Leita í fréttum mbl.is

Kennarar lítils metnir víðar en á Íslandi.

Það var sorglegt að heyra viðtal við unga stúlku tiltölulegan nýútskrifaðan kennara frá Bretlandi tjá sig í fréttatíma sjónvarps í kvöld um það hvað kaupið væri lágt og endar næðu ekki saman hjá henni.

Einnig kom fram í þessum sama fréttaflutningi að flótti úr kennarastétt í Bretlandi væri mikill eða að kennarar væru að meðaltali í fimm ár í starfi frá útskrift og þá væru þeir búnir að gefast upp á starfinu.

Breskir kennarar fóru í eins dags verkfall í dag!

Mig grunar að það eigi eftir að skella á kennurum hér á landi svipað vandamál sem þegar er farið að kræla á, en það eigi eftir að harðna á dalnum. Mér finnst að það sé engin leið út úr þessum vandræðagangi fyrr en skólar fái fullt vald yfir reglum og agavandamálum en ekki lagalegar ákvarðanir að ofan um kennslu til handa þörfum hvers og eins.  Það  hefur hvort sem er aldrei verið hægt að verða við þessum kröfum í lögum, vegna skorts á peningum, greiningum og síðast  en ekki síst starfsfólki.

Kennarar geta ekki bjargað heiminum alveg sama hvað velviljaðir þeir eru. Það er ótækt að skólastjórar grunnskólanna geti ekki sent börn/nemendur heim ef ekki er kennsla fyrir þau, frekar eru þau höfð í gæslu hjá öðru starfsfólki skólanna!

Þetta gerist vegna þeirra laga sem skólaskyldan er!

En í leikskólum er ekki skólaskylda og þess vegna er hægt að hringja og segja foreldrum að sækja börnin og um leið kemur þrýstingur á þá til að axla ábyrgð, sem verður stuðningur við leikskólakennarana.

Fyrir Grunnskólakennara á Íslandi koma kennarar fyrir vikið út sem óþarfa stétt, því skólaliðarnir eru settir í gæslu!

Nú hefur verið ákveðið formlega að taka enga forfallakennslu eða yfirvinnu á Akranesi vegna skilningsleysi yfirvalda hér á starfi, aukaálagi, ásamt skammarlega lágum launum!

Hvað finnst ykkur?


mbl.is Kennaraverkfall í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef tekið þátt í kennaraverkföllum, tekið þátt í umræðum um kjör kennara og tel mig þekkja þetta landslag nokkuð vel. Mín niðurstaða er sú að það þurfi algjölega að stokka spilin upp á nýtt í samningamálum. Ég gæti skrifað um það langa ræðu en sleppi því hér. Mér finnst kjaramálaumræða kennara vera í einhverjum hjólförum sem virðist ekki skila neinum árangri - því miður.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:39

2 identicon

PS: Þetta þýðir ekki að ég styðji ekki það að kennarar fái hærri laun - þeir eiga að hafa tvöfalt hærri laun en þeir hafa. En til þess að hægt sé að ná slíku í gegn held ég að það þurfi að endurskilgreina vinnufyrirkomulag, vinnutíma og margt, margt annað sem hefur að mínu mati verið hindrandi.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:42

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er sammála þér Anna og hef líka tekið þátt í verkföllum og það síðasta var nú verst af öllu vondu.

En um leið og vinnutímafyrirkomulagi þarf að breyta þarf líka að breyta viðveru nemenda hjá kennurum.

Eins og þú veist þá þurfa kennarar margra ef ekki flestra skóla vera á gæslu í frímínútum og fylgja nemendum í matsal til gæslustarfa og aðstoðar. Ég vinn þannig t.d. að frágangur er mjög mikill í mínu tilfelli eftir kennslustundir og einu sinni í viku fæ ég einn hópinn beint ofan í hópinn á undan, s.s. ekkert hlé! Þetta er nú bara það sem snýr að mér og þá er hægt að ímynda sér hvernig þetta er hjá öðrum. Það sem ég meina er endalaust púsl og hnoð að koma öllu fyrir í stundaskrá

Edda Agnarsdóttir, 24.4.2008 kl. 22:38

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er sammála Önnu og þetta virðist orðið krónískt vandamál.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2008 kl. 23:21

5 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilegt sumar og hafðu ljúfa helgi elskuleg

Brynja skordal, 25.4.2008 kl. 00:36

6 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Hugmyndafræðin um skóla án aðgeiningar er falleg og hugnast því mörgum vel. En eins og þú bendir réttielga á, þá hefur bæði vantað fjarmagn og mannskap inn í skólana undanfarna áratugi  til að sinna öllum þeim einstaklingum sem þjónustu þurfa við með nægilega góðum hætti.

Það er skortur á sérkennurum í skólunum því helst þyrfti amk. einn í hvern skóla til að fullnægja lágmarksþörf - svo er því miður ekki raunin. Mörg börn með greiningar fá enga peninga með sér í skólann af því að það þarf í raun svo mikið að vera að til að einhverjir fjármunir komi til. það dugar ekki að vera með ofvirkni og athyglisbrest - það þarf mun meira.

Ofan á þessa manneklu bætist svo launalægð mikil og virðing innan sem utan stéttarinnar fer þverrandi. .....og þá spyr maður bara eins og reiða konan á Skjálfanda "Hvað á þetta eiginlega að þýða?!- er ekki kominn tími til endurskoðunar og dreifingu fjármagns og mannskaps. Er ekki betra að gera eins vel og við höfum burði til að gera en ekki leggja einhverja útópíska hugmyndafræði á herðar okkur og ná eiginlega ekki að sinna neinum hópi nemenda vel.

Anna Þóra Jónsdóttir, 25.4.2008 kl. 11:57

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Algjörlega sammála Önnu og hef mikið pælt í því hvað hægt er að gera svo kennarastéttin verði virt að verðleikum, tvöföldun launa væri góð byrjun og svo þarf að hefja þessa stétt til vegs og virðingar á ný.

Gleðilegt sumar elsku Edda og takk fyrir góða viðkynningu hér í bloggheimum Love Gaze

Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 15:12

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég hef mikið hugsað um hvort sú virðing, sem borin var fyrir kennurum, þegar ég var í skóla, væri ekki til lengur. -  Ég held að  virðing fyrir starfi kennarans og manneskjunni kennaranum, sé enn fyrir hendi, hjá nemendum og foreldrum. - 

Liggur meinið þá hjá kennurum sjálfum?.,   Ég veit ekki, en spyr mig,  hvernig á því standi, að ef ekki er hægt að manna allar kennarastöður með menntuðum kennurum, að hausti.  Hversvegna?., Hvernig stendur þá á því að farið er af stað með skólastarf, með ómenntuðu fólki til starfans.  

 Hvaða skilaboð eru menntaðir kennarar að senda til barnanna, ogforeldranna?  Hvaða skilaboð eru kennarar að senda til stjórnvalda?  Með því að láta það gerast að skólar séu mannaðir með  ómenntuðum "kennurum"?.

 Og hvers eiga nemendur að gjalda að fá ekki þá bestu  kennslu og bestu kennara sem fyrirfinnast, á þessari jörð?

Engu foreldri, né stjórnvaldi,  dytti í hug, að senda barnið sitt til mín, eða trésmiðsins sem smíðaði húsið þeirra, og biðja okkur um, að skera barnið sitt upp við botnlanganum.  

Kennarar eru jafn mikilvægir í lífi barns, eins og læknar eru við lækningu meina barna..

Ómenntaður eða illa menntaður kennari getur verið börnum jafn  hættulegur og hryðjuverkamaður. 

Enda eru vondir kennarar eins og hryðjuverkamenn, hafa vond áhrif á líf barna,  þeir geta drepið áhuga barnsins á námi. 

Vondir kennarar geta jafnvel drepið ánægju barnsins á lífinu sjálfu. 

Velmenntaðir kennarar hafa þekkingu og þor til að flagga því sem þeir gera og kunna.  - Sem er að upplýsa og veita þekkingu sinni til nemenda á uppbyggilegan og upplýsandi hátt.  Og kenna þeim að finna til með öðrum "Samlíðun",  kenna þeima að bera virðingu fyrir sjálfum sér og samfélaginu. 

Til þess að geta það, þurfa kennarar að bera virðingu fyrir sjálfum sér, og sínu starfi. 

Og finna til "samlíðunar" en það er tilfinning sem hefur algjörlega glatast, meðan tími græðgi og öfundar hefur dafnað sem aldrei fyrr.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.4.2008 kl. 02:23

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tek undir hvert orð, og líka  hjá henni Lilju hérna.

Helgarkveðja til þín Edda mín.  

Marta B Helgadóttir, 26.4.2008 kl. 21:59

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ekki seinna vænna en að óska þér og þínum gleðilegs sumars

Heiða Þórðar, 27.4.2008 kl. 00:35

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Umræðan um kennarastarfið er mjög flókið fyrirbæri vegna þeirra fjölkunnáttu sem til þarf í skólastarfi og breyttu viðhorfi til skóla og kennslu sem erfitt er oft að yfirfæra á manneskjuna kennarann sem er mjög íhaldsamur í eðli sínu og flestir þeirra vilja einungis "kenna"!

Nú hefur uppeldishlutverkið færst svo mikið yfir á kennarastéttina og margir kennarar verða fyrir vonbrigðum með það sem þeir þurfa að hafa á sinni könnu undir nafninu "kennari", ekki ætla ég að telja það upp hér sem hefur bætst á kennarastéttina undanfarin ár, en eitt er að læra til kennarastarfs og annað er að kenna og vera umsjónarkennari sem er erfiðasta starfið innan skólanna. Verklegi þátturinn er því miður of stuttur í náminu og vil ég meina að bestaleiðin til verklegs nám sé vinna í minnsta kosti heilan vetur sem kennari, en ekki nokkrar vikur í yngsta stigi og nokkrar á miðstigi og nokkrar á unglingastigi með allt á útopnu í verkefnum sem á að skila til Kennaraháskólans. Þetta er bara eitt af mörgu sem ég sé vankanta á í starfinu fyrir utan vinnutímarammann.

Takk fyrir allar umræðurnar og innlitið hérna.

Edda Agnarsdóttir, 27.4.2008 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband