Leita í fréttum mbl.is

Seyðisfjörður

Það væri gaman að vera á Seyðisfirði núna, einum fallegasta stað á Íslandi. Þar á ég skyldfólk bæði búandi og brottflutt. Ég var á Seyðisfirði á hundrað ára afmælinu þeirra og gleymi því aldrei meðan ég lifi. Dásamlegt veður og hrikalega mikið af flottum sýningum og uppákomum. Þarna gat að líta rjómann af íslenskum myndlistarmönnum auk tónlistarmanna sem heimsóttu staðinn.

Það eru margir sem eiga hlut að máli við svona viðamiklar hátíðir og margt skapandi fólk sem býr í þessu litla byggðarlagi og hefur búið. Ég held að það sé ekki á neinn hallað þótt ég nefni Þóru Guðmundsdóttur arkitekt, Pétur Kristjánsson myndlistarmann sem hafa sett sitt mark á staðinn og eins ber að nefna Diether Roth sem var mikið Seyðisfirði og hans afkomendur sem hafa hreiðrað um sig þar í listalífinu.

Og nú er Pétur með listrænt framlag sem á tákna samgönguleysið við smærri staði eins og Seyðisfjörð þar sem lögð er áhersla á borinn sem getur borað göng og gert Íslendinga að einni þjóð.


mbl.is Á seyði sett á Seyðisfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Langamma mín og afi bjuggu á Seyðisfirði áður en þau fluttu til Reykjavíkur 1925.  Ég elska þennan fjörð en hef ekki komið þar oft, en í öll skiptin var þar Spánarveður.  Þetta ER einn af fallegustu stöðum á landinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2008 kl. 17:02

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Satt hjá þér Edda. Nú væri gaman að vera á Seyðisfirði og skoða flottar sýningar.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 18.5.2008 kl. 17:25

3 identicon

Algert skíta pleis!

Halli (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 18:51

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Seyðisfjörður er flottur og íbúarnir þar eiga hrós skilið fyrir menningarlífið þar. Á seyði er náttúrulega bara snilld. Það eru víst hverfandi líkur til þess að fá fáum notið "stóra borsins" ekki þennan úr Búkollu, nei, þennan sem var á Kárahnjúkum. Velkomin á Norðfjörð Edda, "Þar sem llognið hlær svo dátt" Ég ætti kannski bara að fara á Seyðis í stað Spánar!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 18.5.2008 kl. 19:51

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Við þurfum að tala saman, kannski ertu bara náskyld dætrum mínum sem eru Seyðfirðingar að hálfu.  Bjó þar fra 1967 til 1971.

Hlakka til að heyra nánar um þetta.  Seyðisfjörður er yndislegur á sumrin, en afleitur á veturna.   

Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.5.2008 kl. 21:22

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Maður hefur heyrt af öflugu og frábæru menningarlífi í mörg ár á Seyðisfirði, hef komið þangað og það er ótrúlega fallegt þarna....mér finnst Seyðisfjörður einmitt gott dæmi um það hvað það skiptir miklu máli að hlú að öflugu menningarlífi... mannlífið verður svo blómlegt og skemmtilegt.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.5.2008 kl. 00:34

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er gaman að sjá svona jákvæð og hlýleg orð í garð Seyðisfjarðar.

Hummm, við ættum kannski að tala meira um kosti hvers staðar, bæði okkar bæjar og önnur byggðarlög. Það er uppbyggilegt fyrir alla. 

Jón Halldór Guðmundsson, 19.5.2008 kl. 00:57

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

saxi.blog.is........meira Seyðsfirskt

Einar Bragi Bragason., 19.5.2008 kl. 01:03

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég á margar fallegar minningar frá Seyðisfirði. - Mjög fallegur bær.-

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.5.2008 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband