Leita í fréttum mbl.is

Hingað erum við þá komin - gjaldþrot?

Svartsýni er staðreynd. Mér dettur ekki í hug að reyna breiða yfir það. Hvað varðar peningafjárhirslur Íslendinga er ekkert vit í þeim lengur, nú er best að sofa á peningum sínum því fjandinn er skammt undan.

Allir peningar út úr bankanum, minnsta kosti þeim sem hægt er að ná - næsta skref er greinilega alþjóða hjálp með matargjöfum og alles - þetta er eins og eftir atómsprengju!

Hvað ætla menn að þrjóskast lengi við - leyfum erlendum ráðgjöfum og sérfræðingum að hjálpa okkur til að hreinsa fjandann svo mikið sem hægt er.

Gjaldþrot Íslendinga hefur aldrei verið eins nálægt, ef það er ekki komið, ég tala nú ekki um ef ríkisstjórnin springur eða kannski það sé kannski það eina rétta?

Opnið augun almenningur og takið þátt og afstöðu í okkar eigin málum, eigum við að byrja frá grunni eins Argentína og eiga yfir okkur sambandsleysi annarra þjóða í heiminum kannski næstu tvo tugina eða lengur?

Prófið að setja augu og eyru í stöðu þeirra manneskju sem býr í Hollandi, Englandi, Svíþjóð eða annars staðar í heiminum og horfið á Ísland og hlustið á það sem sagt er í þessum löndum.


mbl.is Undirbúa lögsókn gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gjaldþrot eða ekki Gjaldþrot. Hver ber ábyrgðina? stjórnendur LÍ og íslensks stjórnvöld. Hvar eru þeir aðilar?

Mestar áhyggjur hef ég af fólkinu í landinu sem fær engar góðar fréttir nú um stundir.  Við búum í þjóðfélagi kvíða og ótta. Það mun því miður aukast. Það er brostin á landflótti af eyjunni okkar fögru. Fólk sér engar lausnir í sjónmáli, flokkapólitík heldur áfram sem aldrei fyrr.

Páll Höskuldsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 14:41

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég hef eingar áhyggjur af þessu. Lífeyrissjóðirnir eiga eitthvað um 12-hundruð milljarða í sjóði. Mér finnst að það eigi bara að taka þessa peninga og nota þá til að borga allar skuldir erlendis og nota svo afganginn til þess að gera göng, vegi og brýr.

Jón Bragi Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 14:58

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það verður gjaldþrot, þá munu menn ekki velta fyrir sér flokkapólitík. Þá verða skammtaðar ofan í okkur nauðþurftir en ekki meir.

Finnur Bárðarson, 5.7.2009 kl. 15:16

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Peningar lífeyrissjóðanna duga ekkert upp í þetta.

Við verðum að taka til varna, það er einfaldlega enginn annar kostur í stöðunni.

Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 15:23

5 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Nei þeir kannske duga ekki alveg en er ekki sjálfsagt að láta þá í þetta svo langt sem þeir duga?

Jón Bragi Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 15:49

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jón Bragi ert þú ekki félagi í lífeyrissjóði ? Þú ert að tala um peningana MÍNA

Finnur Bárðarson, 5.7.2009 kl. 16:26

7 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Loksins, loksins, loksins!

Einn einasti maður fyrir utan mig sem ekki virðist nákvæmlega andsk.. sama hvað gert er við lífeyrissjóðina. Ég hef undanfarið farið hamförum hér á blogginu yfir því hvað það á að fara gáleysislega með sjóðina án þess að hafa fengið nokkur viðbrögð sem eru á sama máli og ég.

Skrifaði m.a. þetta:

Þegar einginn vill lána út peninga og lánshæfni Íslands er komin í sama flokk og Zimbabwe þá er náttúrlega aldeilis gráupplagt að ganga í lífeyrissjóðina.

Þeir eru nefnilega þeim kostum búnir að það þarf ekkert að vera að þvælast í smáatriðum eins og þeim að spyrja eigendurna um leyfi.

Ég sem einn af eigendum lífeyrissjóðanna sendi fyrirspurn um hvernig þessum lánamálum yrði háttað til Landssambands lífeyrissjóðanna um leið og ég sá þennan stöðugleikasáttmála og þarf varla að taka það fram að enn hefur ekkert svar borist.

Það er náttúrlega mun skemmtilegra að leika jólasveininn með þessa peninga í fjölmiðlun en að vera að svara einhverju leiðindapexi frá eigendum þeirra.

Í Stöðugleikasáttmálanum má finna eftirfarandi:

Í grein 4. "Framkvæmdir til að stuðla að aukinni atvinnu" sáttmálanum stendur m.a. þetta: "Ríkisstjórnin gangi til samstarfs við lífeyrissjóði um að þeir fjármagni stórar framkvæmdir sbr. minnisblað vegna verklegra framkvæmda dags. 16.06.2009 o.fl. með sérstakri fjármögnun. Stefnt skal að því að viðræðum ríkisstjórnar og lífeyrissjóða verði lokið fyrir 1. september 2009."

Það skal með öðrum orðum hafa hraðan á og vera búið að komast í þessa peninga að tveimur mánuðum liðnum. Þegar fólk er rétt komið úr sumarfríi á sem sagt allt að vera klappað og klárt.

Í grein 9. Málefni lífeyrissjóða stendur hins vegar: "Að óbreyttu hvílir sú lagaskylda á sjóðunum að endurskoða fjármögnun þeirra og/eða skerða réttindi sjóðsfélaga. Aðilar eru sammála um að gera ráðstafanir til að unnt sé að fresta slíkum ákvörðunum að sinni á meðan unnið er að heildarendurskoðun."

Þetta verður varla skilið öðru vísi en að menn séu meðvitaðir um lagaskyldu sjóðanna en séu allir af vilja gerðir að trufla það og tefja að þeir sinni henni. Og hvenær lagaskylda er lagaskylda og hvenær hún "hvílir að óbreyttu" þætti mér fróðlegt að vita og hver munurinn er á lagaskyldu og "lagaskyldu að óbreyttu". Þetta þykir mér vægast sagt heldur skuggaleg áform.

Þetta hafði Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða að segja í ávarpi á aðalfundi Landssamtakana nú í vor:

"Stjórnvöld óskuðu eftir aðkomu lífeyrissjóðanna við upphaf bankakreppunnar og fóru fram fundir forystusveitar lífeyrissjóðanna með nokkrum ráðherrum í Ráðherrabústaðnum föstudaginn 3. október og laugardaginn 4. október sl. Erindi stjórnvalda var að óska eftir því að sjóðirnir flyttu heim um 50% af erlendum eignum sínum að verðmæti á þáverandi gengi um 250 milljarðar króna. Boðað var til mjög fjölmenns fundar á vegum LL fyrr á laugardeginum áður en haldið var á fund ríkisstjórnar nýjan leik. Sjóðirnir tóku vel í þessa málaleitan stjórnvalda að uppfylltum ákveðnum skilyrðum í ályktun. Ekki reyndi þó á þennan velvilja lífeyrissjóðanna þegar í ljós kom að morgni mánudagsins 6. október sl. að vandi fjármálafyrirtækjanna var mun meiri en reiknað hafði verið með."

Arnar og kó voru semsagt tilbúnir í -og virðist þykja leitt að hafa ekki fengið að framkvæma þennan "velvilja"- að taka heim 250 milljarða og henda þeim í bankasukkið rétt áður en allt hrundi og gengi krónunar féll með 50% sem hefði þýtt að 125 milljarðar af þessum peningum hefðu horfið á einu bretti. Og þessir sömu menn sitja enn við stjórnvölinn í lífeyrissjóðunum og virðast ekki sjá neitt athugavert við þetta heldur á að grípa það tækifæri sem gefst núna til að henda lífeyrissjóðnum okkar í atvinnubótavinnu í hagkerfi sem er hrunið og með ónýtan gjaldmiðil, sem eingöngu er hlegið að erlendis og fæst ekki einu sinni skipt.

Það hefur mikið verið rætt um hvernig farið hefur verið með lífeyrssjóðina undanfarin ár en við því verður varla mikið gert úr þessu.

En, að einginn af þeim sem eiga að gæta hagsmuna okkar lífeyrissjóðseiganda æmtir eða skræmtir útaf því sem á að fara að gera með sjóðina finnst mér vægast sagt óhugnalegt og ég skora á alla lífeyrissjóðseigendur að rísa upp og koma í veg fyrir þetta.

Við vissum kannske lítið og gátum lítið gert fyrir bankahrun, en nú vitum við og ættum að geta með samstilltu átaki og mótmælum stoppað þetta glapræði og komið þeim mönnum frá sem virðast albúnir til þess að fórna lífeyrissjóðunum!

Jón Bragi Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 17:11

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jahá skemmtileg lesning hér á mínu svæði eða...

Lífeyrissjóðirnir eru ekki til umræðu, hvað þá að skerða þá nóg er nú samt.

Páll Höskuldsson, ég er sammála því sem þú segir nema að núverandi stjórnvöld eru ekki sek frekar en ég og þú - þetta er spurning um andvaraleysi sem engin vildi tala um nema kannski Jónína sem var stimpluð hálf klikkuð fyrir vikið enda tímasetningin eftir því í hennar einkamálum.

Edda Agnarsdóttir, 5.7.2009 kl. 17:18

9 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Róleg Edda mín. Hvaða gjaldþrot ertu að tala um? Bíddu... Var Argentína sambandslaus við umheiminn í tvo áratugi?

Mundu... eða lestu söguna ef þú manst ekki vegna ungs aldurs. 

Það er frábært að þetta fólk ætli að fara í mál. Það er akkúrat það sem við mörg höfum verið að berjast fyrir að ríkisstjórnin geri. Láti dæma í málinu. Þannig fáum við það á hreint hvort rikið á að borga eða ekki.

Þannig getum við varið okkar mál og þau sótt sitt. Ef við töpum, þá getum við haldið áfram þar sem frá var horfið.

Ef við vinnum... Nú, þá þurfum við bara engar áhyggjur að hafa af þessu. Við þurfum þá ekki að borga krónu, förum í mál við Breta vegna hryðjuverkalaganna og þar með erum við búin að vinna þriðja Þorskastíðið.

Förum í mál við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn fyrir að halda lánspeningunum venga IceSave.

Við fáum þá fuuuuullllt af milljörðum á silfurfati... og..... "Hviss" "Bang" "Boom". Kreppan búin.

Lifðu heil, og lestu þér til áður en þú bloggar og varpar fram staðreyndum.

Baldur Sigurðarson, 6.7.2009 kl. 01:19

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta aumingja fólk í Niðurlöndum telur sér fært að lögsækja íslenska ríkið vegna skýrslu, sem íslenskum stjórnvöldum þótti ekki ástæða til að setja í skjalasafnið varðandi Icesave sem sett var út á http://www.island.is/. Í síðustu viku. Skýrsla þessi er ekki til á hollensku, en nú er verið að þýða hana yfir á ensku tjá menn mér í hollenska fjármálaráðuneytinu. Ég skrifaði samningamanni Hollendinga, Johan Barnard, til að fá þessa skýrslu og hef greint frá því á bloggi mínu hér, hér og hér.

Skýrsla þessi hafði verið sett út á net fjármálaráðuneytis Hollands, en íslensk yfirvöld gerðu ekkert þótt þau hefðu fengið hana í hendur í Kaupmannahöfn þann 15. júní sl., þegar Svavar Gestsson hélt fund og mikla veislu fyrir yfirmenn samninganefnda Breta og Hollendinga. Skýrslan var svo aðeins lítillega kynnt í Morgunblaðinu og kom stutt klausa um hana þann 17. júní, sem fáir tóku eftir.

Hollenski samningamaðurinn Johan Barnard vill annars ekkert upplýsa mig hvað var annars rætt á fundi þessum hjá DDR-styrkþeganum með framlenginguna í Kaupmannahöfn.

Eigum við ekki að spyrja Svavar Gestsson og Indriða Þorláksson: Af hverju var verið að pukrast með skýrslu Hollendinganna, sem nú á að nota til að lögsækja Íslenska ríkið með? Ætla þeir að afhenda hana í dag? Var það vegna þess að þeir gátu ekki lesið hana sjálfir? Segið mér ekki að íslenska samninganefndin hafi ekki haft hollenskan túlk????

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.7.2009 kl. 06:07

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

"Opnið augun almenningur og takið þátt og afstöðu í okkar eigin málum, eigum við að byrja frá grunni eins Argentína og eiga yfir okkur sambandsleysi annarra þjóða í heiminum kannski næstu tvo tugina eða lengur?"

Baldur Sigurðsson, það sem ég á við með þessum orðum að ofan er það hrikalega ástand sem skapaðist við hrunið hjá Argentínumönnum og verður næsta tuginn að vinna úr þessu hruni til viðbótar ef ekki lengur. Þeir hafa alls ekki endurheimt þann trúverðugleika sem þeir höfðu fyrir hrun og eiga langt í land vegna þess trúnaðarbrests sem er í gangi milli stjórnvalda og þegnanna eða í raun stjórnarkreppa. Sambandsleysið sem ég orðaði er um þær vörur sem þeir flytja út s.b. nautakjötið þeirra sem hefur langt í frá náð aftur sömu hæðum og áður, markaðurinn hrundi og aðrar þjóðir hafa náð markaðnum af þeim eins og t.d. Brsilía með nautakjötið.Má vera að það hafi mátt orða þetta betur og kannski er þetta í einhverjum spádómsstíl, en ástandið er ekki gott þótt það hafi orðið framför er langt í land og það er það sem ég les út úr mínum heimildum af ástandi Argentínu.

Vilhjálmur Örn, ég hef ekki sett mig inn í þessa samningagerð eða fylgst svo náið með henni en ég treysti okkar fólki nokkuð vel til að vilja hjálpa okkur eins og þeir geta.

Edda Agnarsdóttir, 6.7.2009 kl. 10:40

12 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Fyrirgefðu Edda að ég setti þessa langloku hér inn. Ísland virðist vera komið í gjaldþrot eins og þú segir og það er til umræðu að henda lífeyrissjóðunum í það gjaldþrot líka þannig að skerðing virðist vera óumflýjanleg.

Er annars sammála því að það eigi að láta reyna á það fyrir dómstólum hver skylda okkar er gagnvart þessum skuldum öllum.

Jón Bragi Sigurðsson, 7.7.2009 kl. 10:35

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir góða færslu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.7.2009 kl. 16:13

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mæltu kvenna heilust.

Helga Magnúsdóttir, 7.7.2009 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband