Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Vantar konur á Íslandi?

Í fréttum sjónvarps klukkan 10 í kvöld var viðtal við Valgerði Sverrisdóttur vegna næsta hóps flóttamanna sem Ísendingar ætla að taka á móti. Hún sagði að það stæði til að samsetning hópsins yrðu einstæðar mæður og í síðasta hópi hefði verið töluvert af einstæðum mæðrum.

Nú er það auðvitað til fyrirmyndar að taka á móti einstæðum mæðrum og verða þeim til aðstoðar, en einhvernvegin læddist að mér sá grunur að þarna væri um stjórnsýslu ákvörðun að ræða vegna flótta íslenskra kvenna úr dreifbýli í þéttbýli og þá getur nú verið gott að ná í svona einn hóp af konum (þótt það séu flóttakonur) og planta þeim í dreifbýlið og svo getur alltaf gerst þau undur og stórmerki að þær setjist að og giftist karlpeningi dreifbýlisins (m.a.bændum) sem er yfirgefinn af íslenskum flóttakonum!

Það skyldi þó aldrei vera að Framsókn sé komin með hjónabandsmiðlun? 

Færi ekki betur á því að við byrjuðum í eigin ranni og kæmum í veg fyrir flótta íslenskra kvenna úr dreifbýlinu vegna skorts á atvinnutækifærum og sköpuðum þeim einhverja atvinnu?


Hvað á að gera við Vestfirði á morgun?

Á bloggi Ólínar Torfadóttur hefur hún sagt frá borgarafundi Vestfirðinga í gær um atvinnuástand ið sem hefar skapast þar undan farnar vikur.

 

Og hér er ályktun funarins:

 Opinn borgarafundur, haldinn í Hömrum á Ísafirði sunnudaginn 11. mars 2007, skorar á fulltrúa Vestfirðinga á alþingi og í sveitarstjórnum, hvar í flokki sem þeir standa, að taka höndum saman, leggja flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinast um þau brýnu úrlausnarefni sem við blasa í atvinnu- og byggðamálum hér á Vestfjörðum.  Fundurinn krefst þess að stjórnvöld standi við marg- ítrekuð loforð og stefnumótun um uppbyggingu Ísafjarðar sem eins af þremur byggðakjörnum utan höfuðborgarsvæðisins. Ennfremur að þessu svæði verði settar sanngjarnar leikreglur með ákvörðunum um nauðsynlegar framkvæmdir í samgöngumálum, tilfærslu opinberra starfa og eðlilegt aðgengi að fjármagni.  Mikið vantar á að þetta landsvæði njóti jafnræðis á við aðra landshluta varðandi samgöngur, fjarskipti, flutningskostnað, menntunarkosti og almenn skilyrði í atvinnulífi.  Beinir fundurinn því til frambjóðenda stjórnmálaflokkanna í Norðvesturkjördæmi að mæta til kosningabaráttunnar nú í vor með haldbærar tillögur um framtíð byggðar á Vestfjörðum.   Við köllum eftir samstöðu þings og þjóðar gagnvart þeim vanda sem Vestfirðingar standa nú frammi fyrir.    

Geir ætlar að ræða málin á morgun.


mbl.is Ríkisstjórnin mun ræða um vandamál Vestfjarða á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er þetta kvenmannsleysi Samfylkingarinnar?

Að undanförnu hafa fjölmiðlar verið að birta skoðanakannanir um fylgi flokkanna til alþingiskosninga og hefur fylgishrun Samfylkingarinnar verið stöðugt. Vísbendingar hafa komið fram í könnunum um að konur flykkist yfir á Vinstri Græna. Í bloggheiminum má sjá ýmsar athugasemdir hér og þar um að Samfylkingin sé orðin karlaflokkur og ekkert nema karlar á listum og Ingibjörg ein að rogast með karlastóðið á eftir sér. Ekki hefur heldur vantað yfirlýsingar þess efnis að Vinstri Græn séu eini femínista flokkurinn.

En lítum á staðreyndir. Í landinu í dag eru sex kjördæmi og yfirleitt í kringum 20 manns á hverjum framboðslista innan kjördæmis (eða frá 18 upp í 24). Hjá báðum þessum flokkum er yfirleitt jöfn skipting milli kynja á listunum. Undantekningarnar eru Reykjaneskjördæmi hjá Samfylkingunni þar sem 11 konur eru á lista á móti 13 karlmönnum og hjá Vinstri Græn er það öfugt í sama kjördæmi eða 13 konur og 11 karlar.

Samtals í framboði fyrir hvorn lista eru 126 og þar af 62 konur fyrir Samfylkingu og 66 konur fyrir Vinstri Græn í öllu landinu.

Af þessum sex kjördæmum er aðeins ein kona Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í fyrsta sæti fyrir Samfylkinguna og er það miður að ekki skulu vera fleiri konur í fyrsta sæti. Þetta er niðurstaða prófkjörs.

Hjá Vinstri Græn eru aðeins tvær konur í fyrsta sæti eða Kolbrún Halldórsdóttir fyrir Rvk.-s. og Katrín Jakobsdóttir fyrir Rvk.-s.  Hjá þessum flokki Vinstri Græn er raðað á lista og fleiri konur samtals á listunum en karlmenn - en samt!

Af hverju?


10 mars 2007.

Myndir, 85 ára afmæli Sillu 187

 

Gyða systir mín á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið.

Hún er ein af þeim konum sem hefur átt þátt í að brjóta niður múra í hefðbundnu karlasamfélagi sem var um borð í stóru millilandaskipi Fjallfossi árið 1975 á Kvennafrídaginn.

Hún fór sem ung stúlka í vinnu sem skipsþerna og voru þær þrjár skipsþernurnar sem voru um borð á þessum tíma. Þær lögðu niður vinnu þennan afdrifaríka dag og lokuðu sig af í káetum sínum í mikilli óþökk skipsfélaga og háðsglósur dundu á þeim allan daginn fyrir ósvífnina. Svo hart var að þeim gengið að samstarfsstúlkur systur minnar voru margoft við það missa móðinn og vildu snúa aftur til vinnu sinnar. Systir mín stóð keik við sitt og hvatti þær. Systir mín komst út úr káetunni nær óséð og upp til loftskeytamanns og lét hann senda skeyti frá þeim á Lækjartorg með baráttukveðjum í tilefni dagsins. Loftskeytamaðurinn var víst ekki sáttur við sendinguna en lét undan systur minni enda er hún mikill karakter og ekki hægt að neita henni um neitt ef því er að skipta.

Skeytið vakti mikla athygli og fékk mikla hyllingu kvenna á Lækjartorgi. Um kvöldið var sendur sendiboði frá skipstjóranum um  að þær ættu að koma upp til hans og tala við hann. Þær urðu auðvitað skelkaðar og voru svosem búnar að áætla það að þær myndu fá tiltal ásamt allri vatnsgusunni sem var búið hella yfir þær frá skipsfélögum allan daginn.

Þegar þær koma inn til skipsstjórans er hann bjartur yfirlitum og búin að taka fram glös, vín og konfekt og tilkynnir þeim að hann hafi fengið símtal frá konu sinni (sem var nú heldur meira mál en í dag) og hún hefði spurt hann hvaða kjarnakonur hann hefði eiginlega um borð hjá sér, því skeytið frá þeim hefð vakið einna mest athygli fyrir það í raun, hvar konur voru að vinna við misjafnar aðstæður þennan dag.

Hann skálaði við skipsþernur sínar og þakkaði þeim þessa baráttu. Eftir það varð minna eða ekkert um háðsglósur samstarfsfélaganna. Nú voru þær hetjur.

Konur standið saman og ekki láta karla hafa áhrif á það sem þið hafið ákveðið.


Spaug!

En eina ferðina erum við konur á eftir nágrönnum okkar á norðurlöndum, getum ekki treyst konu sem foringja?

 Fylgi kvenna til Vinstri Grænna er komið langt upp fyrir fylgi kvenna við Samfylkinguna samkvæmt skoðanakönnun capacent Gallup. Það eru margar súperkonur  VG sem ég bæði þekki ágætlega og kannast vel við. En að fylgi kvenna almennt úr samfélaginu slái sig um flokk sem hefur karlmann fyrir foringja og þar að auki annann foringja stærsta starfsmannafélags Íslands sem telur meirihluta kvenna í félaginu, það er bara eitt stórt SPAUG!

Hvaða áherslur eru það sem þessir (forn) menn hafa sem höfða til kvenna? Eða er þetta einhver óskiljanlegur SJARMI?

 

aswasp


mbl.is „Gjörbreyting á fylgi á milli Samfylkingar og VG á meðal kvenna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnaðarmenn, kvenfrelsi og Ingibjörg Sólrún.

Á búsetuárum mínum í Danmörku árin 1982 til 1987 breyttist mín póltíska sýn frá því að hafa verið hlynnt vinstrihreyfingum  eins og Aþýðubandalaginu sem var minn flokkur yfir í hugmyndir um jafnaðarmennsku og jafnaðarmannaflokk eins og ég kynntist í Danmörku.  Jafnaðarmannahugsjónin hafði aldrei náð til mín á Íslandi, þó að Alþýðuflokkurinn hafi reynt sitt til að koma því á framfæri, náði það ekki eyrum mínum. En þegar tækifærið kom með sameiningu tveggja fyrrnefndu flokka ásamt Kvennalistanum vildi ég vera með í því.

Kvennlistinn var stofnaður 1983 og bauð fram sama ár. Ég kaus hann með glöðu geði og alltaf eftir það. Árið 1999 er Kvennalistinn lagður niður og kvennlistakonur tvístruðust, samt voru meirihluti kvenna Kvennlistans samþykkur því að ganga í bandalag með Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Jóhönnu Sigurðardóttur (Þjóðvaki) mynda eina heild sem jafnaðarmannaflokkur sem fékk stuttu síðar nafnið Samfylkingin.

Á ýmsu gekk á í  byrjun og man ég sérstaklega eftir sameiningarferlinu hér á Akranesi.  Hér á Akranesi varð ekki eins sterkt vart við andstöðu kvenna úr Alþýðubandalaginu eins og á Reykjavíkursvæðinu vegna hræðslu við  hægrisveiflu með kosningabandalagið. Kvennalistinn kom með sínar kröfur inn í bandalagið og var ein krafan "barátta fyrir kvenfrelsi"  í yfirskrift kosningabandlagsins. Alþýðuflokkskonur höfðu engan skilning á þessu hugtaki og fannst þetta orð móðgun við sig sem konur.

Ég var mér vel meðvituð um að það tæki langan tíma að koma þessu heim og saman og verða stór flokkur. Samfylkingin bauð sig fram sem kosningabandalag árið 1999 undir forystu Margrétar Frímannsdóttur og fékk tæp 27% atkvæða eða mest atkvæða sem höfðu mælst hjá einum flokki á vinstri væng og 17 þingmenn. Árið 2003 fékk Samfylkingin 31% atkvæði og 19 menn inn á þing. Össur Skarphéðinsson var formaður frá 2000 - 2005 og þá tók Ingibjörg Sólrún Gísladóttir við formennsku.

Í svona stórum flokki er erfitt að samræma ýmis sjónarmið sem hafa fylgt sameiningunni og ýmsir skuggar hafa fylgt henni, en nú er stundin runnin upp og við drepum alla skugga með ljósgeisla okkar sem er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir næsti forsætisráðherra Íslands. Það er kona sem hefur sýnt það og sannað með veru sinni sem borgarstjóri að hún gerir hvorki upp á milli fólks  hvar sem það stendur í stjórnmálum, eða hverra manna það er. Ánægjulegast er þó að hún hefur haft og hefur enn sterka sýn á frelsisþrá kvenna undan viðjum vanans sem getur m.a. falist í ofbeldi og kúgun.

Annað tækifæri gefst okkur ekki fyrr en eftir dúk og disk, hvergi er kona í forustu nema hjá Samfylkingunni.  Er annars einhver annar foringi í dag feministi ?


Frelsi til þess að vera kvenmaður og frelsi til að fá að velja og hafna!

Halla Gunnarsdóttir var í Kastljósi hjá Evu Maríu í gærkvöldi. Mér skilst að hún sé aðeins 25 ára og hefur greinilega byrjað snemma að lifa "fullorðinslífi" allavega hefur hún nýtt tíma sinn vel og tekur sterka og yfirvegaða afstöðu til þess hvernig best er að lifa lífi sem kvenmaður með öllum þeim vanköntum sem því fylgir.

Ef einhver hefur misst af þessari kempu í gærkvöldi, þá skoðið það hér. 


Kvenfjandsamleg byggðarlög og aðför ríkisstjórnarinnar gegn atvinnuskapandi aðstæðum og fyritækjum í smærri bygðarlögum.

Anna Kristín

Anna Kristín Gunnarsdóttir alþingismaður segir m.a.í nýjasta bloggi sínu þetta:

"Hér eru stór landsvæði þar sem byggð hangir á bláþræði, jafnvel á heilum landhlutum eins og Vestfjörðum. Fólksfækkun þar er um 20%, meðaltekjur langt undir landsmeðaltali og meðalaldur stöðugt uppávið."

 "Og íbúarnir - sem biðja um að fá að sitja við sama borð og aðrir landsmenn - hvers eiga þeir að gjalda? Þeir eru ekki að biðja um ölmusu heldur almennar aðstæður til að geta bjargað sér sjálfir. Og í því efni hefur ríkisstjórnin heldur betur brugðist þeim."

"Samfylkingin hefur bent á að árlega losna um 3-400 störf hjá ríkinu sem hægt er að vinna hvar sem er ef einföld grundvallaratriði eru til staðar. Samfylkingin hefur sett fram þingsályktunartillögu um að skilgreind verði öll störf á vegum ríkisins sem unnt er að vinna að mestu eða öllu leyti óháð staðsetningu, m.a. til þess að auka möguleika fólks af landsbyggðinni til að gegna störfum á vegum ríkisins"

Hér hefur Anna tekið saman þann vanda sem steðjar að öllum byggðarkjörnum á landinu fyrir utan höfuðborgarsvæðið á atvinnuöryggi og flótta fólks frá smærri byggðalögum. Það er vitað að mest af öllu kemur þetta niður á konum enda er það orðið svo að konur eru orðnar miklum mun færri en karlar í sveitum og smærri byggðum landsins.

 


KOSNIGASKRIFSTOFAN Á AKRANESI OPNAÐI Í DAG.

DSC00492

Karl Valgarður Matthíasson sem skipar 2. sæti ,Guðbjartur Hannesson sem skipar 1. sæti og Anna Kristín Gunnarsdóttir sem skipar 3. sæti við opnun kosningaskrifstofunnar á Akranesi. DSC00498

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér koma svo öðlingarnir Jói og Kallivallimatt  eða réttara sagt Jóhann Ársælsson skipasmiður og alþingismaður  og Karl Valgarð Matthíasson prestur og f.v. alþingismaður og verðandi alþingismaður. Þeir eru að taka til eftir að hrinan var gengin yfir við opnunina.

 

DSC00489Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður heiðraði okkur með nærveru sinni ásamt  dóttur sinni Hrafnhildi sem engan áhuga hafði á fólksmergðinni  og vildi heldur heiðra nammidaginn!

Þórunn sagði að ef fólk vildi breytingar á stjórnkerfi Íslendinga væri Samfylkingin eini kosturinn því ef fólk væri á einhvern hátt að hugsa um stefnu og hugsjónir Vinstri Grænna að þá yrðu engar breytingar á STJÓRNKERFINU!

Með Þórunni á myndinni er Anna Kristín Gunnarsdóttir alþingismaður.

 

DSC00487

Unga fólkið setti svip sinn á opnunina og þarna má m.a. sjá upprenandi leikara og tónlistarfólk.Fremri röð frá hægri,  Vera Guðnadóttir, Ásdís Sigtryggsdóttir og  Ragnheiður ÓafsdóttirAftari röð frá hægri; Bergur Guðnason, Sigrún Ásmundsdóttir, Guðbjörg Róbertsdóttir og Ágúst I. Sævarsson. DSC00485

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þór birgisson og Rakel Pálsdóttir leikarar og söngvarar úr "Almost Famous" sem sýnt hefur verið á Akranesi við miklar vinsældir. Svo miklar að aukasýningar verð aí kringum 12. mars. Þau sungu lög úr leiksýningunni við opnumn skrifstofunnar.

DSC00482

Hluti af fólks við opnun kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar. Þarn má m.a. sjá Hrafnkel Proppé, Hrönn Ríkharðsdóttur, Guðmund ljósmyndara, Kalla Valla Matt og Gutta. Opnunin tókst vel og til hamingju með skrifstofuna.


Andlit íslenska hestsins er Unnur Birna!

unnur_birnaÞetta er andlit íslenska hestsins!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband