Leita í fréttum mbl.is

Erlendir fjölmiðlar í forgang?

Í ljósi þess að Íslendingar (þeir sem geta) hafa verið að fá fréttir af ástandi og framtíðaráætlun ríkisstjórnarinnar úr erlendum fjölmiðlum mun betur og meira en í íslenskum fjölmiðlum er ekkert ástand sem getur komið í veg fyrir það að íslenskir forsvarsmenn þjóðarinnar sitji fyrir beittum spurningu í okkar íslenska ríkisfjölmiðli Sjónvarpi allra landsmanna.

Hver á að gera það ef ekki Ruv?

Mér skilst að í viðtalinu í gær hafi komið meira frá Geir en í samanlögðum öllum hinum viðtölum sem við hann hefur verið síðan "sprengjan" varð.

Bara það að "við getum öll orðið vitur eftir á" hvað þá forsætisráðherrann og hans meðstjórnarfólk!

Það er þessi leynd sem er óþolandi og virðist ekki ætla að hverfa einu sinni núna í öllum þessum hörmungum, það að tala skýrt og opið er heillavænlegast fyrir alla, hvort sem það er Geir eða einhver annar sem gerir vitleysur erum við ekki alvitur og besta leiðin er að fólk tali saman, með því móti koma fleiri hugmyndir af lausnum upp í hendur þeirra sem þurfa að stjórna nýju Íslandi.

Mér fannst Sigmar góður í gærkvöldi, eins og hann er oftast, ég er sammála Páli að taumurinn var heldur lengri hjá Agli.


mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þvílíkt rug í þessum manni.

Þetta var fyrsta viðtalið sem átt hefur verið við forsætisráðherrann sem skilaði einhverju og auðvitað verða stjórnmálamenn að gefa þjóðinni svör.

En enn vitum við ekkert eða mest lítið.

Hvenær kemurðu heim og í kaffi?

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 15:49

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég ætla að koma til þín þegar ég kem heim. Kem á sunnudaginn seint um kvöldið og vinna á mánudagsmorgun.

Edda Agnarsdóttir, 23.10.2008 kl. 17:31

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sko Palla, stendur með sínu fólki og lætur ekki vaða yfir sig.

Helga Magnúsdóttir, 23.10.2008 kl. 19:05

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér dettur helst í hug að það þurfi að senda sjálfstæðismenn á námskeiðið;  "Hvað þýðir íslenska orðið ÁBYRGÐ" ?

Þeir virðast ekki hafa hugmynd um merkinguna. 

Anna Einarsdóttir, 23.10.2008 kl. 20:29

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hvernig væri það að koma með afruglara námskeið á alla þessa villuráfandi sauði í kreppunni?

Allavega er sagt að margt nýtt komi út úr kreppu!

Það er gott að bréfin eru birt - það vekur meðvitund um það sem getur leynst víða.

Edda Agnarsdóttir, 24.10.2008 kl. 08:28

6 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

flower002.gif

Anna Ragna Alexandersdóttir, 25.10.2008 kl. 20:18

7 Smámynd: Tína

Halló sólargeisli. Langt síðan maður hefur heyrt frá þér. Vonandi hefur þú það bara gott þegar á heildina er litið og njótir þess lífið hefur þó upp á að bjóða.

Kærleiksknús á þig fallega kona

Tína, 27.10.2008 kl. 07:16

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir Tína mín.

Edda Agnarsdóttir, 27.10.2008 kl. 18:56

9 Smámynd: persóna

Mikið hefur þú fallegt bros.

persóna, 29.10.2008 kl. 15:41

10 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Edda mín. Góð hugmynd þetta með afruglaranámskeið.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 1.11.2008 kl. 18:33

11 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sendi þér blómvönd, því að þú ert svo ferlega fín.Flower

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.11.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband