15.9.2008 | 23:30
Réttur foreldra og sakarvottorð
Sakavottorð er eitt af því sem beðið er um þegar ráðið er til vinnu í Danmörku. Í það minnsta ef unnið er með fólk.
Hér á landi hefur það ekki tíðkast, en það brá svo við að nýtt fólk sem kom til vinnu hjá Akraneskaupstað í haust þurfti að skila sakarvottorði og er það vel.
Það er kannski undarlegt til þess að hugsa að Bretar eru að fara á stað með opinberanir á kynferðisglæpamönnum sem setið hafa af sér. Rannsóknir sýna að það er nánast ekki hægt að koma í veg fyrir það að þessir menn endurtaki ekki glæpinn.
Mér er ætíð minnisstæð réttarhöld sem fóru fram í Þýskalandi á níunda áratugnum yfir manni sem nauðgaði og drap stúlkubarn, sex ára gamla minnir mig. Hann hafði setið inni fyrir samskonar glæpi og verið tekin úr sambandi, en fékk leyfi vegna sambúðar við konu mörgum árum eftir að hann var laus, að láta setja sig í samband og það endaði svona. Móðir stúlkunnar skaut manninn til bana í réttarsalnum þegar réttarhöldin voru farin að draga í land með hans sekt og útlit fyrir mjög vægan dóm. Barnið var einkabarn móðurinnar og hann hafði lokkað hana með sér í garð.
Foreldrar fá upplýsingar um kynferðisglæpamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Sakavottorð er gott og gilt þegar sótt er um vinnu.
En sem úrskurðaratriði þegar fólk kemur til Íslands er það að mínu mati gagnlaust plagg vegna þess að í sumum löndum þar sem mannréttindi eru lítilsvirt og lög allt öðruvísi en hér getur fólk verið með á sakavottorði að hafa tekið þátt í mótmælum eða sýnt aðra borgaralega óhlýðni.
Þannig að þetta sakavottorð er ekki nein alsherjarlausn og tvíeggjað sverð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 09:35
Góður punktur Jenný - var bara ekkert að hugsa um erlenda landnema. Mér finnst hins vegar gott að það sé krafist sakarvottorðs þar sem unnið er með börn sérstaklega, gamalmenni og sjúklinga ásamt fötluðu fólki ekki síst.
Edda Agnarsdóttir, 16.9.2008 kl. 13:19
Alveg sammála að krefjast sakavottorðs hjá þeim sem vinna við ýmiss konar umönnun. Einmitt þess vegna sendi ég minn strák í sumarbúðirnar Ævintýraland því þar eru allir starfsmenn kannaðir og því engin hætta á einhverjum föntum þar.
Helga Magnúsdóttir, 16.9.2008 kl. 20:11
Ég er mikið búin að vera að hugsa um þessi afbrotamál sem dunið hafa á okkur í fréttum að undanförnu. Ég styð þetta með sakavottorðin en skil samt alveg hvað Jenný Anna er að fara. Það þarf að taka það með í reikninginn.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 20:26
Samkvæmt nýjum grunnskólalögum eiga allir að skila inn sakavottorði við ráðningu í leik- og grunnskóla. Þetta er því ekki einstakt hér á Akranesi.
Arnbjörg (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 21:09
Arnbjörg, takk fyrir leiðréttinguna, mér er bara svo kært að hafa Skagann sérstakann!
Já Anna það er eitthvað hryllingsástand í gangi, ekki bara afbrot, líka slys.
Helga það er mjög gott að svo sé., veist þú eitthvað nánar um hvernig því er háttað eða framfylgt?
Edda Agnarsdóttir, 16.9.2008 kl. 22:30
Nei, en þú getur spurt Gurrí, systir hennar rekur þessar sumarbúðir.
Helga Magnúsdóttir, 17.9.2008 kl. 19:30
Segi það við hvert tækifæri.
Atvinnurrekendur eiga að mínu mati að vera á einhvern hátt ábyrgir þegar þeir eru að flytja inn erlent vinnuafl. Þá myndu þeir vanda betur val sitt, því af nógu hefur verið að taka.
Ég þekki einn stórgrósser á Reykjavíkursvæðinu og hann sagði mér að hann kræfist bæði sakavottorðs og skilríkis, því að hann hefði fyrir nokkrum árum haft vinnuafl frá Póllandi sem stal verkfærum fyrir milljónir, úr næstu vinnuskúrum og svo var aukabúgreinin hjá þeim að stela úr búðum.
Mér finnst eiginlega sjálfssagt að kennarar og allara aðrar launþegastættir ættu að leggja fram sakavottorð þegar það sækir um vinnu.
(Ég hefði skotið hann líka)
Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.9.2008 kl. 19:57
Það eru reyndar margir vinnustaðir sem krefjast sakavottorðs. Ég hef unnið í banka og einnig í áfengisverslun (komið víða við sjáðu) og á báðum stöðum þurfti ég að framvísa svoleiðis vottorði.
Knús á þig yndislegust.
Tína, 23.9.2008 kl. 07:00
Ég man svo vel eftir þessum réttarhöldum en mig minnti að móðirin hefði fengið býsna þungan dóm af því að þetta var undirbúið morð og brotaviljinn einbeittur! Til að vara fólk við að taka lögin í sínar hendur.
En það er gott að fólk í umönnunarstéttum skuli þurfa að sýna sakarvottorð.
Kolgrima, 24.9.2008 kl. 11:04
Sakavottorð finnst mér sjálfsagt mál að þurfi að sýna. Sérstaklega þar sem unnið er með fólk, s.s. leikskólar, elliheimili, grunnskólar, frístundaheimili o.sfrv.
En svo er það hin hliðin, þ.e. auðvitað eru fullt af barnaníðingum og annars konar glæpamönnum þarna úti sem aldrei hafa verið kærðir eða dæmdir. Og hreinsast ekki líka sakavottorð á einhverjum x tíma?
Jóna Á. Gísladóttir, 25.9.2008 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.