Leita í fréttum mbl.is

Taugaþroskaröskun ADHD Athyglisbrestur og ofvirkni

Flengingar þóttu kannski ekki mikið tiltökumál hér áður fyrr, án þess að ég viti hvernig fólk almennt bar sig að við flengingar á börnum. En þegar flengingar/rasskellingar eru orðnar þannig að það þarf að bera olíu á rass barna, 4 ára og 6 ára eftir athæfið, þá getur það tæplega kallast refsing nú til dags eða hvað?

En þessi mbl. frétt minnti mig líka á það að áður fyrr var talað meir um óþekkt í börnum, sem sífellt var verið að skamma og refsa  fyrir ekki neitt að þeirra upplifun. Fullorðið fólk víðsvegar hefur sterkar skoðanir á atferlum barna og eiga vont með að skilja að það sem var kallað m.a. óþekkt, mikill fyrir sér, óltátabelgur og villingur voru börn sem áttu við verulega taugaþroskaröskun.

Ég er búin að sitja á námskeiði í allan dag um Athyglisbrest og þótt ég sé búin að vera á ýmsum fyrirlestrum  og lesa mig til um Athyglisbrest er alltaf eitthvað nýtt að koma fram  bæði með rannsóknum og eins líka það sem hefur farið fram hjá mér.

Vissir þú að ADHD hamlar framkvæmdagetu og hindrar barn oft í haga sér í samræmi við þekkingu?

Vissir þú að 3 strákar á móti hverri einni stelpu er með ADHD?

Vissir þú að Foreldrar barna með ADHD eru oft með það sjálf?

Vissir þú að börn með ADHD eru seinni í þroska sérstaklega þegar þau eru komin á miðstigs- og unglingastigs aldur?

Mér varð eiginlega fyrst hugsað um taugaþroskaröskun (ADHD) þegar ég las þessa frétt um manninn sem rasskellir drengina og konuna líka. En að sögn fréttarinnar var rasskelling á konunni með leðurbelti með hennar samþykki í kynlífsleik. Héraðsdómur Norðurlands hefur sýknað manninn af ákæruum um líkamsárás og brot á barnaverndarlögum!

 


mbl.is Flengingar ekki alltaf ruddalegt eða ósiðlegt athæfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flengingar eru ekki raunhæf aðferð við að aga börn, ekki að mínu mati.  En að standa við það sem maður segir við barn og að foreldrar séu ekki endalaust að segja eitt og gera svo annað er það versta sem börn lenda í.  Að vera sjálfum sér samkvæmur og muna eftir því að sumt eru saklaus prakkarastrik, sem maður sjálfur gerði í den, er hægt að fyrirgefa.  Virðing, ástúð, hlýja og sú vissa að pabbi og mamma vita oftast betur hjálpar börnum mest, og EKKI að vera vinur barna sinna, heldur foreldrið, það má síðan breytast með aldrinum ef vill en maður er fyrst og fremst foreldri og uppalandi og má ekki klikka á því.  Takk fyrir gott innlegg.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2008 kl. 19:46

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Flott innlegg hjá þér varðandi málefni ADHD.    

Marinó Már Marinósson, 15.8.2008 kl. 20:43

3 identicon

ADHD? Af hverju er verið að merkja fólk. Vitið þið að ég er dálítil ,,SMMEG" Sem þýðir að ég er ,,skrýtin móðir með einhverja galla!"

kv.

Stígvélakötturinn (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 21:38

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég veit lítið um ADHD en ég veit að það er algjörlega bannað að beita börn ofbeldi og mér þykir merkilegt að dómaranum finnist það ekki líka.  Hefði haldið að hann hafi kynnt sér barnalöngin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2008 kl. 23:05

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta kemur ekki á óvart með ADHD einstaklingana....þeir eru nokkrir í kringum mig...en það mætti gera meira af því að upplýsa almenning því margir með ADHD eiga erfitt uppdráttar í samfélaginu.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.8.2008 kl. 23:06

6 identicon

Kannski var dómarinn flengdur sem krakki og finnst það í lagi ef það er gert undir réttum kringumstæðum.

Ég var flengdur sem krakki og ég átti það líka skilið, þótt mér hafi ekki fundist það þá, þá veit ég það núna að maður gat verið algjör ólátabelgur í æsku. 

Ég styð flengingar sem refsingu undir vissum kringumstæðum,  það er oft ekki nóg að henda krökkum inní herbergi í straff ef þau hafa gert eitthvað af sér,  því krakkar á vissum aldrei skilja ekki hvað straff er og það kemur ekki niður á þau rétt,   það þarf stundum að tengja refsingu við eitthvað vont.   T.d. þegar krakkar eru bítandi til blóðs aðra krakka,  þá þurfa þeir að vita að það er ekkert gott að vera bitinn,  15 mín straff kemur því ekki til skila.

En aftur á móti þegar flengingarnar eru orðnar það stórtækar að það þarf smyrsl eða eitthvað á bossana, þá er það nú svoldið gróft. 

Jóhannes H (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 23:48

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jóhannes, takk fyrir þitt innlegg. Ég er ekki sammála þér að það eigi eða geti nokkurntíma verið réttlætanlegt að flengja/rasskella börn.

Hrafnhildur, það þarf virkilega að gera fólk meðvitaðra um ADHD. Mín tilfinning er sú að þetta komi betur fram í dag en áður og er viss um aðþað er að hluta til fæðið sem við látum ofan í börnin og okkur eða skortur á einhverju úr fæðunni.

Jenný, ég er líka hissa á þessum dómi eða frávísum, veit ekki betur en að það sé lögbundið hér á landi að bannað sé að leggja hendur á börn.

Stígvélaköttur, þetta er engin merking frekar en "sykursýki", ofnæmi ýmiskonar ogfleira. Með því að tala og rita um "ofvirkni" þ´erum við um leið að uppræta fordóma gegn þessu. Ég hlustaði á tvær ungar konur í dag sem lýstu því hvernig þær voru meðhöndlaðar í skóla af því það voru engin úrræði til fyrir börn með ofvirkni eða vanvirkni. Þessar konur fóru báðar í greiningu fyrir stuttu síðan og eru loks búnar að fá vitneskju um hvað það er sem er að hjá þeim. Þ´r lýstu því báðar hvað það hefði létt mikið á þeim.

Takk fyrir Marinó.

Takk Ásdís fyrir þitt innlegg. 

Edda Agnarsdóttir, 16.8.2008 kl. 00:14

8 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég þekki þessi ADHD þó nokkuð persónulega og hef orðið vitni að nánast kraftaverki þar sem lyf hafa komið að gangi, t.d. gegn kvíðaröskun.   Fræðsla og samvinna foreldra og kennara skipta mjög miklu máli.   Mér sýnist að sumum veitir ekki af að fá smá fræðslu um þessi mál, sérstaklega ef það heldur að flengingar og ofbeldi gegn börnum leysir eitthvað.

Marinó Már Marinósson, 16.8.2008 kl. 00:22

9 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Flengingar eru alltaf að mínu áliti ruddalegar og ósiðlegar. Það er eitthvað að fólki sem beitir slíkum líkamlegum refsingum. Ef satt er að maðurinn hafi beitt konunni flenginumað hennar vilja ber vott um lágt siðferðismat mannsins.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 16.8.2008 kl. 00:25

10 identicon

Ef flengingar væru árangursrík uppeldisaðferð, væru þá ekki rassskellt börn meðfærilegri en önnur? Ég hefði haldið að ef barn er flengt, t.d. frá 3ja ára aldri, ætti það að vera hætt að óþekktast um 6 ára aldurinn. Það er þó ekkert sem bendir til þessháttar orsakasamhengis.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 06:59

11 identicon

Stígvélakötturinn: Þetta er merkt svona því ef barn er með ADHD upplifir það hlutina öðru vísi og því þarf að taka það með í reikninginn til að skilja það. M.ö.o. þarf að beita öðrum aðferðum við að ala ADHD-börn upp.

Gatari (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 16:11

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

HALLÓ! hvað er í gangi? hvað er þetta með olíuna? hvers konar olía var þetta eiginlega?

Er maðurinn kannski með einhvern rassa-fetish? Mér finnst svo skrítið að tvær kærur á hann snúist báðar um rassskellingar!!

Mér finnst reyndar þessi fréttaflutningur alveg stórfurðulegur.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.8.2008 kl. 18:30

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sammála þér Jóna, fréttaflutningurinn er til háborinnar skammar.

Það er staðreynd að ekki má lemja börn og að miðlarnir skulu ekki kafa dýpra í þetta er einhver skekkja.

Stígvélaköttur, hvernig viltu hafa þetta? Ég á barn sem er ADHD og það hefur aldrei verið merkt utan á honum. Ekki frekar en sykursjúk börn eru ekki merkt að utan! Gætir þú útskýrt þetta nánar?

Edda Agnarsdóttir, 16.8.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband