Leita í fréttum mbl.is

Hva, má bara engu stela lengur?

Þetta er ákveðin sjálfsbjargarviðleitni að stela og senda heim í þorpið sitt eða sveitina þar sem ekkert er hægt að fá!

Hverjir muna ekki Íslendinga í DK sem boruðu gat í fimmkallana og settu spotta í og notuðu svo alltaf sama fimmkallinn í símann eða öllu heldur dorguðu og gátu þá talað heim til Ísland ókeypis?

Það voru líka Íslendingar sem stálu hjólum og tóku þau í sundur og pökkuðu niður og sendu til Íslands með skipafragt!

Það er nefnilega margt skrýtið í samfélagi þjóða, þjóðanna!


mbl.is Stal verkfærum og sendi til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég man líka þá tíð að Íslendingar notuðu tuttuguogfimmaurana í Bandarískusjálfsalanna í háskólunum úti í Ameríku, já og líka í  sígarettusjálfsölunum, og gossölunum, osfrv.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.6.2008 kl. 00:23

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég man eftir að hafa getað notað íslenska mynt í sígósjálfsalana í Köben.  Það var óspart notað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2008 kl. 00:56

3 Smámynd: Kolgrima

Mér finnst þetta frábært með fimmkallinn, ótrúleg sjálfsbjargarviðleitni (og glæpur auðvitað, jajajajaja). Bestu kveðjur úr norsku hagléli í glaða sólskini

Kolgrima, 17.6.2008 kl. 01:21

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ertu  í Noregi kona? En gaman - settu nú eitthvað krassandi á bloggið - eru engir ísbirnir að ganga á land? Annars knús á þig.

Já stelpur mínar Jenný og Guðrún, en við erum nú samt heilög!

Á hvaða árum varst þú eiginlega að svindla í útlöndum Jón Arnar? Ég kannast ekki við fimmkall með gati í miðjunni í DK.

Edda Agnarsdóttir, 17.6.2008 kl. 01:49

5 identicon

hverjum er ekki drullusama. fáið þið kellinga garmar borgað fyrir að blogga??  færsla eftir færslu um ekki rassagat...ferlega dapurt.  Án efa breytingaraldurinn eda eftirköst hans.

björn (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 03:07

6 Smámynd: Tína

Ætli það sé þá grái fiðringurinn sem fær Björn til að eyða tíma í að lesa öll þessi blogg??

Knús í daginn til þín Edda mín og eigðu nú geggjaðan dag.  

Tína, 17.6.2008 kl. 09:02

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Björn er örugglega blindfullur þarna í nótt af því að allt annar Björn fékk alla athyglina í gær.  Sá á bágt. 

Anna Einarsdóttir, 17.6.2008 kl. 10:45

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Björn litli vertu kurteis!

Já stelpur nú eru allir birnir litlir miðað við Hvíta-Björn!

Edda Agnarsdóttir, 17.6.2008 kl. 11:06

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ef þú mannst eftir íslensku túköllunum, að þá voru fmmkallarnir heldur stærri en þeir og gatalausir!

 En ég kannast við þessa fimmkalla sem þú ert að tala um, ég held ég segi það satt að þeir voru ekki í kringum "82 - "87"!

Edda Agnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 01:44

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það getur þó verið að svona hafi myntin verið - ég held að ég sé að verða alvarlega rugluð - við þurftum allavega að bora í jaðariin á peningnum til að ná rétti svingi til að dorga í símanna!

Edda Agnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband