Leita í fréttum mbl.is

Depurð...

...er eina orðið sem mér dettur í hug þessa daganna. Þótt ég sé ekki í vandræðum með minn fjárhag er allt fullt af fólki í kringum mig sem er illa sett á margan hátt í þessum hörmungum.

Strákurinn minn í Árósum á dágóða summu á bankareikningi hér sem hann er að reyna að hafa fyrir sig til að lifa á en því miður þá færði hann ekki þá peninga yfir um leið og hann flutti enda skammur tíma síðan hann fór og það þarf að læra á ýmislegt og kynna sér starfsemina í öðru landi áður en hlaupið er með peningana sína úr "örygginu" á Íslandi í erlenda banka!

Tengdadóttir mín í Kaupmannahöfn ætlaði að koma heim með Magneu sína í næstu viku, en peningarnir stoppa það af öllum líkindum í þetta sinn. Nú kostar fargjaldið fyrir þær tvær fram og til baka "hundrað tuttugu fjögur þúsund" !

Þetta er sorglegt að komast ekki heim og sjá manninn sinn leika í fyrsta skipti á Íslandi síðan hann útskrifaðist.

Ég átti smápening inni á sjóð níu, en ég hrósa happi yfir því að hafa keypt eldhúsinréttingu fyrir peninginn áður en allt fór í kúk og piss ásamt misnotkuninni á þessum sjóðum almennings til hlutabréfakaupa forkólfa bankanna í landinu!

Skyldi verða tekið á því hér á landi?

Ég ætla til Svíþjóðar í næstu viku til dóttur minnar. Þið skuluð ekki verða hissa þótt ég komi ekki til baka!

Ég segi sonna eins og Jenný.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 6.10.2008 kl. 00:46

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já ég væri að ljúga ef ég segðist ekki finna fyrir þessu ástandi, ég átti líka pening í sjóð níu, gat bjargað einhverju en það eru margir verr staddir en ég þannig að ég ætla ekki að kvarta...ætla samt að ríghalda í budduna.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.10.2008 kl. 01:08

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku Edda mín, ljótt að heyra.  Ég er búin að hugsa mikið til þín undanfarið.

Ef þú ert í bænum þá er ég á Kirkjuteig 23 og alltaf heima þessa dagana.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 09:58

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég skil vel depurð þína Edda, mér finnst það sárara en orð fá lýst ef Aldís og Magnea komast ekki á frumsýningu hjá þessum unga efnilega stórleikara sem þreytir nú frumraun sína á Íslensku sviði þann 18.október n.k. ég vona og bið þess að úr rætist og þær komist ásamt ykkur foreldrum hans, til að fagna þessum merka áfanga í lífi ungs nýútskrifaðs leikara.  Sem er nú leika á sínu móðurmáli í atvinnuleikhúsi í sínu heimalandi í fyrsta sinn. - Stór stund sem aldrei verður endurtekin. -  Allavega ætla ég að vera viðstödd þennan merka atburð, og hlakka mikið til.  - Ég hef fylgst með vinnu hans við þetta hlutverk og mér finnst öll hans vinna afar spennandi og lofa mjög góðu.  - Hann á svo sannarlega eftir að standa fyrir sínu, svo eftir verður tekið. -   

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.10.2008 kl. 21:18

5 identicon

JEG KEM BARA SAMT !!!!! :o)

jeg er íslensk, og geri bara það sem mjér sýnist !!!

- og er stollt af því !!

Hlakka GEGGJAÐ til að sjá Sindrann minn !

og pjéningar eru bara pappír.

Það er meirað segja búið að bjóða mjér far með einkarellu ;o)

- en veit ekki hvort jeg þori það með gullið mitt..

Væri annars geggjað að lenda bara á Akureyri, í eigin flugvél og mæta bara á frumsýningu mannsins míns, bara af því að jeg elska hann !!! ..hehe

og fara svo bara til baka, eins og ekkert væri sjálfsagðara !

Áfram Ísland, farsælda frón.. og skál í VODKA

Kv. Aldís

P*aldis (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 15:48

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já elskan, komdu bara og gefðu sk... í allt þetta volæði hér!

Hlakka til að sjá þig.

Lilja mín. Takk fyrir hluttekninguna - þetta hefur áhrif!

Jenný mín, á mar ekki að klappa saman lófunum núna - ég kem í heimsókn darlingur!

Krumma ég ætla að skoða þig þegar ég kem norður - klárt mál!

Brynja mín, takk fyrir innlitið.

Edda Agnarsdóttir, 7.10.2008 kl. 19:51

7 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Veit ekki til hvers ég fór úr bananalýðveldinu Tyrklandi til að koma í bananalýðveldið Ísland? Vona að menn átti sig að það var fyrir áeggjan fræðingana hjá bönkunum, í mínu tilfelli LÍ, að ég og fleiri settum aurana okkar í "sjóði". Það á að sækja eigendurna til saka.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 8.10.2008 kl. 22:47

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er ömurlegt hvernig er búið að fara með okkur hérna. Svo á allur lífeyrir eftir að lækka, búist er við að minnst kosti 5% skerðingu strax eftir áramót. Ég skil ekki hvernig fólk ætlar að fara að.

Helga Magnúsdóttir, 9.10.2008 kl. 19:09

9 Smámynd: Tína

Elsku hjartans Edda mín. Víst er ástandið ljótt og verra hjá sumum. Við hjónin erum í ansi vondum málum en veistu............ það eitt skiptir í raun máli að eiga góða að og það eigum við svo sannarlega í hvort öðru og okkar börnum. Ætli ég sé búin að læra aðeins of mikið í æðruleysinu í undanförnum erfiðileikum???

Knúsaðu hana Jenný fyrir mig ef þú ferð í kaffi til hennar.

En hrikalega öflugt knús á þig Edda mín

Tína, 10.10.2008 kl. 02:40

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég skil þig vel Edda - þetta ástand er þyngra en tárum taki fyrir marga. Ég á líka dóttur sem er við arkitektanám í Árósum og ég hef áhyggjur af þessa dagana.

Fólk í kringum mann er strax farið að missa vinnu - sumir hafa tapað miklu.

Munum bara að öll él styttir upp um síðir - og sólin er alltaf á sínum stað bak við skýin. Hún á eftir að birtast okkur á ný.

Knús.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.10.2008 kl. 09:56

11 identicon

Dóttir mín er í verkfræðinámi í Södeborg, hún er í þokkalegum málum enn.? Ég skil þig mög vel...

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband