14.7.2008 | 12:08
Unglingavinnan
Hér á Akranesi er unglingavinna eins og á flestum stöðum á landinu. Í sumar hafa synir mínir tveir verið verkstjórar í unglingavinnunni og Sandra María elsta barnabarnið mitt var að vinna í hálfan mánuð. Vinir hennar í Danmörku voru dálítið hissa á að hún skildi vinna í sumafríinu sínu og fannst það ekki flott - nú, sagði ég eins og fári, eftir að hafa spurt hana út í það hvort vinirnir væru ekki hissa og smá öfundsjúkir að hún hefði vinnu?
Nei. Þau voru það alls ekki, fannst það asnalegt og sögðust ekki vilja eyða fríinu sínu í vinnu.
Skólinn var ekki búin fyrr en 28. júní og svo er byrjað aftur fljótlega í ágústbyrjun.
Hér er ein mynd af Söndru við vinnuna, hún fór í morgun og er komin heim til sín í Vejle. Var að tala við hana á MSN.
Kæru bloggvinir, takk fyrir allar kveðjurnar - vona að ég geti farið að blogga aftur, kemur í ljós.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Takk fyrir þetta mín kæra, ég hef smá áhyggjur af þér. Farðu vel með þig og vonandi verður þú daglegur gestur hér fljótlega.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.7.2008 kl. 12:12
gaman að heyra frá þér....svakalega er Sandra María lík þér...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.7.2008 kl. 12:14
Hún er svo flott þessi stelpa.
Vona að það sé allt í lagi með ykkur Edda mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.7.2008 kl. 14:01
Flott stelpa. Sonur minn harðneitaði að fara í unglingavinnuna, sagðist fá nóg af þessum krökkum í skólanum á veturna þótt hann þyrfti ekki að sitja uppi með þá á sumrin. Svo hann sér bara um ýmis húsverk í staðinn sem við borgum honum fyrir.
Helga Magnúsdóttir, 14.7.2008 kl. 17:15
Sú er aldeilis lík henni ömmu sinni. - Mikið er hún falleg stúlka hún Sandra María. - Gott að heyra frá þér, elskulega bloggvinkona. - Hafðu það sem allra, allra best. Kær kveðja á Skagann.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.7.2008 kl. 17:22
Hallgerður hún er mjög falleg og góð.
Lilja Guðrún, hún er falleg, það verður ekki af henni tekið en hvort hún er lík mér það skal ég ósagt látið. Jenný vinkona segir að hún sé alveg eins og ég var á hennar aldri en mamma segir að hún sé miklu laglegri og ekki svona grimm á svipinn eins og ég var! S.s. Sandra er öll mildari ásýndum. Þá vitið þið það.
Helga, mér líst vel á heimaverkin en hérna á Skaga eru alltaf slatti afunglingum sem eru að koma í sumardvöl til ömmu og afa eða annara skyldmenna frá útlöndum og fá vinnu hérna og mynda tengsl eða æfa sig í málinu.
Jenný mín, takk fyrir kveðjuna. Það er ekki alveg allt í lagi, en hvenær er það? Mér þætti vænt um að heyra í þér ef þú treystir þér í það!
Krumma mín, þú sérð nú hvað ég hef skrifað hér á undan. Getum við ekki bara farið að hittast addna einhverntíma aftur?
Þakka þér umhyggjuna Ásdís, ég fer að komast í gang - ekki seinna vænna áður en ég byrja á fullum krafti að vinna aftur.
Edda Agnarsdóttir, 14.7.2008 kl. 18:24
Flott stelpa og dugleg í garðvinnunni,
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 14.7.2008 kl. 22:14
skemmtilega lík þér stúlkan, á hestamáli er það sagt kynsterkja þegar afhvæmin bera svip af forfeðrunum. Þið eruð báðar sætar, og það er nú svolítið sjarmerandi þegar stelpur eru smá grimmar á svipinn. Mamma mín segir að ég hafi fæðst með kommasvipinn, sem í hennar augum er grimmilegur.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.7.2008 kl. 00:00
Takk fyrir Ólöf.
Imba mín, það eru sterk orð notuð yfir hesta, en svei ér ef mér líkar ekki betur við orðið kynsterkja heldur en að hún sé lík mér! Þá er þetta eins og þú segir að bera svip af "formæðrunum" að vísu.
Edda Agnarsdóttir, 15.7.2008 kl. 01:10
Hún er nú bara eins og snýtt út úr nösinni á þér kona .
Farðu vel með þig elskuleg og ég sendi þér hlýja strauma og orku til að takast á við það sem er í gangi hjá þér núna.
Knús í daginn þinn fallegust.
Tína, 15.7.2008 kl. 08:08
Hún er flott þessi stelpa Edda. Og gullfalleg líka. Það sá ég í IKEA
Jóna Á. Gísladóttir, 15.7.2008 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.