Leita í fréttum mbl.is

Showið í borginni fellur skugga á mikilvægari málefni eins og ofbeldi á konum

Ofbeldi gegn konum er málefni sem getur ekki beðið. Að minnsta kosti ein af hverjum þremur konum er barin, þvinguð til kynlífs eða misnotuð á annan hátt einhvern tímann á lífsleiðinni. Fimmta hver kona verður fórnarlamb nauðgunar eða tilraunar til nauðgunar.

Ríkisstjórn Íslands skrifaði undir í morgun.

 SEGJUM NEI VIÐ OFBELDI

Skrifið ykkur inn á undirskriftalista inn á Unifem og segið NEI við ofbeldi á konum í heiminum.

"Mansal, kynferðisleg áreitni, limlesting á kynfærum kvenna, morð vegna heimanmunds, heiðursmorð og útburður stúlkubarna eru hluti af sama vandamáli, þetta er allt ofbeldi gegn konum. Ekkert land, engin menning, engin kona ung eða gömul, er ónæm fyrir þessari plágu. Alltof oft er komist upp með þessa glæpi án þess að refsað sé fyrir og ofbeldismennirnir ganga lausir. “ sagði Regína Bjarnadóttir stjórnarformaður UNIFEM á Íslandi á blaðamannafundi í dag þegar hún vakti máls á mikilvægi þess að ríkisstjórnir heims gripu til aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi."

Tekið úr frétt á mbl.is

http://www.unifem.is/unifem/

Hvaða átak er þetta?
Þetta er alþjóðlegt átak á vegum Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna eða UNIFEM sem hófst 25. nóvember 2007 og lýkur sama dag árið 2008. Nú þegar hafa nokkrar ríkisstjórnir skrifað undir átakið í heild sinni og þar með sýnt vilja í verki til að uppræta ofbeldi gegn konum. Nú þurfum við samstöðu til að senda út sömu hvatningu til annarra ríkisstjórna heims.


mbl.is Ríkisstjórnin segir nei við ofbeldi gegn konum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Búin að skrifa og karlinn minn líka.

Ég var einmitt að ákveða að blogga ekki um þetta fyrr en borgarmálin eru komin á hreint.  Amk. ekki í þessu fárviðri sem nú ríkir.

Vill ekki að það hverfi í þann ólgusjó.

Hei, ég hringi í dag.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 12:21

2 identicon

Búin að skrifa undir og þakka þér fyrir að minna mig á. Þessa stundina er ég með hugann við leikhúsmálin í borginni. Elma

Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 12:45

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hef verið styrktarmeðlimur UNIFEM í mörg ár...það eru hrikalegar aðstæður sem margar konur þurfa að búa við.

Þú varst að spyrja mig um Rut, ég veit ekki hvort hún er Magnúsdóttir, það gæti meira en vel verið en þegar ég var með henni í skóla var hún þekkt sem Rut Snædal....hún sem sagt bauð mér starf í suður Afríku sem ég væri vís með þiggja eftir að ég klára námið... 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.8.2008 kl. 12:49

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir þetta Edda.

Marta B Helgadóttir, 14.8.2008 kl. 13:28

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir þetta Edda. Búinn :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.8.2008 kl. 14:13

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það ætti að vera meira en sjálfsagt, fyrir hvern einasta fullorðinn Íslending, að skrifa undir svona yfirlýsingu. 

Takk. 

Anna Einarsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:16

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Edda rakst á þetta hjá Ásdísi, við erum bæði búin að rita okkur á listann.
Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2008 kl. 15:25

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er að drífa mig í þessu

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 15:31

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já hringdu Jenný - ég þarf að slúðra!

Takk fyrir viðbrögðin öll sömul.

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:53

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir að benda mér á þetta. - Ég er búin að skrá mig.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 16:02

11 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Takk Edda mín, gerði eins og þú bauðst mér og það var mitt fyrsta verk.

Var að koma heim eftir udflugt.  Mun blogga um leið og ég er búin að taka upp úr töskum, setja í þvottavél, fara í Ikeka, og síðan í Kringluna til að verða mér úti um afmælisgjöf handa góðum vini og síðan brúðargjöf fyrir fallega konu.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.8.2008 kl. 16:52

12 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Takk fyrir að minna á þetta þarfa átak....er búin að skrá mig.

Anna Þóra Jónsdóttir, 14.8.2008 kl. 17:07

13 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir að benda mér á þetta Edda. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 14.8.2008 kl. 17:29

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gaman að sjá ykkur öll hérna í blogginu mínu, takk fyrir innlitið og verið velkomin eins oft og þið viljið! Knús á ykkur öll

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 17:30

15 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Takk fyrir að hnippa í mig - ég hnippi í næsta mann og svona gengur þetta glatt!

Guðrún Helgadóttir, 14.8.2008 kl. 17:57

16 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Kærar þakkir fyrir að láta mig vita af þessu Edda, ég hafði ekki tekið eftir þessu í borgarfárviðrinu sem er að ganga yfir þessa stundina. Ég skrifa undir þetta! Bestu kveðjur !

Sunna Dóra Möller, 14.8.2008 kl. 19:34

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Skrái mig...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.8.2008 kl. 21:11

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Búin - og takk!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.8.2008 kl. 21:12

19 Smámynd: Brynja skordal

Takk fyrir þetta búinn að skrá mig

Brynja skordal, 14.8.2008 kl. 21:28

20 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Vá hvað allir eru skarpir - hugsið ykkur það kom engin frétt um þetta í fréttum kvöldsins!

Kannski kemur það kl. 10 eða rúmlega það vegna borgar-leikhúsins!

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 21:29

21 Smámynd: Kristján Pétursson

Þakka þér Edda að vísa mér á síðuna þína.Ofbeldi gegn konum er og hefur verið stærsta vandamál  samtímans.

Kristján Pétursson, 14.8.2008 kl. 21:58

22 Smámynd: Kolgrima

  takk

Kolgrima, 15.8.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband