15.6.2008 | 18:37
Gróðurinn í garðinum og í náttúrunni!
Ég hef ekki keypt mér nein sumarblóm ennþá. Ég reyni að njóta þeirra fáu fjölærra sem ég hef í garðinum sem eru; íslenskur valmúi í gulu og appelsínurauðu, burnirót, randagras úr Skagafirði frá vinum mínum Bryndísi og Ingvari, risaburkna og svo eru tvær til þrjár í viðbót sem ég þekki ekki nafnið á.
Í dag fór ég út í gróðurhús og keypti skriðsóp sem blómstrar gulu og vikur í tvo potta sem ég keypti um daginn í Ikea - en ég keypti Himalajaeinir í Blómavali og svo á ég bergfléttur frá því í vor sem ég set í potta á stéttinni.
Þegar ég keypti húsið fyrir nokkrum árum var garðurinn svo mikið eitraður að það kom ekkert mikið upp úr moldinni, það tekur þrjú ár að jafna sig og nú er þetta loks að verða náttúrulegt og upp koma einhverjar fjölærar sem ég veit ekki hvað heitir allt saman.
Annars er garðurinn fullur af trjám, birki, brekkuvíði, öspum, hansarós (sjálfsagt ekki tré) og einhverjum toppi.
Myndin hér að ofan er af fyrsta tréinu eða blöðum og berjum sem ég kynntist, því þau voru í bakgarðinum hjá langafa mínum þegar ég var lítil, það er auðvitað íslenski Reynirinn.
Dagur hinna villtu blóma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Þessi Reynir minnir mig á Hringbrautina í denn.
Og þá fór ég að hugsa um rifsberin og sólberin.
Og þetta borðaði maður rykugt beint af trjánum og varð aldrei meint af.
Those were the days.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2008 kl. 19:13
Reynirinn er nú fallegt tré, en ekki vildi ég borða berin af honum. En þau eru sögð ágæt í sultu. Hef ekki prófað það sjálf. Nú berin eru nú oft notuð í teygjubyssur og undan þeim koma rauðar klessur er þau springa á gluggum eða veggjum.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 15.6.2008 kl. 20:53
Ég er ekki fyrir garðrækt. Hef sagt mér til afsökunar að maður fari nú nógu fljótt niður á sex fetin svo maður sé ekki að gramsa í modinni þangað til. Góð afsökun! Þetta með reyniberin, við krakkarnir notuðum þau helst í baunarör.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 15.6.2008 kl. 21:27
Það er svo gaman að fylgjast með garðinum lifna við. Við festum kaup á húsinu okkar í ágúst á síðasta ári (í Hveragerði) og erum að sjá garðinn í fyrsta skipti svona að vakna. Það eru endalausar plöntur og tré hérna sem ég þekki ekki neitt til. Það er bara dásamlegt að horfa á og upplifa fegurðina. Njóttu þessa vel
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 22:54
Ég er afskaplega lítið fyrir garðrækt en hef nú samt gaman af því að fylgjast með gróðrinum úr fjarlægð.
Huld S. Ringsted, 15.6.2008 kl. 23:56
Ég elska garðrækt..veit fátt yndislegra en að hanga í moldarbeðum allt sumarið og rækta rósir....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.6.2008 kl. 00:03
Vaá Krumma, geturðu ekk komið til mín og sagt mér til?
Ég hef misst dáldið áhugann á þessu nú í seinni tíma Huld, en væri til í að hafa þetta allt sem mest sjálfbært!
Guðrún Arna, ég er alveg viss um að það er gaman að skoða og fylgjast með görðunum, líka ef þeir eru fjölbreyttir.
Hulda Elma, ég var nú ansi skelkuð þegar strákarnir í hverfinu fóru að skera niður hvannir og blása reyniberjum í gegn um rörin!
Ólöf ég hef smakkað marmelade sem hefur verið búið til úr reyniberjum og rifsi saman við minnir mig, það var gott. Strákarnir sátu oftast fyrir okkur stelpunum og skutu á okkur úr rörunum og það var ekki gott að fá berin í sig, ég man það.
Jenný, stundum át maður berin eins maður ætti lífið að leysa, það var alveg eins og það vantaði eitthvað í kroppinn á manni þegar byrjað var á þessu - það gilti það sama um hundasúrur og rabbabara!
Edda Agnarsdóttir, 16.6.2008 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.