Leita í fréttum mbl.is

Tvíburi og krabbar, Hollendingar og Rússar, stelpurnar okkar og stelpurnar mínar.

Dagurinn í dag er stór dagur. Hollendingarnir (mitt lið) etja kappi við Rússana kl 18:45 í dag og ég verð fyrir framan tækið  og horfi á þá ef dramatíkin verður mér í hag annars stend ég upp og geri eitthvað annað - taugarnar ekki betri en það.

Stelpurnar okkar eru líka að keppa i dag og það er engin smáleikur - ég fer ekki á leikinn nema að það komi einhver á hvíta hestinum (ísbirninum) og fari með mig þangað og skili mér aftur heim! En leikur þeirra er Laugardalsvelli í dag kl. 16:30 að mig minnir. Þær þurfa að vinna Slóvena svo þær geti komist til Finnlands í úrslitakeppnina, það væri geggjað fyrir stelpurnar okkar og okkur á Íslandi. 

Hrund myndir 018

Ég á tvær stelpur sem báðar æfðu fótbolta sem stelpur og unglingar. Eldri stelpan mín æfði lengi í DK og svo varð hún ekki eins tengd þegar hún kom heim í menntaskóla, en hún fór í nokkrar keppnisferðir með fyrirtækinu sem hún vann hjá, flugfélagi og þær stelpur kepptu við önnur flugfélög í öðrum löndum.

Yngri stelpan mín Hrund Ýr, reyndi eitthvað fyrir sér með Stjörnunni í Garðabæ eftir að hún fluttist til Íslands frá Svíþjóð en tókst heldur ekki að tendra neistann aftur. Hrund Ýr á afmæli í dag og er 37 ára þriggja barna móðir Ylfu Eiri 7 ára og tvíburana Jón Geir og Eddu sem eru 5 ára. Ég á þrjú börn sem fædd eru í þessum mánuði, hin eru eftir þennan dag.

Hrund myndir 002

Hún er ekki dugleg að senda mér myndir en myndirnar hér eru báðar frá í des. 2005 þegar hún kom hingað í stutta heimsókn. Hún kom að vísu hingað um síðustu jól en var lasin öll jólin.

 Til hamingju með afmælið Hrund mín!Wizard


mbl.is „Algjör úrslitaleikur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Falleg stúlka hún dóttir þín, til hamingju með hana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.6.2008 kl. 16:35

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir Jenný mín.

Edda Agnarsdóttir, 21.6.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mikil fegurð í þinni fjölskyldu.

Fimm núllllllll  Geggjað hjá stelpunum.  Og svo verður fjör í kvöld.

Ég held líka með Niðurlensku strákunum.

Áfram Holland.  Hitti þig á blogginu, í hálfleik

Ingibjörg Friðriksdóttir, 21.6.2008 kl. 17:42

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Til hamingju með stelpuna, flott kona. Nú auðvitað burstuðu okkar stelpur stöllur sínar frá Serbíu. Nú bíðum við báðar eftir að þeir appelsínugulu klári sitt. Ég verð að segja það að ég fékk gæsahúð þegar ég horfði á stelpurnar "okkar" kyrja þjóðsönginn. Liðsandinn hjá þeim er eins og hjá okkar liði, Hollandi.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 21.6.2008 kl. 17:43

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Áfram Holland eða Niðurland eins oh Ingibjörg segir!

Edda Agnarsdóttir, 21.6.2008 kl. 18:29

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Okkar menn eru í daufara lagi, en ég verð á hnjánum og vona það besta. 

Áfram Holland!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 21.6.2008 kl. 19:42

7 Smámynd: Tína

Til hamingju með dótturina Edda mín.

Tína, 21.6.2008 kl. 20:48

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir Tína.

Ingibjörg nú er ég búin að taka hlé - ég er að sk... í buxurnar af ótta og hræðslu um að þeir nái þessu ekki! Helv... Rússarnir alltaf í sókn(árás) ! 

Edda Agnarsdóttir, 21.6.2008 kl. 20:54

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

So sorry, en tapið var verðskuldað. 

Með hverjum á ég nú að halda Edda, varla þýskurunum, það hef ég aldrei gert.  Jú, Spánverjunum því Torres er í því liði.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 21.6.2008 kl. 21:34

10 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

En Edda sk... nokkuð?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 21.6.2008 kl. 21:35

11 identicon

Frábært hjá stelpunum en leiðinlegra með Hollendingana.  Vona að þú sért búin að jafna þig Edda mín.  Og til hamingju með fallegu dóttur þína

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 02:01

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir Ægir minn, það er alltaf svo ljúft að fá komment frá þér

Edda Agnarsdóttir, 22.6.2008 kl. 13:22

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Guðrún Arna, þakka þér fyrir innlitið og kveðjurnar. Ég er ekki alveg búin að jafna mig á þessu í gær. En stelpyrnar okkar eru frábærar og maður ætti frekar að hundskast til Reykjavíkur og horfa á þær heldur en þessa karla - næst eru þær á fimmtudaginn!

Edda Agnarsdóttir, 22.6.2008 kl. 13:25

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Nei Imba mín skotið kom ekki fyrr en í morgun - það var svo lengi á leiðinni!

Edda Agnarsdóttir, 22.6.2008 kl. 13:26

15 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Frábært Edda mín, lang best að afgreiða þá hluti í morgunsárið.

Áfram Ísland og dúdda mía hvað allt er gott núna: Veðrið, fótboltinn, bloggararnir og kaffið úr nýju kaffivélinni sem ég fékk í ammmæligjöf.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.6.2008 kl. 13:45

16 identicon

Til hamingju með stelpuna þína, flottar myndir af flottru ungri konu. Frábært hvað stelpurnar stóðu sig vel á móti Slóvenum  Jafnfrábært og það var ekki frábært að Hollendingar skyldu tapa.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 13:47

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk Anna mín fyrir kveðjuna. Með hverjum ætlar þú að halda?

Edda Agnarsdóttir, 22.6.2008 kl. 13:54

18 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Stelpurnar okkar voru frábæra´r og stóðu sig vel á móti Slóvenum. Til hamingju með hana dóttir þína, glæsileg ung kona.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.6.2008 kl. 15:40

19 identicon

Til hamingju með þessar frábæru stelpur!  Þær líkjast þér.

Elísabet Ronalds (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 22:49

20 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk Beta mín. Það eru margir sem segja að Hrund Ýr sé lík mér og mér finnst það líka sjálfri að hún sé það!

Ólöf, þakka þér fyrir - ég er mjög stollt af henni.

Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband