Leita í fréttum mbl.is

Hvernig er hægt að eiga erfitt líf en samt hamingjuríkt?

Ég á dóttur í Svíþjóð sem býr ásamt manni, Guðna og þremur börnum í Norsesund norð-austan við Gautaborg. Þau eiga sjö ára gamla stúlku sem heitir Ylfa Eir og tvíbura (eins og Pitt og Jolie) strák og stelpu sem eru fimm ára og heita Edda í höfuðið á mér og Jón Geir í höfuðið á föðurafa sínum.

Þarna hafa þau búið frá því að tvíburarnir voru nýfæddir eða í fimm ár. Fyrst voru þau í leiguíbúð í sama húsi og tengdaforeldrar dóttur minnar, Jóni og Önnu í tvö ár en eftir það tóku þau einbýlishús á leigu í nágrenninu sem þau hafa keypt í dag.

Guðni rekur fyrirtækið "Guðni Bygg" og hefur nokkra menn í vinnu. Hann er húsasmiður og það er pabbi hans líka sem vinnur hjá honum. Ég dáist að því hvað þau eru dugleg og hafa komið sér vel fyrir. Þau búa í mjög fallegu umhverfi og börnin hafa alla náttúrudásemdir í kringum sig. En það er ekki allt leikur, það hefur verið mjög erfitt á köflum, en nú blasir við bjartari tímar og byrjunarörðugleikar að baki.

Allt tekur þetta sinn tíma. 

DSC01707

DSC01720

 Hér eru Edda og Jón Geir, myndin var tekin á seinnipartinn á föstudaginn. Ylfa Eir er á næstu mynd og þurfti afi Birgir að hlaupa niður að vatni til að taka mynd af henni, því miður er hún ekkert fyrir að láta taka myndir af sér og var þessi sú skásta. Þessir krakkar, baða heima í stórum sunlaugarpotti eða baða í vatninu alla daga allan daginn.

Sonur minn býr í Kaupmannahöfn og vinnur í versluninni Fona á Strikinu. Honum finnst gaman að vinna þar. En nú eru breytingar hjá honum, hann ætlar að vinna hjá Leikfélagi Akureyrar í haust og bið ég alla bloggvini mína norðan heiða að vera góð við hann því hann ætlar að skilja litlu fjölskylduna sína eftir í Kaupmannahöfn þar sem kærastan er með svo góða vinnu og dóttir hans heldur áfram í leikskólanum sínum. Þetta eru erfiðir tímar framundan að þurfa að skilja við þær. Sonur minn heitir Sindri og útskrifaðist úr leiklistarskólanum Holmberg í Kaupmannahöfn fyrir einu ári og nú ætlar hann að spreyta sig á Akureyri í leikhúsinu þar, Aldís tengdadóttir mín verður því ein með Magneu litlu í Köben í ca 3 mánuði.

DSC01775 Hér eru svo Aldís, Magnea og Sindri þegar þau sáu apana "Bavíanana" stökkva og klifra í Dýragarðinum á sunnudaginn

Kona Solzhenítsyns sagði eftir lát hans að hann hefði lifað erfiðu lífi en hamingjuríku, það er alltaf það sem ég vona að allir geri þótt mismikið sé.


mbl.is „Erfitt líf en hamingjuríkt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Hæ- ertu komin heim?

Skemmtileg frásögn og flottar myndir Ég óska ykkur Sindra til hamingju með að hann skuli fá vinnu við sitt hæfi (þótt ég viti svo sem að fjarbúð getur verið erfið).

Kolgrima, 5.8.2008 kl. 16:38

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábært fyrir Sindra en auðvitað erfitt svona fjölskylduvæs.

Velkomin heim.

Yndislegar myndir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er vel hægt að eiga hamingjuríkt líf þótt erfitt sé á köflum.  Bara spurning um að vinna vel úr erfiðleikunum. 

Takk fyrir pistil.

Anna Einarsdóttir, 5.8.2008 kl. 17:18

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ótrúlega auðvel að lifa erfiðu en hamingjuríku lífi, maður tekst á við það erfiða og nýtir sér það síðan til að njóta enn betur alls þess góða sem lífið færir manni.  Ég býst nú samt alveg við að þú kunnir þetta.  Mikið að gera hjá fjölskyldunni þinni. Ég skal biðja frændfólk mitt fyrir norðan að vera gott við son þinn, veit ekki hvort Jóhannes Haukur verður þar í vetur með Leikfélaginu en hann er náfrændi minn. Kær kveðja á þig elskuleg.  Techy 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 20:54

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Edda mín, ég skal vera góð við strákinn ef ég rekst á hann....já og velkomin heim.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.8.2008 kl. 02:00

6 identicon

Greinilega gott fólk þarna á ferð og þú heppin að eiga þetta allt. Fjársjóður. Sendu mér netfangið þitt á elmag@simnet.is og ég skal svara spurningu þinni um aldur og annað það sem þú vilt vita.

Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 11:32

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís. Þú verður að opna Nýjustu myndaalbúmin mín og þar finnurðu albúm sem heitir ikea 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 12:08

8 Smámynd: Tína

Velkomin heim ljúfust.

Tína, 6.8.2008 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband