3.3.2009 | 00:49
Ingibjörg Sólrún hefur þó gert eitthvað!
Ástæða er til að vekja athygli á þessum vel skrifaða pistli Guðmundar Andra Thorssonar. Ingibjörg Sólrún komst í hann krappan að móðga þjóðina, en umburðarlyndið sem hún fær fyrir allt það góða sem hún hefur gert fyrir þjóðina er grafið og gleymt á svona stundum. Ágætt að láta minna sig á og draga fram kosti fólks í allri neikvæðninni sem hefur tröllriðið samfélaginu.
Fréttablaðið, 02. mar. 2009 06:00
Gangan langa
Ógleymanleg verður manni myndin af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þar sem hún er studd út af heimili Geirs Haarde af Össuri Skarphéðinssyni, sínum nánasta samverkamanni - og hafði risið af sjúkrabeði sínum til að bregðast við kröfu kjósenda um nýja ríkisstjórn, nýja forystu í landsmálum, ný úrræði. Að fara nú að gera eitthvað og hætta þessu ráðleysi.
Þetta er ein af myndum hrunsins. Þetta er eitt af augnablikunum. Eftir á er eins og ráðherrarnir hafi verið í miðju taugaáfalli - ekki síst Geir Haarde sem öllum spurningum svaraði með: nei nei, alls ekki, auðvitað ekki, nei nei, við viljum bara fá vinnufrið."
Þetta er sterk mynd: Gangan langa. Maður sér hana fyrir sér þar sem hún gekk hægt og hetjulega skref fyrir skref út úr þessari ríkisstjórn á vit óvissunnar og studdist við styrkan arm Össurar og eigin vilja og ekki fór á milli mála hversu brothætt hún var og sterk - útkeyrð og einbeitt.
Þessa daga var djarft teflt og vel. Og Ingibjörgu Sólrúnu og samverkafólki hennar tókst að skapa nýja stjórn og leiða til öndvegis Jóhönnu Sigurðardóttur, sem á það öðrum fremur skilið að verða fyrsta konan til að sitja í stóli forsætisráðherra og blómstrar í starfinu - og virkja til starfa Vinstri græn, spriklandi af fjöri og athafnaþrá.
Sagt er að Ingibjörg Sólrún hafi ekki axlað sína ábyrgð. Jafnvel heyrast raddir - til dæmis frá síðbúnum Samfylkingarmönnum - sem tala eins og hún hafi fyrirgert kjörgengi sínu, megi ekki bjóða sig fram í annað sæti á lista Samfylkingar eða til formanns. Ég veit það ekki.
Brást hún? Henni voru vissulega mislagðar hendur í utanríkisráðherratíð sinni; gerði að sinni vonlausa oflátungsbaráttu Halldórs Ásgrímssonar fyrir sæti í Öryggisráðinu, gekk of langt í að leggja nafn sitt og þjóðarinnar við athafnir íslenskra fjárglæframanna þegar hún sat með þeim á örvæntingarfullum blaðamannafundi í Danmörku. Og átti víst fundi með Davíð Oddssyni og Geir Haarde í aðdraganda hrunsins þar sem Davíð virðist nánast hafa verið í hlutverki Kassöndru úr grísku goðafræðinni, en sú bölvun hvíldi á Kassöndru að hún sá allt fyrir en enginn trúði spádómum hennar (sem sýnir aftur hversu rangur maður Davíð var sem Seðlabankastjóri).
En Ingibjörg Sólrún gerði líka ýmislegt vel í ráðherratíð sinni, stöðvaði smánarlegan stuðning Íslendinga við Íraksstríð Bushstjórnarinnar, fordæmdi framferði Ísraelsmanna, beindi utanríkisstefnu landsins frá áralangri fylgispekt við Bandaríkjamenn og leitaði samhljóms við frændþjóðir.
(Reyndar er það ráðgáta hvers vegna svo mikil fremd þykir að vera utanríkisráðherra - er það ekki leif frá þeirri tíð þegar stórkostleg upphefð þótti að geta farið til útlanda og fengið bjór og Toblerone?)
Brást Ingibjörg Sólrún? Hefur hún fyrirgert foringjahlutverki sínu? Sjálfum finnst mér full snemmt að skera úr um um það.
Fyrri ríkisstjórn var ekki snjallræði þó að svo kunni að hafa virst að hún væri sú eina sem staðan bauð upp á eftir óljós úrslit síðustu kosninga, og flestum hafi virst þá sem þau Geir Haarde og ISG sýndu þroska og stjórnvisku að gera hið besta úr snúinni stöðu. En þetta var pattstjórn. Ákvörðunum var slegið á frest í uppgerðarsamlæti afla sem eiga að takast á og vera okkur kjósendum andstæðir valkostir. Hafi stjórnin haft eitt sögulegt hlutverk var það að koma Íslandi í ESB og leiða okkur frá Laissez-faire-stefnu Davíðstímans - frjáls-æðinu - en það var greinilega til of mikils mælst.
Sjálfstæðismenn voru ekki tilbúnir. Ekki heldur að halda áfram á Davíðsbraut. Það var eins og þeir segðu í sífellu: Æ getum við ekki talað um þetta á morgun
Einna jákvæðast við næstu kosningar er að flokkarnir komast ekki lengur upp með þann dónaskap við okkur kjósendur að ganga óbundnir til kosninga". Skýrir valkostir eru nú í fyrsta sinn síðan 1956: Annaðhvort vinstri stjórn Samfylkingar og VG eða hægri stjórn Sjálfstæðis-flokks og Framsóknarflokks. Þegar Höskuldur hugðist sýna Sigmundi Davíð hver væri sterki maðurinn í litla hægriflokknum var útkoman að sjálfsögðu sú að Framsókn verður ekki treyst til annars en gamalkunnra refja.
Brást Ingibjörg Sólrún? Hún brást að minnsta kosti við. Hún sagði af sér ráðherradómi og skapaði nýja stjórn áður en hún fór heim að sofa. Hún reyndi að starfa af heilindum í vonlausri ríkisstjórn en tók af skarið um síðir og sýndi hvers konar leiðtogi hún er: leiðtogi sem hlustar - og bregst við.
Slíkur leiðtogi á að minnsta kosti rétt á því að bera það undir kjósendur hvort þeir vilja veita henni brautargengi.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Ég er sammála þessu sem GAT segir. Að mestu leyti.
Ég hef sjaldan séð neitt sorglegra en þegar hún studdi sig við Össur. Hún var svo skelfilega veik.
ISG var fyrirmyndin mín í mörg ár.
Mér fannst hún setja ferlega niður með því að stökkva í stjórn með íhaldinu og ráðherratíð hennar í þeirri stjórn má gleyma sem fyrst mín vegna.
En hún er svo sannarlega ekki búin að vera, það væri nú annað hvort.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2009 kl. 11:40
Sammála
Edda Agnarsdóttir, 3.3.2009 kl. 16:31
Tek undir með Jennýju og Guðmundi Andra.
Helga Magnúsdóttir, 3.3.2009 kl. 20:01
Takk elsku Edda mín, ég þurfti svo virkilega á þessarri áminningu að halda.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 3.3.2009 kl. 20:17
Takk fyrir.
Anna Einarsdóttir, 3.3.2009 kl. 21:39
Engin samúð frá mér til Ingibjargar Sólrúnar, nema vegna veikinda hennar.
Sem stjórnmálamanneskja er hún búin að fyrirgera rétti sínum um að vera í stjórnmálum það sem eftir er æfinar.
Bara mín skoðun.
Óskar Arnórsson, 3.3.2009 kl. 22:16
Hvað er síðbúinn Samfylkingarmaður?
Þessi ákvörðun er vatn á myllu Blámanna og Framsóknarflokks og mun kosta dýrum dómum, það er ekki ósk það er ekki von mín, það er sterkur rökstuddur grunur þegar ég heyri nú þegar arfprinsinn Sigurð Óvarkára befna litla endurnýjun í fylkingunni er kennd er við Sam.
Og í fyrsta sinn á minni ævi er ég þeim undarlega manni ekki endilega sammála en ég get ekki rakið rök hanns tilbaka, og það er sorglegt.
En kjörkuð er hún og kraftmikil og það skal hún eiga hún Ingibjörg....og hún "gamblar" djarft þessa dagana..
Einhver Ágúst, 4.3.2009 kl. 00:28
Sem svar til GAT spurningarinnar um ISG: Já, það er alveg skýrt að hún brást! Ingibjörg sem og aðrir ráðamenn vissu frá ársbyrjun 2008 hvert stefndi og brást ekki við! Það eru gríðarleg mistök og enginn að virðist sem ætlar sér að axla ábyrgð þar á.
Ingibjörg Sólrún hefur gert margt gott á sínum ferli, en það er hægt að segja um alla, m.a.s. Davíð Oddsson, sem átti sína góðu spretti.
En það að hafa staðið sig vel áður fyrr, réttlætir ekki að binda þjóðina kynslóðir fram í tímann í þrældóm vegna sinnuleysis á alvarleika ástandsins.
Baldvin Jónsson, 4.3.2009 kl. 01:19
þekki hennar feril lítið,en held að þessi kona hafi gert margt gott.Svo er alltaf spurning um politiskt hugfar.Hlítur að hafa verið erfitt fyrir hana á síðustu mánuðum,með álægið og veikindi.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 4.3.2009 kl. 17:16
Það eiga allir og þá meina ég ALLIR eitthvað gott við sig og er Ingibjörg Sólrún engin undantekning.
Góða helgi ljúfust.
Tína, 5.3.2009 kl. 14:43
Það er alveg ljóst að síðasta hálfa árið hefur henni orðið talsvert á, en eftir að hafa hitt hana þá er ég sannfærð um að betri formann fáum við ekki. Svo ætla ég að taka mér tíma í að sjá hvor sé betri brúnn eða rauður og á ég þá við þá Árna Pál og Dag B
Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.3.2009 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.