Leita í fréttum mbl.is

Sumarbrauð

 6 dl    hveiti

 1 dl    heilhveiti

 1 dl    hveitiklíð

 3 tsk   lyftiduft

1/2 tsk salt

2 tsk     sykur

3 dl       mjólk

 

Kveikið á ofni 175 gráður. Mælið þurrefnin í skál. Hellið mjólkinni saman við og hrærið með sleif. Stjið deigið á borðið og hnoðið þar til það er samfellt. Setjið brauðdeigið í tvö lítil smurð kökuform. Bakið í 30 mínútur.

 

Verði ykkur að góðu.

Þetta er lyftiduftsbrauð sem fimmtu bekkingar eru að baka þessa daganna hjá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta minnti mig á að ég ætlaði að finna útúr því hvernig Finnsk brauð eru gerð....best að drífa í því, ég er viss um að þú yrðir hrifinn.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.3.2008 kl. 11:48

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

mmm þetta hljómar vel Edda.  Takk

Marta B Helgadóttir, 27.3.2008 kl. 12:07

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

,,Kanntu brauð að baka.....?" Hlýtur að vera girnilegt

Páll Jóhannesson, 27.3.2008 kl. 13:05

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

takk Edda, slæ í þetta brauð á morgun og læt þig svo vitaFrench Wine Bread And Cheese

Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.3.2008 kl. 18:56

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ætli ég prófi ekki þetta brauð á morgunn. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.3.2008 kl. 20:20

6 Smámynd: Brattur

... jæja... nú fer ég að baka... ekki spurning... ilmandi nýbakað brauð og góður ostur... um helgina... kem sumum á óvart...

Brattur, 27.3.2008 kl. 22:15

7 identicon

Ég er fullkomlega ömurlega léleg þegar kemur að bakstri enda eru dætur mínar búnar að gefast upp á mér, kaupa bara Betty Crocker skúffuköku og Wilko vöfflur, baka það sjálfar og láta sér duga það. Kannski að ég ætti að hjálpa þeim að ná smá fjölbreytni í baksturinn og benda þeim á þessa færslu - hóst

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:53

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Veistu Edda mín, þótt uppskriftin sé fyrir 5.bekk-inga...er ég ansi hrædd um að mér tækist að klúðra henni...

Heiða Þórðar, 28.3.2008 kl. 00:16

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er ekki erfitt. ég læt krakkana baka í 30 mín. kíki svo á brauðið og ef það er ljóst að ofan er gott að setja blástur á í 5 mínútur. Stundum þarf að baka þetta brauð í 40 mín. fyrst, þetta fer svolítið eftir ofnum.

Prófið bara og látið þá steita á skeri ef ekki vill annað.

Edda Agnarsdóttir, 28.3.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband