Leita í fréttum mbl.is

"Meðvirknin" er það sem við erum endalaust að kljást við. Afmælisboð barna á skólatíma.

Afmælisveislur barna á skólatíma geta stundum orðið að verstu martröð kennarans. Börn eru skilin útundan og oft eru það alltaf sömu börnin. Það er fullorðinna að hafa áhrif á börn sín og eiga að setja reglur um það við börn sín hvernig afmælisboð eiga að vera. Ef börnin vilja velja úr börn sem þau bjóða í afmælið sitt þá gera þau það heima hjá sér en ekki í skólanum, hvorki inni í kennslustund eða á skólalóðinni, ekki heldur heim úr skóla eða á leið í skóla.

Það er ekki gott að velja þannig að það eru aðeins einn, tveir eða þrír afgangs en ef valið snýst við er það eðlilegra.

Ég er sérgreinakennari og hef oft hlustað á börn tala saman um afmælisveislur sínar í tímum.

 Ætlarðu ekki að bjóða Gunnu? Af hverju ekki ?

Mamma vill ekki fá marga!

Einhvern vegin eru samskiptin oft með þessum hætti. En ég hef líka heyrt, hann bauð mér ekki í afmælið sitt!

Sem betur fer getur skólinn sett reglur nákvæmlega eins og heimilin setja reglur. En ef að heimilin ætla að fara með sínar reglur gegn skólareglunni inn í skólann, þá verður einhver að stoppa það. Í þessu tilfelli er það kennarinn í Svíþjóð sem stoppar boðsmiða útdeilingu vegna í rauninni eineltis.

Flestir ef ekki allir skólar á Íslandi eru með þessar reglur, að ef þú deilir út boðsmiðum í bekknum þá eru það allir eða engin.

Mér hefur alltaf þótt dálítið skjóta skökku við að um leið og við erum að kenna og ala upp börnin okkar í jafnrétti, góðum dyggðum og uppeldi til ábyrgðar, þá eru til foreldrar sem verða svo ofurmeðvirk með börnum sínum að það hálfa væri nóg!

Það er ekki hægt að gera upp á milli barna í sama bekk sem hafa ekki nægilegan félagsþroska og þurfa þess vegna stjórnun og umræður um umburðarlyndi sem er þolgæði og taka vægt á yfirsjónum annarra.


mbl.is Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er svo hjartanlega sammála þér.  Ég varð svo oft vitni að þessari meðvirkni foreldra þegar mínar voru litlar.  Þetta heitir sko ekki að gera börnunum sínum greiða heldur þvert á móti dregur þetta úr líkunum á að þau verði ábyrgir einstaklingar sem eru færir um að sýna samkennd með öðrum.

Gleðilegan sunnudag.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2008 kl. 11:55

2 Smámynd: Anna Guðný

Heyr Heyr.  Hjartanlega sammála. Kann bara ekki að koma orðum að því eins vel og þú.

Eigðu góðan dag.

Anna Guðný , 29.6.2008 kl. 12:43

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Við erum með einn fimm ára gutta, hans aðal ,,vopn" í lífinu virðist vera þetta með hverjum hann þykist ætla að bjóða eða bjóða ekki í afmælið sitt.

Einu sinni vorum við í Bónus og honum leist svo vel á strákinn sem var að afgreiða á kassanum að hann bauð honum hátíðlega í afmælið sitt. En svo er það þegar hann er t.d. reiður út í pabba sinn þá kemur setningin: ,,Þú færð sko ekki að koma í afmælið mitt" .. 

Afmælið spilar stóra rullu - líka þegar þau eldast. Þá eru þau kóngar í einn dag og ráða einmitt hver eru hin ,,útvöldu" eru í ,,ríkinu"  og hver ekki. Auðvitað verðum við að kenna þeim að fara ekki svona í manngreinarálit í skólanum og vera þeim fyrirmyndir í því. Þetta er (eins og þú veist örugglega) bara einn partur eineltis að skilja einn eða tvo útundan og foreldrar/kennarar eiga alls ekki að taka þátt í því. Kennarinn gerði því rétt.

100% sammála þínum pistli.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.6.2008 kl. 13:02

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég kem svo algjörlega af fjöllum í sambandi við þessi afmælismál og er bara mjög hissa því ég hef starfað svo mikið í tengslum við foreldra,börn,skóla. Var fulltrúi foreldra til 16 ára í mismunandi skólum og fulltrúi í skólanefndum í tveim sveitarfélögum, einnig var ég ein af þeim sem stofnuðum Heimili og Skóla. Þetta virðist semsagt aldrei hafa verið vandamál þar sem ég hef verið á ferðinni.  Man eftir því sem barn að hafa ekki verið boðin í ýmis afmæli en það virðist ekki hafa haft varanleg áhrif á mig inn í framtíðina. Ég man ekki einu sinni lengur hvernig mín börn buðu í sín afmæli, man bara að frá 3ja ára aldri þeirra bauð ég ekki fullorðnu fólki, því mér fannst það alltaf skemma barnaafmælin, börnunum leið miklu betur einum og fengu að njóta sín til fulls.  Vona svo sannarlega að þetta gerist ekki hér á landi að svona mál fari fyrir þingið, þætti mér þá illa komið fyrir okkur. Þessi mál hlýtur að vera hægt að leysa á skynsaman hátt milli barna og foreldra. Mitt innlegg, kveðja til þín elsku Edda.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 13:39

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hér eru skýrar reglur um afmælisboð. Bekkurinn er of stór til að hægt sé að skikka fólk til að bjóða öllum. En stelpurnar bjóða þá stelpunum og strákar strákunum. Aftur á móti fékk Anna Mae að halda náttfatapartý um kvöldið, síðast þegar hún átti afmæli (jú jú næstum tvöföld afmælisveisla), og þá var það bara vinkonuhópurinn sem telur 5-6 stelpur.

En á hvaða aldri breytist þetta? Ég á svona frekar von á því að í næsta afmæli verði útvöldum vinahópi boðið og ég mun ekki setja mig upp á móti því. En þá verður heldur boðskortum ekki dreift í skólanum.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.6.2008 kl. 15:12

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Málið snýst um að virða reglur skólans - ekki það að fólk ráði ekki hverjum það bíður - ég man nú alveg að ég fékk bara að bjóða eini eða tveimur selpum úr mínum bekk þegar ég átti afmæli!

En það voru heldur eki tvö afmæli eins og nú tíðkast.

Mér finnst athugasemdin á blogginu hennar Önnu Guðnýjar hér fyrir ofan svo góð - skoðið það, þar sem hún er að benda á svipað dæmi hjá fulorðnum á vinnustað!

Edda Agnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 16:03

7 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sammála Önnu Guðnýju, ef við bjóðum ekki öllum á vinnustað okkar höfum við lágt um það, en dreifum ekki boðskortum í kaffitímanum og sleppum einum eða tveimur sem okkur líkar ekki við.

Skólar eiga að mínu mati að hafa svona reglur og ég held að slíkar séu í flestum ef ekki öllum skólum hér á landi, það er sárt að vera sá eini/eina sem ekki er boðið (líka þó það séu tveir).

Sigríður Jóhannsdóttir, 29.6.2008 kl. 17:06

8 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Góður pistill og góð umræða. Með kveðjum

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.6.2008 kl. 17:21

9 Smámynd: Þóra Hvanndal

Já ég er búsett í DK og í kennaranámi þar.. hérna gilda reglur í öllum skólum (allavega í þeim sveitarfélugum sem ég þekki) að annað hvort er öllum boðið eða stelpur bjóða öllum stelpunum og strákar öllum strákunum...

Þetta er gert til að forðast einelti og er mjög gott mál.. Að mínu mati brást þessi kennari hárrétt við..

Fiðrildið..

Þóra Hvanndal, 30.6.2008 kl. 08:49

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir umræðurnar.

Edda Agnarsdóttir, 30.6.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband