28.6.2008 | 11:13
Ekki skylda verktakans?
Það kemur mér á óvart að það er ekki skylda verktaka að ganga frá byggingasvæðum sínum til að koma í veg fyrir að börn fari sér að voða.
Hver á að sjá um að framkvæmdarsvæði í þéttbýli séu frágengin þannig að börn og óvitar fari sér ekki að voða?
Er það kannski sveitarfélagið, eins og þessu tilfelli Grindavíkurbær?
„Á eftir að enda með slysi“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
ARG
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2008 kl. 11:24
Ég átti ekki til orð þegar ég las klausu lögfræðings við þessa grein í morgun, samkvæmt því var hægt að fara í dómsmál gegn foreldrum ef að þau færu sér að voða þarna!
Huld S. Ringsted, 28.6.2008 kl. 11:57
Bera foreldrarnir enga ábyrgð á uppeldi barna lengur? Eru það bara reglugerðir sem gera það?
Gulli (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 12:32
Jú Gulli minn foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum og það er einmitt þess vegna sem foreldrar eru á varðbergi og krefjast aðgerða verktakans eða sveitarfélagsins lokun á svona svæðum í miðri byggð!
Huld. Þetta þýðir bara eitt skerðing á frelsi barna - og þá er skammt eftir að að þetta verði eins og víðast í BNA ef fólk vill ala börnin sín sómasamlega upp og viljum við hafa þetta eins og í BNA?
Edda Agnarsdóttir, 28.6.2008 kl. 13:27
Auðvitað á verktakinn að tryggja öryggi á vinnustað og svo gera foreldrarnir sitt til að passa börnin, þá á þetta að ganga upp. Vonandi laga þeir aðstæður. Kær kveðja til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 14:00
Ég skil vel að þið viljið passa börnin ykkar, og væri besta vörnin að kenna þeim að láta svona vinnusvæði í friði. Það kenna allir foreldrar börnunum sínum að passa sig á bílunum. Eigum við að girða af allar götur?
Bæring (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 14:45
Á hverjum stað á landinu er byggingafulltrúar og þeir eiga að sjá til þess að verktakar girði í kringum byggingar hjá sér en það hefur ekki verið gert hér í Grindavík en ég legg vonir um að það verði breiting á því,og málið sníst um að verktakinn í þessu tilfelli er bara dóni og kann alls ekki mannleg samskipti og snír bara útúr...sem er mjög slæmt mál.
En svo er eitt sem ég furða mig svo á þegar svona frétt kemur í fjöðmiðlum þá er alltaf sagt að foreldrar eiga að passa börnin sín já gott og vel þeir eiga að gera það en eiga foreldrar að hlaupa á eftir börnum sínum allan daginn ? mitt svar er nei og svo þessi líking um að girða alla vegi finnst mér út í hött ég vona að allir bílstjórar horfi í kringum sig þar er fullorðið fólk á ferða en börn gleyma stundum að hugsa hvað gerist næst ef þau gera eitthvað.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.6.2008 kl. 15:12
Þær eru út í hött þessar samlíkingar með vegi, bíla versus byggingarsvæði. Hlusta ekki á svona vitleysu. Hvert bæjarfélag fyrir sig á ekki að leyfa framkvæmdir á sínu svæði ef ekki er hægt að tryggja öryggi barna og oft fullorðinna líka.
Það er ekki langt síðan að skilin var eftir opin húsgrunnur á byggingasvæði hér á Skaga (engin merking eða viðvörun á nokkurn hátt)sem var með dágóðu vatni í og barn sem var með forldrum sínum í gönguferð komst í hann krappann að falla ofan í grunninn og pabbinn rétt bjargaði barninu frá drukknun.
Edda Agnarsdóttir, 28.6.2008 kl. 16:08
Hæstaréttardómur:
"Timbri því, sem hrundi og varð drengnum ... að bana, var staflað þannig á þak hins umrædda bílskúrs, að a. m. k. 10 tré voru lögð hvert ofan á annað, röð fram af röð, án nokkurs bindings eða stoða framan við viðarstaflann.
Verður að telja slíkan frágang algerlega óverjandi, enda var ekki tryggilega frá því gengið, að börn, sem sækja mjög til leikja í nýbyggingum, gætu ekki komizt út á skúrþakið. Stefndu, sem bera fjárhagsábyrgð á því, hvernig gengið var frá viðarstaflanum, eru því skaðabótaskyldir vegna slyssins."
http://www.rettarrikid.is/hrd/birtadom.asp?id=1021644
Byggingareglugerð:
56.2 Meisturum og byggingarstjóra er skylt, ef byggingarfulltrúi ákveður, að sjá svo um að hindruð sé umferð óviðkomandi aðila um vinnustað. Ef grunnur stendur óhreyfður í 6 mánuði getur byggingarfulltrúi ákveðið að hann skuli afgirtur á fullnægjandi hátt, eða fylltur ella á kostnað byggingarleyfishafa.
56.6 Byggingarstjóra og iðnmeisturum er skylt að sjá um að sem minnst hætta, óþrifnaður eða önnur óþægindi stafi af framkvæmdum og að viðhafðar séu fyllstu öryggisráðstafanir, eftir því sem aðstæður leyfa. Við öryggisráðstafanir á vinnustað þarf bæði að hafa í huga þá sem eru þar vegna vinnu sinnar og þá sem þar kunna að koma af öðrum ástæðum. Þá skal byggingarstjóri sjá til þess að vinnustaðir séu merktir með götunafni og númeri.
56.9 Um gerð og frágang vinnupalla og öryggisbúnað á byggingarvinnustöðum skal farið eftir lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglum settum samkvæmt þeim. Byggingarfulltrúi getur sagt fyrir um gerð og frágang vinnupalla og um aðrar öryggisráðstafanir á byggingarvinnustað, þar sem hann telur þörf á."
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/441-1998
Þorsteinn Briem, 28.6.2008 kl. 22:34
Með þessari reglugerð er það alfarið á ábyrgð framkvæmdaaðilans ef eitthvað bregður út af.
Þessi byggingaraðili bíður eftir að óhapp verði eða slys í stað þess að "byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann" !
Edda Agnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 11:06
Góð lesning hjá Steina Briem... takk Edda fyrir að benda mér á þetta...
en Bæring..er ekki allt í lagi heima hjá þér vinur??...heldurðu virkilega að barnið mitt til dæmis..sem á að labba yfir götuna með hjólið sitt...geri það þó svo að ég tyggi það ofan í það á hverjum degi..onei..um leið og maður lýtur undan þá fara þessi peð að púkast eitthvað og það er einmitt þess vegna sem við erum að standa í þessu..
Ég veit að ég hlýddi sko EKKI því sem ég átti að gera..gerði helst allt annað og ég hugsa að flest börn óhlýðnist foreldrum sínum þegar þau eru að púkast eitthvað saman..
Við viljum bara reyna að gera sem flest til að tryggja öryggi okkar barna sem og annara barna...þess vegna Gulli erum við að gera þetta..við erum að því komin að loka börnin inni 24/7...eða binda þau í garðinum...og hvað þá..þá erum við barnaníðingar af verstu gerð..ef við foreldrar gerum ekki allt sem við getum til að vernda börnin okkar....þá er það vanræksla af okkar hálfu....
Svona er þetta bara í dag..
Ásta Björk Hermannsdóttir, 29.6.2008 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.