Leita í fréttum mbl.is

Hvernig á að spara?

Lýsi eftir tillögum að góðum sparnaði fyrir innkaup á matvörum!

Mikið grænmeti er notað en minna af rótargrænmeti.

Lítið af mjólk er notað.

Ekki hveiti eða pasta.

Hvað á að forðast í matvöru í dag vegna verðs?

 


mbl.is Bónus hækkar mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég er farin að nota baunir mjög mikið í staðinn fyrir kjöt, það er mikill sparnaður bara í því og svo baka ég oft brauð í staðinn fyrir að kaupa, nota þá ekki hveiti....bý stundum til möndlumjólk og geri boozt úr tófú og ávöxtum sem er algjört æði...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.6.2008 kl. 18:30

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ekki hveiti og ekki pasta?  Hvað með grjón?

Kaupa heila kjulla þegar þeir eru á tilboði, útbeina þá og nota bringurnar til hátíðabrigða og hitt í allskonar salöt og fíneri. Baka brauð úr grófu mjöli, alls ekki fara í bakarí, þú ert enga stund að hnoða í kanilsnúða og fleira fínerí. 

Legg til að við förum að blogga um rétti sem útbúa má úr ódýru hráefni. 

svo verðuru að taka þér taki og éta rótargrænmeti. Taka inn lýsi og nota síðan bílinn eins lítið og hægt er að komast af með.

Sem dæmi.  Við hjónin erum í frí og vorum að hugsa um að skreppa upp í bústað í kvöld, koma aftur á miðvikudaginn og fara aftur daginn eftir.  Hætt við að fara í bústaðinn fyrr en á fimmtudaginn, útbjó kjötsúpu sem dugar þangað til.  Og nú skulum við nurla og nurla og láta verðbólguna ekki snúa á okkur.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.6.2008 kl. 18:43

3 Smámynd: Brattur

... spara... það er fljótsagt... kjöt... grænmeti og ávextir eru ekki eins dýr vara og fólk heldur... pr. kg. og miklu ódýrara en t.d. súkkulaði...

Brattur, 30.6.2008 kl. 20:09

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Elda bara helmingi minna, eða borða annan hvern dag. Auðvita að sniðganga bakaríið og baka sjálfur. Selja jeppana og fá sér Jaris eða Vespu. Það er ýmislegt hægt að gera.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 30.6.2008 kl. 21:47

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þýðir ekki að selja, það sem engin vill kaupa, en dj. líst mér vel á að éta bara annan hvorn dag, þá næ ég kannski markmiðinu sem er: að komast niður í 70 kíló.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.6.2008 kl. 21:59

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já mér líst líka vel á að borða annan hvern dag.

En vaá hvað þið eruð öll virk - eins og Krumma, hvað geturðu sett af stað húsmæðraskóla?

Jújú Imba mín ég er búin að losa mig við bílinn sem var kenndur við mig og á hjól síðan ég bjó í DK fyrir tveimur árum.

Gísli ertu með einhver verð á súkkulaði í kílóavís? Bara fyrir forvitnisakir?

Ólöf mér list vel á þetta með annan hvern dag! Það versta er aðég er með þrjú vinnudýr á heimilinu - og þau þurfa öll dálítið mikið! 

Edda Agnarsdóttir, 30.6.2008 kl. 22:09

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Alls ekki borða bara annan hvern dag Edda.    Það skiptir mestu máli að borða reglulega.  Ég mæli með hafragraut.  Ódýr og hollur.  Svo er laukur sérlega ódýr en hentar kannski ekki í aðalrétt.    Mér finnst voða hagsýnt af mér ef ég elda vel að kvöldi og á svo afgang af því í hádeginu.  Já og gleymdi einu.  Þú getur fengið ókeypis rabbarbara hjá mér og búið til forláta rabbarbarasúpu. 

Anna Einarsdóttir, 30.6.2008 kl. 22:22

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Boozt

Hálft kíló skyr (þetta hreina)

1 frosinn banana

(frysta án hýðis þegar þeir eru orðnir of þroskaðir til að borða þá beint og í Reykjavík kaupi ég stundum kílóið á 50- 60 krónur afhýði og frysti)

200 grömm af ódýrum frosnum berjum. (fæst í Bónus)

2 tsk. hörfræ (til að geta sketið)

sítrónusafi (2 tsk)

sykur eftir smekk (ég nota splendu)

Í matvinnsluvélina með þetta og þú hefur dýrindis morgunverð hana 4.  Eða bara dessert.

Vinnudýrin sendir þú út í Haga nei haga, 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.6.2008 kl. 22:27

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er að spá í að fara að vera með svona mánudagsblogg. sem heitir þrengið sultarólina, vera með uppskriftir af einhverju hræbillegu.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.6.2008 kl. 22:29

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já Imba gerðu það - ég verð fastagestur einmitt gott á mánudögum!

Anna mín takk fyrir innlitið og ég er sammála þér með hafragrautinn algjörlega klassískur!

Edda Agnarsdóttir, 30.6.2008 kl. 22:41

11 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hafragrauturinn er góður og hollur líka og alltaf hægt að bæta hann með einmitt frosnum (ódýrum) bönunum, það er algjörlega himneskt.  Epli og allskonar morgunkorn. nammi namm.  Svo þegar við erum farnar að spara svona mikið, fer allt þetta dýra á mikla útsölu, eins og smjörið þegar komið er fjall.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.6.2008 kl. 22:47

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Edda það er hægt að kaupa speltpasta eða heilhveitipasta sem er mun drýgra en hveiti pastað að ég tali nú ekki um hvað það er miklu hollara. -  Svo er það Rís mjólkin sem þú getur keypt lífræna í Bónus. -

En frábær hugmynd hjá Ingibjörgu að vera með uppskriftir á mánudögum. -  Hvernig er uppskriftin af snúðunum Ingibjörg?!?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.6.2008 kl. 23:37

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég spara ekki í gæðum á kjöti og grænmeti.  Kannski enda ég með kjötið og salatið í tjaldi bara.  Heimilislaus með eðalmatseðil?

En mér líst vel á uppskriftir.

Er ekki af pastakynslóðinni og finnst pasta ekki matur.

Hafragrautur rúlar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2008 kl. 23:49

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þið eruð allar æðislegar!

Edda Agnarsdóttir, 1.7.2008 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband