Leita í fréttum mbl.is

Já já - þau eru farin og flutt.

Ég veit, það er mikið að gerast hér á þessum bæ þessa dagana. Nú er Fylkir minn og Alexandra kærastan hans flutt til Dk n.t.t. til Aarhus.

Þau fóru í dag ásamt þremur öðrum og allar fjölskyldurnar voru samankomnar á flugvellinum að kveðja börnin sín. Þetta var vægast sagt skrýtin stund.

Fylkir minn er mikill heimlingur og hefur nánast stigið út af heimilinu og við erum strax farin að sakna hans.

Hann ætlar að feta í fótspor föðursins og lesa sálfræði í Aarhus í sama skóla og pabbi, Alexandra fer í markaðsfræði, bróðir hennar Gummi fer í tækniskólann og kærastan hans hún Eyrún fer í viðskiptafræði.

DSC01809Hér eru þessar elskur með ömmu og afa á Miðhrauni sem komu í fyrrakvöld að kveðja þau.

Anna og Guðmundur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús á þig.  Þetta er vont í byrjun og skánar svo.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir Jenný mín - ætli ég verði ekki að fara væmnisjafna hérna megin.

Edda Agnarsdóttir, 7.8.2008 kl. 22:11

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segi eins og Jenný, þetta er vont en það venst.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 22:54

4 identicon

Huggaðu þig við það að þau eru að fara að gera það sem þeim langar til. Þú átt eftir að sakna þeirra en eins og þær segja stelpurnar hér að framan þetta lagast. 70% af öllum árangri í lífinu næst með því að mæta á staðinn.

Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband