14.6.2009 | 11:31
Hver ræður?
Hvernig er hægt að neita manneskjum um læknisrannsókn? Það er ekki eins og sé um aðgerð að ræða!
Þetta er eitt margra dæma um ótrúlegt vald sem heilbrigðisstéttir eins og læknar hafa yfir fólki, það verður að vera val um þessa hluti eins og annað. Það á ekki að þurfa einkareka sjúkrahústæki til að fólk fái þá þjónustu sem það vill, eða hvað?
Þess þarf kannski.
Ég á eina sögu af sivpaðri reynslu með barn, en barnið dó ekki sem betur fer.
Gleypti litla rafhlöðu og lést | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Í þessu tiltekna máli er klárlega um vanhæf læknafífl að ræða. Þrátt fyrir að drengurinn ætti í erfiðleikum með að kyngja, væri með háan hita, hefði verið með svartar harðar hægðir í langan tíma var þessum einkennum í engu sinnt af þessum fábjánum. Foreldrarnir fengu þess í stað fyrirlestur um hættur þess að reykja yfir barninu.
Það er afar mikilvægt að standa á sínu gagnvart heilbrigðisstarfsfólki, sérstaklega þegar mikið er að gera og/eða þegar sparnaðarátak er í gangi.
Ég hef sjálfur afar slæma reynslu af tveimur vaktlæknum öðrum hér í Danmörku en hinum á Íslandi. Í öðru tilfellinu fór læknirinn að leita á Google að einhverju sem passaði við einkennin og þurfti að minna hann á að athuga grundvallarhluti eins og öndun, púls og blóðþrýsting.
I hinu tilfellinu gaf læknirinn það ekki eftir að athuga með botnlangabólgu fyrr en eftir mikinn þrýsting og hann sá að við ætluðum ekki að fara fyrr en hann samþykkti að athuga, í ljós kom sprunginn botnlangi og byrjandi lífhimnubólga. Í báðum tilfellum voru læknarnir undir miklu vinnuálagi og vildu bara halda áfram í næsta tilfelli. Það eru mannleg viðbrögð en einfaldlega stórhættuleg.
Alfreð Jónsson (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 11:55
http://english.pravda.ru/society/stories/18-05-2009/107576-battery-0
Rússneskir læknar virðist standa sig betur
Ragnar (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 12:04
Ég vona að þið haldið ekki að þetta sé að gerast í fyrsta sinn. Þegar barnabarnið mitt var skilgreind með flogaveiki fyrir 10 árum síðan, þá fengu foreldrar að vita að ef þau vildu nánari rannsókn á barninu þá yrðu þau að kosta það sjálf. Í þessu tilfelli var það æxli í heilanum. Spurt var um kostnað, og gefið var upp 17.000 dk. bara sneiðmyndatakan, aðgerð eða aðstoð var ekket gefið loforð um. Foreldrarnir tóku ákvörðun um að flytja til Íslands, og fengu fljóta og góða aðstoð, og barnið sem nú er orðin fullorðinn einstaklingur og heilbrigður í dag, þakkar foreldrum sínum fyrir skjótar ákvarðanir, og ekki síður íslenskum læknum og kunnáttu þeirra hvað vel tókst til. Þetta atvik gerðist í Danmörku fyrir 10 árum. Ég veit um því miður fleiri atvik sem gerðu það að verkum að illa fór. Engum að treysta.....
J.þ.A (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 13:37
eg tala nu ekki um thegar vid erum ad borga fyrir meirihlutan af ollum thessum rannsoknum
sigga (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 14:52
Ljótt er ef satt er að danska heilbrigðiskerfið sé verra en okkar! Betra er að fá val um að borga fyrir rannsóknir en ekki fá þær - þetta snýst um þjónustu og hún kostar peninga, það er líka mjög dýrt að jarða fólk.
Edda Agnarsdóttir, 14.6.2009 kl. 15:04
Það eru kostir og gallar við bæði einka- og ríkisheilbrigðiskerfi. Að allir hafi aðgang að heilbrigðisþjónustu er í raun eini plúsinn við það ríkisrekna (sem er auðvitað mikilvægur kostur og vegur þungt), kallinn er hinsvegar að ríkið vill spara og vill því takmarka kostnaðarsamar framkvæmdir.
Þau hefðu allavega átt að fá þann kost að borga þetta og fá svo endurgreitt ef þau hefðu rétt fyrir sér.
Geiri (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 15:16
Ég lenti í svona fyrir þrem árum. Ég snéri mig og grunaði að ég hefði kannski brotið mig líka. ég bað um mynd enn var neitað,ég bara sagði við lækninn að ég væri þarna að borga fyrir þjónustu og hana vildi ég fá. hann röflaði e h um að það væri ekki þörf á þessu og bla bla. ég gaf mig ekki og fékk myndina sem ég bað um. Ég var reyndar ekki brotinn, enn þetta var mín ákvörðun og ég borgaði minn 6000kall með bros á vör.
óli (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 18:12
12 ára gömul braut ég ökklann en læknakandídatinn á Borgarspítalanum sem annaðist mig vildi ekki taka mynd og tróð illa brotnum ökklanum í teygjusokk. Sagði að þetta væri ekki ljósmyndastofa... Daginn eftir var farið aftur með mig upp eftir vegna mikilla kvala og tekin mynd, og þá kom slæmt brotið auðvitað í ljós. Þurfti að negla á tveimur stöðum.
Auðvitað á fólk að hafa eitthvað um það að segja hvort teknar séu myndir eða ekki. Hins vegar veit maður að sú upphæð sem maður borgar sjálfur er ekki nema hluti af þeirri upphæð sem kostar að taka röntgenmynd svo að það er varla heldur hægt að leyfa röntgenmyndir í hvert einasta skipti ef grunur um brot eða annað virðist ákaflega lítill. Þetta er hálfflókið mál og það væri auðvitað toppurinn ef læknarnir gætu verið ofurmannlegir og aldrei gert mistök...
Sigurrós (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 19:08
Langar að benda á að röntgenmyndatökur kosta ekki bara peninga heldur líka geislun. Hún er reyndar hverfandi við einfaldari myndir, en getur verið talsverð t.d. við sneiðmyndir. Það er því ekki bara kostnaður sem gerir það að verkum að menn taka ekki myndir nema þeir telji þær nauðsynlegar.
Tryggvi Baldursson (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 19:29
Tryggvi, halló
J.þ.A (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 21:26
Held ad allir laeknar a Islandi hefdu myndad ef their hefdu vitneskju um ad barn hefdi gleypt rafhloedul. Thad er lifshaettulegt og tharf ekki menntun serstaka til ad vita thad.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.6.2009 kl. 23:07
Mín reynsla af íslenskum læknum hefur verið mjög góð. Ég fékk flogakast eftir að hafa tekið inn of mikið af verkjalyfjum;
Það var brunað með mig niður á spítala þar sem ég fór í eiturefnameðferð (drekka kol osfv). Daginn eftir var farið með mig í Cat scan (CT) til að athuga hvort um heilaæxli væri að ræða og svo komu geðlæknar að ræða við mig til að athuga hvort ég hafi nokkuð reynt að fremja sjálfsmorð (sem var að sjálfsögðu ekki í mínu tilviki). Nokkrum dögum síðar fór ég í heilalínurit til að athuga flogavirknina.
Ég myndi segja að þessir læknar hafi staðið sig frábærlega, og engu sparað - því þannig á það að vera!
Ónafngreindur (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 14:01
Tek fram að athugasemd mín var innlegg í umræðuna eins og hún er hér, en ekki út frá fréttinni! Ef grunur er um að fólk hafi gleypt rafhlöðu er að sjálfsögðu leitað að henni. Maður skilur ekki alveg hvað hefur gerst þarna. Hitt er svo annað mál, að það er ástæða fyrir því að aðgengi að röntgen er stýrt.
Tryggvi Baldursson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 21:34
Innlit og kvitt.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 15.6.2009 kl. 21:53
Ótrúlegt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2009 kl. 11:40
Allt er nú til í dæminu.
Helga Magnúsdóttir, 18.6.2009 kl. 21:03
Ég kann bæði góðar og slæmar sögur af íslenska kerfinu, samt enga sem jafnast við þetta hryllilega dæmi.
kveðja frá UK, þar sem heilbrigðiskerfið og lyf er kostað af ríkinu 100%
Fríða Eyland, 20.6.2009 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.