Leita í fréttum mbl.is

Í staðin fyrir að lesa allt hið neikvæða um það sem er að gerast...

... á landinu okkar góða er ágætt að hugsa um þá sem hafa það ennþá verr en við úti í heimi og styðja og styrkja hjálparstarf í Afríku á vegum ABC  http://www.abc.is/.

Blogg vinkona mín Hrafnhidur Vilbertsdóttir hefur sent út neyðarkall á bloggi sínu http://krummasnill.blog.is/blog/krummasnill/entry/705164/ og tek ég undir það með því að áframsenda þetta neyðarkall hingað á mitt blogg.

Brotist var inn á skrifstofu ABC barnahjálpar í Kenýa og öllu fémætu stolið. Sigurrós Friðriksdóttir og tvær samstarfskonur hennar voru bundnar og keflaðar á meðan ránið fór fram. Starfið er nú í mikilli þörf fyrir fjárhagsaðstoð. Þeir sem vilja leggja því lið geta lagt inn á reikning nr. 1155-15-41411, kt. 690688-1589.
Bréf frá Þórunni til stuðningsforeldra Kenya barna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Bæti þessu við, en fékk þetta sent frá ABC áðan, en ég er styrktarforeldri tveggja barna síðan bara nýlega.  Súpa og brauð í hádeginu á laugardögum til styrktar ABC Veitingastaðurinn Basil og Lime, Klapparstíg 38 ætlar að bjóða vegfarendum upp á súpu og brauð í hádeginu á laugardögum fram að jólum. Súpan verður seld í tjaldi við veitingastaðinn og kostar 500 kr. Öll vinna og hráefni í súpuna er gefið og rennur andvirðið í neyðarsjóð ABC barnahjálpar. Súpusalan hefst laugardaginn 15. nóvember. Við hvetjum alla sem leggja leið sína í miðbæinn að staldra við, fá sér heita súpu í hádeginu og styrkja gott málefni. Vegna gengislækkunnar krónunnar er þörfin fyrir aðstoð mikil.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.11.2008 kl. 17:53

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er búin að leggja smáræði inn hjá þeim

Huld S. Ringsted, 13.11.2008 kl. 17:58

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég ætla að fara og fá mér súpu og halda áfram að borga með mínu barni og leggja svo eitthvað auka. Þarf ekki að vera mikið, mann munar svo sem ekki um einn þúsundkall eða tvo.

Helga Magnúsdóttir, 13.11.2008 kl. 19:15

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég legg inn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.11.2008 kl. 20:29

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk Edda fyrir að setja þetta inn á þína síðu....

Frábært framtakið hjá veitingastaðnum..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.11.2008 kl. 22:20

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég lagði inn þegar fréttin kom í sjónvarpinu.  Vonandi gengur söfnunin vel svo börnin fái að borða. 

Anna Einarsdóttir, 13.11.2008 kl. 23:40

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sterk og góð viðbrögð - æðislegt, við ættum kannski að hittast allar á súpubarnum?

Knús á ykkur allar.

Edda Agnarsdóttir, 14.11.2008 kl. 00:00

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Væri alveg til á meeting en er alltaf að vinna á þessum tíma.  Nema að það sé opið á sunnudögum.  Ég legg að sjálfsögðu eitthvað inn.

knús og klapp til allra sem hugsa í þessa átt.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.11.2008 kl. 07:16

9 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ég kemst nú ekki í súpuna. Vonandi fá öll börn að borða. Það eru nú ansi margir sem leita muni eftir stuðning og eðlilega styðjum við þá og munum að margt smátt gerir eitt stórt.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 14.11.2008 kl. 12:11

10 Smámynd: Tína

Frábært framtak hjá þér Edda mín og alveg lýsandi fyrir þitt hjartalag.

Takk fyrir þetta og eigðu góða helgi

Tína, 15.11.2008 kl. 12:00

11 identicon

Hann er "bekkjarbróðir"..

..þau eru á sömu stofu á Leikskólanum.

Fóstrurnar tilkynntu mér þetta svo formlega, þegar jeg kom . Að þau hefðu verið að kyssast ;o)

- Mjér fannst það bara fyndið.. og skrifaði það niður.

Daginn áður var mér sagt, að Marco hefði sagt öllum að Magnea væri svo "Smuk & Dejlig" :o)

(Hann er annar bekkjarbróðir)

Strákavesen farið að segja til sín ..hehe

Aldís (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 21:31

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ja hérna ég á ekki orð!

Edda Agnarsdóttir, 17.11.2008 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband