum, döðlu og gráðosti. Allt of mikið kjöt fyrir minn smekk. Nú er þetta búið svona formlega og einhverjir afgangar til að narta í.
Í dag fer ég í fyrstu fermingarveisluna, það er Pétur Karlsson sem er að fermast í dag kl. 14 í Seljakirkju í Breiðholti. Matarveisla verður svo seinnipartinn í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Pétur er ljóshærður víkingur með krullur, hávaxinn, myndarlegur og faðmar mann alltaf þegar við hittumst.
Til hamingju með daginn Pétur minn!
Ég er hins vegar dálítið hugsi yfir þeirri staðreynd að stríð geysar innan útlendingahópa hér á Íslandi. Hafði heyrt að hér á Skaga fyrirfinnst ofbeldisstýring á því hvernig Pólverjar eiga að haga sér. M.a. snýst þetta um það að öfundsýki og afbrýði brýst út þegar einum gengur vel í samfélaginu fram yfir aðra. Sumir halda því fram að þeir hafi tekið erjur með sér hingað til landsins að heiman vegna búsetu í Pólland og ætternis. Þetta virðist vera mafískt og ótrúlegt ef satt er að til eru dæmi þess að ef einum gengur vel í vinnu og samfélagslega, þá verður hinn sami að segja upp því þetta er ógnun við samfélag Pólverja.
Ég á vinkonu sem vinnur með mörgum Pólverjum, þeir hafa verið hér í mörg ár og eiga sínar íbúðir hér og eru fyrirmyndarstarfskraftur, eins og hún segir ótrúlega duglegir. Þessi sama vinkona mín hefur líka haft pólska konu sem tekur til heima hjá henni tvisvar í mánuði og svo hefur hún stundum aðstoðað þá í kerfismálum. Þannig að hún þekkir stóran hóp af þeim nokkuð vel. En hún segir jafnframt að breytingingin á samræðum fólks hafi breyst mikið, mikil hræðsla, pirringur og hatur í gangi.
Þetta er flókið mál og spurning hvernig samfélagið eða yfirvald getur komið inn í til varnar og aðstoðar í svona innbyrðis erjum. Þarna er um líf og dauða að tefla, það er líflátshótanir.
Það er líka annað mál sem ég er hugsi yfir, það eru glæpahringir í austur Evrópu sem senda burðadýr og nota allar leiðir til að koma eiturlyfjum til landsins, ástæðan? Jú hæsta gangverð á eiturlyfjum er hér á Íslandi í Evrópu.
Ekki mjög páskalegt, en því miður ofbeldið hefur geisað eins um stríð hafi verið að ræða um páskanna.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Hef sjaldan borðað eins lítið og þessa páska. Hm.. lítil lyst á steikum en í gær borðaði ég hamborgarhrygg sem smakkaðist vel. Þarf ekki að hafa áhyggjur af aukakílóum eftir þessa páska. Gott mál.
Varðandi Pólverjana, þá finnst mér ansi stutt í rasisman á Íslandi, og fólk virðist gleyma að það eru einhverjir þar sem skera sig úr eins og í öllum samfélögum. En mikið vildi ég að það væri hægt að stoppa dæmda glæpamenn á Keflavíkurflugvelli en Shengen kemur víst í veg fyrir það.
Knús á Skagann.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2008 kl. 11:50
Já Jenný mín. Ég og Inga ræddum þetta ágætlega, hún þekkir vel til pólska samfélagsins hér.
En hitt dæmið er fakta héðan af Skaga. Fyrirtæki hér sem var með rosalega góða konu í vinnu og gengdi líka starfi milligöngu frá fyrirtæki til pólskra fjölskylda og túlkaði endrum og eins. Hún hætti vegna ofsókna frá sínum eigin löndum. Hennar var sárt saknað.
Edda Agnarsdóttir, 24.3.2008 kl. 11:56
Þetta er greinilega erfið mál þarna á ferð og ekki á færi okkar Íslendinga að leysa þau, nema að senda fólkið heim, en það er líka erfitt. Hvað er til ráða ?
Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2008 kl. 13:02
Á mínu heimili hefur verið stanslaust át yfir páskana.... og nú er bara að taka sig á og minnka kjöt átið.
Ég man eftir því þegar fólk fór að koma hingað frá fyrrum Júgóslavíu að starfsfólk rauðakrossins sagði það algengt á meðal innflytjenda að upp kæmi mikil öfund ef að einum eða fleirum innan hópsins gengi betur í nýjum heimkynnum, þannig að þetta er auðvitað ekki bara bundið við Pólverja heldur er þetta vel þekkt hegðun á meðal innflytjenda um allan heim.
Eigðu annars góðan dag..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.3.2008 kl. 13:12
Knús á þig elsku Edda mín....
Heiða Þórðar, 24.3.2008 kl. 19:13
Það leynast víst mislitir sauðir í mörgu féi, jafnt erlendu sem hérlendu. En munum að dæma ekki alla eins. Meirihluti þessa útlendinga er duglegt og sómakært fólk.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.3.2008 kl. 20:09
... ég tók mig taki og synti svolítið um páskana, inn á milli sem við borðuðum dýrindis mat... en svo var spilað út í eitt... norskt rommý m.a.
Brattur, 24.3.2008 kl. 22:50
Vonandi hefur þú og þínir haft það gott um páskana.
Gamall og góður vinur minn sem er látinn, söng eitt sinn (heyrstist enn) Lax, lax, lax. Það væri nú alveg við hæfi að einhver tæki við keflinu og syngi um allt kjötið sem við mokum í okkur, getur varla talist hollt að fylla sig svona að mat og sælgæti, allavega líður mér illa í dag, bæði andlega og líkamlega og skrifa ég það alfarið á átið um páskana.
Varðandi ofbeldið sem maður heyrir af, finnst mér stjórnvöld ekki gera það sem gera þarf. Þau þurfa greinilega hjálp, vantar dálítið upp á skapandi hugsun. Væri gaman að heyra eitthvað frá okkar fólki.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.3.2008 kl. 09:21
Já Ingibjörg, er að fara á pólitískan fund í kvöld og ætla að vita hvort þau hafi eitthvað um málið að segja.
Brattur nú er það lax lax... eins og Ingibjörg segir. Norskt rommy fer sérlega vel með laxi!
Ægir, Ólöf, Krumma og Ásdís, það sem er verst er, að ákveðin vitneskja sem ég hef fengið er að það eru skipulagðar ferðir hingað til að þreyfa fyrir sér í fleirum en einum skilningi. Það er mansal, vændi, fíkniefni, þjófnaður og misnotkun sem felst í líflátshótunum og öðrum ógnum innan þeirra hópa sem setjast hér að.
Edda Agnarsdóttir, 25.3.2008 kl. 13:23
Það á auðvitað að taka svona mál föstum tökum en manni virðist eins og lögreglu skorti úrræði eða lagaheimildir....og þá kemur til kasta þingmanna, þeir eiga auðvitað að gera þær breytingar á lögum sem þarf til að stoppa þetta rugl.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.3.2008 kl. 14:39
Ég hef oft trú á að "kill them with kindness" aðferðin virki mjög vel í mörgum vanda, ...en ekki í þessum.
Við þurfum að krefjast þess að þeir útlendingar sem koma hingað til að starfa séu með hreint sakarvottorð.
Kvitta að öðru leyti fyrir mig. Skemmtilegur pistill hjá þér að vanda.
Marta B Helgadóttir, 25.3.2008 kl. 23:24
Ég var með þriðja í páskamat í kvöld
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 25.3.2008 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.