Leita í fréttum mbl.is

Orka náttúrunnar og orka mannsins

Samkvæmt þessari frétt er ekki langt í að Ísland verði land orkuleysis miðað við allt það vatnsrennsli og vatnsfall sem við höfum í dag. En vonandi fær orka mannsins að njóta sín áfram þótt breytt skilyrði verði.

Á meðan ég var í vikuferðinni minni í DK og Sverige átti örverpið mitt afmæli þann 31. júlí og varð tvítugur, engin kaka, ekkert kaffi, engin matur, og engin veisla, bara millifærsla á peningum til gjafar.

l_4de835ffd66b018a73db78bae28b877e

Þetta er Þór Birgisson 20 ára 31. júlí 2008. Þessi piltur hefur verið orkubolti frá fæðingu, hann er í fyrsta lagi stærst fæddur af börnum mínum og er reyndar stærstur af þeim í dag.

Hann er mikið félagsmálatröll og hefur tekið þátt í nokkrum uppfærslum á leiksviði í skólanum og syngur mikið bæði heima og annars staðar. Hann er vinmargur og finnst gaman að tjilla. Hann fór í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans og heldur áfram núna í stúdentspróf. Til hamingju kallinn.

IMG_8008-S_LR

Sandra María varð 14 ára 2. ágúst og ég náði aldrei símsambandi við hana þann daginn og ekki síðar heldur . Svo, Sandra mín til hamingju með afmælið.

Þessi mynd er hluti af ljósmyndanámskeiðinu sem hún var á í fyrra.

 

Þau tvö ásamt mér verða víst horfin eftir eina öld eins og Langjökullinn, vonandi að afkomendur þeirra eigi ljúfa hitadaga á Íslandi.


mbl.is Langjökull horfinn eftir öld?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

TIl hamingju með unga fólkið, já við verðum víst öll farin eftir öld, en hverngi Ísland verður þá er ekki gott að spá.  Eigðu ljúfan dag  Heart Beat  Heart Beat Heart Beat 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 16:44

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jösses hvað þau eru flott.  Til hamingju með bæði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2008 kl. 17:26

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Til hamingju með son og barnabarn...svakalega sem það  kemur fallegt fólk undan þér kona..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.8.2008 kl. 18:37

4 identicon

Flott ungviði. Enga svartsýni. Hvort sem jöklar bráðna eða ekki þá verðum við horfnar eftir eina öld. nema við gerum eins og Þyrnirós, sofum í eina öld og ...

Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 20:00

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Til hamingju með fallega tvítuga soninn þinn, og fallegu ömmustelpuna þína. - Mikið eru þau flott, bæði tvö. -  Ætlar Þór að halda áfram í músikinni eða ........?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.8.2008 kl. 12:24

6 Smámynd: Kolgrima

Til hamingju með þau bæði tvö

Kolgrima, 7.8.2008 kl. 17:51

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir kveðjurnar elskurnar.

Lilja hann Þór vill örugglega halda áfram í músíkinni.

Hulda væri ekki gaman að prófa að sofa í eina öld?

Krumma, þau eru í það minnsta góð og ég er stollt af þeim.

Takk Jenný mín.

Ásdís hvaða rassakastaæði gengur yfir bloggheima með köttum?

Annars takk fyrir innlitið.

Edda Agnarsdóttir, 7.8.2008 kl. 18:47

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þau eru falleg börnin þín.

Jakob Falur Kristinsson, 8.8.2008 kl. 03:44

9 identicon

Það er bara ekki rétt. Ég er stærri... og sterkari, en það er aukaatriði.

Fylkir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband